Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum lofar góðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2022 07:09 Ávinningurinn af lyfinu virðist hóflegur en er talin aukast með tímanum. Getty Rannsóknir hafa leitt í ljós að mótefnalyfið lecanemab hjálpar líkamanum við að hreinsa burtu uppsöfnuð niðurbrotsefni prótínsins APP (e. amyloid beta A4 precursor protein) úr heilavef. Uppsöfnun prótínsins í heilanum veldur dauða heilafruma og hefur í langan tíma verið talin ein af megin orsökum alzheimers-sjúkdómsins. Vísindamenn segja lyfið marka tímamót í baráttunni gegn alzheimers en samkvæmt rannsóknum hægði það á framþróun sjúkdómsins hjá sjúklingum á byrjunarstigum. Þrátt fyrir að ávinningurinn af lyfinu virðist takmarkaður muni hann líklega aukast með tímanum. Enn er ekki vitað hversu stórt hlutverk uppsöfnun APP í heilanum spilar í framþróun alzheimers-sjúkdómsins en hún virðist hafa alvarleg áhrif hjá þeim sem hafa erft stökkbreytingar sem hafa áhrif á niðurbrot APP prótínsins og viðbrögð líkamans við því. Þess má geta að Íslensk erfðagreining hefur rannsakað umræddar stökkbreytingar og fundið aðra stökkbreytingu sem verndar gegn sjúkdómnum. Fyrirtækin sem standa að lyfinu, Biogen í Bandaríkjunum og Eisai í Japan, greindu frá frumniðurstöðum rannsókna sinna í september en þær voru ekki birtar fyrr en í gær, í New England Journal of Medicine. Rannsóknirnar leiddu í ljós að lyfið dró úr heilahrörnun sem nemur 27 prósentum á 18 mánuðum. Talið er að um 55 milljónir manna um allan heim þjáist af heilabilun og að um tveir þriðjuhlutar þessa hóps þjáist af alzheimera-sjúkdómnum. Sjúkdómurinn er helsta dánarorsökin á Bretlandseyjum, þar sem flestir látast innan sjö ára frá greiningu. Hann er sagður kosta breska heilbrigðiskerfið 25 milljarða punda á ári. Hér má finna umfjöllun Guardian. Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Uppsöfnun prótínsins í heilanum veldur dauða heilafruma og hefur í langan tíma verið talin ein af megin orsökum alzheimers-sjúkdómsins. Vísindamenn segja lyfið marka tímamót í baráttunni gegn alzheimers en samkvæmt rannsóknum hægði það á framþróun sjúkdómsins hjá sjúklingum á byrjunarstigum. Þrátt fyrir að ávinningurinn af lyfinu virðist takmarkaður muni hann líklega aukast með tímanum. Enn er ekki vitað hversu stórt hlutverk uppsöfnun APP í heilanum spilar í framþróun alzheimers-sjúkdómsins en hún virðist hafa alvarleg áhrif hjá þeim sem hafa erft stökkbreytingar sem hafa áhrif á niðurbrot APP prótínsins og viðbrögð líkamans við því. Þess má geta að Íslensk erfðagreining hefur rannsakað umræddar stökkbreytingar og fundið aðra stökkbreytingu sem verndar gegn sjúkdómnum. Fyrirtækin sem standa að lyfinu, Biogen í Bandaríkjunum og Eisai í Japan, greindu frá frumniðurstöðum rannsókna sinna í september en þær voru ekki birtar fyrr en í gær, í New England Journal of Medicine. Rannsóknirnar leiddu í ljós að lyfið dró úr heilahrörnun sem nemur 27 prósentum á 18 mánuðum. Talið er að um 55 milljónir manna um allan heim þjáist af heilabilun og að um tveir þriðjuhlutar þessa hóps þjáist af alzheimera-sjúkdómnum. Sjúkdómurinn er helsta dánarorsökin á Bretlandseyjum, þar sem flestir látast innan sjö ára frá greiningu. Hann er sagður kosta breska heilbrigðiskerfið 25 milljarða punda á ári. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira