Aron gengur til liðs við Fram frá Grindavík þar þar sem hann var fyrirlið á seinasta tímabili. Hann hefur leikið með Grindvíkingum seinustu fimm ár, en þar áður lék hann með Haukum.
Þessi 28 ára gamli leikmaður á að baki 43 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað sjö mörk. Einn af þessum 43 leikjum kom með Haukum árið 2010 þegar Aron var aðeins 16 ára gamall.
Þá á hann einnig að baki 181 leik í 1. deild og níu leiki með yngri landsliðum Íslands.
Aron Jóhannsson gengur til liðs við Fram!
— FRAM knattspyrna (@FRAMknattspyrna) November 29, 2022
Aron hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Aron er uppalinn í Haukum og hefur leikið með Grindvíkingum síðan 2018 þar sem hann skoraði 8 mörk í 20 leikjum í næst efstu deild á síðasta tímabili.@AronJP22@bestadeildin pic.twitter.com/HHwy75aC3k