Fyrrverandi forseti Kína látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 09:30 Kona tekur mynd af mynd af Jiang Zemin, fyrrverandi forseta Kína, á þjóðmiðjasafni í Beijing árið 2018. Vísir/EPA Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta. Ríkisfjölmiðlar í Kína greindu frá því að Jiang hefði látist í Sjanghæ skömmu eftir hádegi að þarlendum tíma í dag. Banamein hans er sagt hvítblæði og margföld líffærabilun. Hans er minnst sem eins helsta leiðtoga landsins á seinni árum en undir stjórn hans varð Kína opnara fyrir umheiminum og mikið hagvaxtarskeið gekk í garð. Jiang reis til æðstu metorða eftir harðvítuga valdabaráttu umbótasinna og harðlínumanna innan Kommúnistaflokksins í kjölfar mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem stjórnvöld börðu niður af mikilli hörku árið 1989, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kína var útskúfað úr alþjóðsamfélaginu um tíma vegna ofbeldisins. Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi alþýðulýðveldisins, skipaði Jiang leiðtoga til þess að miðla málum á milli stríðandi fylkinga innan flokksins en hann hafði verið flokksleiðtogi og borgarstjóri í Sjanghæ. Tók Jiang við af Zhao Ziyang sem Deng rak fyrir að hafa of mikla samúð með mótmælendum. Zhao var haldið í stofufangelsi þar til hann lést árið 2005. Hann var aðalritari Kommúnistaflokksins í þrettán ár. Í tíð Jiangs tók Kína aftur við Hong Kong árið 1997 og gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina árið 2001. Heima fyrir herti Kommúnistaflokkurinn enn tökin og pólitískar umbætur voru látnar sitja á hakanum. Stjórn Jiangs sætti nokkurri gagnrýni fyrir að banna trúarhópinn Falun Gong árið 1999. Þá voru mannréttindafrömuðir, verkalýðsleiðtoga og lýðræðissinnar fangelsaðir. Árið 2002 steig Jiang til hliðar sem leiðtogi flokksins en hélt áfram sem formaður miðstjórnar hernefndar hans í tvö ár í viðbót. AP-fréttastofan segir að Jiang hafi áfram haft áhrif á framgang flokksfélaga á bak við tjöldin. Hu Jintao tók við forystu Kommúnistaflokksins af Jiang árið 2002 og varð forseti landsins 2003. Jiang er sagður hafa verið argur Deng fyrir að skipa Hu leiðtoga og neita honum þannig um að velja eigin eftirmann. Kína Andlát Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar í Kína greindu frá því að Jiang hefði látist í Sjanghæ skömmu eftir hádegi að þarlendum tíma í dag. Banamein hans er sagt hvítblæði og margföld líffærabilun. Hans er minnst sem eins helsta leiðtoga landsins á seinni árum en undir stjórn hans varð Kína opnara fyrir umheiminum og mikið hagvaxtarskeið gekk í garð. Jiang reis til æðstu metorða eftir harðvítuga valdabaráttu umbótasinna og harðlínumanna innan Kommúnistaflokksins í kjölfar mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem stjórnvöld börðu niður af mikilli hörku árið 1989, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kína var útskúfað úr alþjóðsamfélaginu um tíma vegna ofbeldisins. Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi alþýðulýðveldisins, skipaði Jiang leiðtoga til þess að miðla málum á milli stríðandi fylkinga innan flokksins en hann hafði verið flokksleiðtogi og borgarstjóri í Sjanghæ. Tók Jiang við af Zhao Ziyang sem Deng rak fyrir að hafa of mikla samúð með mótmælendum. Zhao var haldið í stofufangelsi þar til hann lést árið 2005. Hann var aðalritari Kommúnistaflokksins í þrettán ár. Í tíð Jiangs tók Kína aftur við Hong Kong árið 1997 og gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina árið 2001. Heima fyrir herti Kommúnistaflokkurinn enn tökin og pólitískar umbætur voru látnar sitja á hakanum. Stjórn Jiangs sætti nokkurri gagnrýni fyrir að banna trúarhópinn Falun Gong árið 1999. Þá voru mannréttindafrömuðir, verkalýðsleiðtoga og lýðræðissinnar fangelsaðir. Árið 2002 steig Jiang til hliðar sem leiðtogi flokksins en hélt áfram sem formaður miðstjórnar hernefndar hans í tvö ár í viðbót. AP-fréttastofan segir að Jiang hafi áfram haft áhrif á framgang flokksfélaga á bak við tjöldin. Hu Jintao tók við forystu Kommúnistaflokksins af Jiang árið 2002 og varð forseti landsins 2003. Jiang er sagður hafa verið argur Deng fyrir að skipa Hu leiðtoga og neita honum þannig um að velja eigin eftirmann.
Kína Andlát Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira