Kröfðust sex hundruð milljóna en fá ekki krónu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 15:24 Egilsstaðir Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn tveggja eignarhaldsfélaga utan um fólksflutninga á Austurlandi fá ekki krónu frá Sambandi sveitarfélagi á Austurlandi. Félögin tvö höfðu krafið sambandið um tæpar 600 milljónir króna í skaðabætur lögbanns sem sett var á akstur þeirra á milli Hafnar og Egilsstaða. Málið má rekja aftur til ársins 2012 þegar Samband sveitarfélaga á Austurlandi fékk lögbann á umræddan akstur. Lögreglan meinaði þá bílstjóra fyrirtækisins Bíla og fólks að að aka um austfirði með farþega til Hafnar í Hornafirði. Áður höfðu forsvarsmenn Bíla og fólks stofnað fyrirtæki, Sterna Travel, og þróað svokalla hringmiðakerfi sem gerði erlendum ferðamönnum kleyft að ferðast hringinn í kringum landið á sveigjanlegan hátt. Árið 2011 var hins vegar gerður samningur á milli Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um sér- og einkaleyfi um almenningssamgöngur á starfsvæði sambandsins. Leitaði sambandið þá eftir tilboðum í sérleið á milli Egilsstaða og Hornafjarðar. Árið 2012 var samið við annað hópbílafyrirtæki sem tók að sér aksturinn. Vildu 300 milljónir vegna ímyndarskaða og framtíðartjóns Sterna og Bílar og fólk héldu hins vegar áfram að auglýsa hringmiðana svokölluðu, sem meðal annars giltu á leiðinni á milli Egilsstaða og Hafnar. Fór það svo að sambandið fór fram á lögbann á akstur félaganna. Ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að akstur félaganna hafi hins vegar ekki bortið gegn sérleyfinu. Lögbannið ættu því ekki rét á sér. Forsvarsmenn félaganna höfðuðu því mál gegn sambandinu vegna málsins. Kröfðust þeir alls greiðslu 589 milljóna króna í skaðabætur, sundurliðað svo: Hagnaðarmissir árið 2012 - 132.600.000 krónur. Hagnaðarmissir árið 2013 - 156.400.000 krónur. Bætur fyrir ímyndarskaða og framtíðartjón - 300.000.000 krónur. Sambandið fór hins vegar fram á það að málinu yrði vísað frá, meðal annars á þeim grundvelli að skaðabótakrafan væri vanreifuð. Félögin hafi ekki sýnt fram á það tjón þeirra væri jafn mikið og haldið var fram. Höfn í HornafirðiStöð 2/Arnar Halldórsson. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands, sem féll á dögunum, segir að félögin tvö hafi ekki lagt fram grundvallargögn úr bókhaldi sínu, þrátt fyrir áskoranir, sem ætla megi að styðja geti við kröfu þeirra og það tjón sem þeir telji sig hafa orðið fyrir. Kröfurnar væru því vanreifaðar og því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá. Alls þurfa félögin tvö að greiða sambandinu 1,3 milljónir í málskostnað vegna málsins. Samgöngur Dómsmál Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2012 þegar Samband sveitarfélaga á Austurlandi fékk lögbann á umræddan akstur. Lögreglan meinaði þá bílstjóra fyrirtækisins Bíla og fólks að að aka um austfirði með farþega til Hafnar í Hornafirði. Áður höfðu forsvarsmenn Bíla og fólks stofnað fyrirtæki, Sterna Travel, og þróað svokalla hringmiðakerfi sem gerði erlendum ferðamönnum kleyft að ferðast hringinn í kringum landið á sveigjanlegan hátt. Árið 2011 var hins vegar gerður samningur á milli Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um sér- og einkaleyfi um almenningssamgöngur á starfsvæði sambandsins. Leitaði sambandið þá eftir tilboðum í sérleið á milli Egilsstaða og Hornafjarðar. Árið 2012 var samið við annað hópbílafyrirtæki sem tók að sér aksturinn. Vildu 300 milljónir vegna ímyndarskaða og framtíðartjóns Sterna og Bílar og fólk héldu hins vegar áfram að auglýsa hringmiðana svokölluðu, sem meðal annars giltu á leiðinni á milli Egilsstaða og Hafnar. Fór það svo að sambandið fór fram á lögbann á akstur félaganna. Ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að akstur félaganna hafi hins vegar ekki bortið gegn sérleyfinu. Lögbannið ættu því ekki rét á sér. Forsvarsmenn félaganna höfðuðu því mál gegn sambandinu vegna málsins. Kröfðust þeir alls greiðslu 589 milljóna króna í skaðabætur, sundurliðað svo: Hagnaðarmissir árið 2012 - 132.600.000 krónur. Hagnaðarmissir árið 2013 - 156.400.000 krónur. Bætur fyrir ímyndarskaða og framtíðartjón - 300.000.000 krónur. Sambandið fór hins vegar fram á það að málinu yrði vísað frá, meðal annars á þeim grundvelli að skaðabótakrafan væri vanreifuð. Félögin hafi ekki sýnt fram á það tjón þeirra væri jafn mikið og haldið var fram. Höfn í HornafirðiStöð 2/Arnar Halldórsson. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands, sem féll á dögunum, segir að félögin tvö hafi ekki lagt fram grundvallargögn úr bókhaldi sínu, þrátt fyrir áskoranir, sem ætla megi að styðja geti við kröfu þeirra og það tjón sem þeir telji sig hafa orðið fyrir. Kröfurnar væru því vanreifaðar og því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá. Alls þurfa félögin tvö að greiða sambandinu 1,3 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Samgöngur Dómsmál Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent