Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2022 09:01 Herbergisfélagarnir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fagna góðum sigri á Ólympíuleikunum í Peking. vísir/vilhelm Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. Línumaðurinn öflugi sagði frá upphafi atvinnumannaferilsins í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Róbert hafði þá verið atvinnumaður í nokkur ár en það var í raun tilviljun háð að hann fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku. Hann fór nefnilega með konunni sinni til Danmerkur 2002 þegar hún nam læknisfræði þar í landi. „Á þessum tíma var ég mjög góður á Íslandi og kominn í landsliðshópinn en það var enginn að pæla í mér úti. Konan fór út í janúar/febrúar en ég kláraði tímabilið með Fram. Ég sagði við Frammarana að ég ætlaði fara út, sama hvað, og elta hana. Ég var ekki með neitt lið,“ sagði Róbert. Eina liðið sem sýndi honum áhuga var í Kaupmannahöfn en það kom ekki til greina þar sem fjölskyldan var í Árósum. Róbert endaði svo á því að hafa samband við AGF en Aron Kristjánsson, fyrrverandi samherji hans í landsliðinu og seinna landsliðsþjálfari, hjálpaði honum við leitina að liði. „Þeir sögðu að ég mætti alveg mæta en þeir þyrftu ekki á línumanni að halda; væru nýbúnir kaupa unglingalandsliðsmann og eina gamla hetju, Árósastrákur sem hafði verið í landsliðinu. Ég var uppfullur af sjálfstrausti og hugsaði að ég væri betri en allir þessir gæjar en vissi ekki hvernig þeir litu út.“ Róbert byrjaði að æfa með AGF og þeir buðu honum samning sem hann gat ekki hafnað eins og hann komst að orði. „Ástæðan var ekki upphæðin heldur því ég vildi ekki vera neins staðar annars staðar. Fyrsta tímabilið var ég bara með og fékk varla borgað,“ sagði Róbert sem tróð sér fram fyrir hina línumennina og varð einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Eftir sæmilegt fyrsta tímabil kom Erik Veje Rasmussen og tók við AGF. Hann hafði þá áður þjálfað Flensburg og gert liðið að tvöföldum meisturum í Þýskalandi. Róbert tekur skot í leiknum gegn Egyptalandi í Peking.vísir/vilhelm „Við vorum allir einhver „nobodies“. Enginn vissi hverjir við vorum. Á þriðja árinu áttum við svo frábært tímabil og fórum í úrslitaleik við Kolding sem var þá á svipuðum stað og Álaborg er núna. Róbert sló algjörlega í gegn og bætti meðal annars markamet dönsku deildarinnar. Það met stóð allt þar til Emil Jakobsen sló það í fyrra. „Það var frábært og æðislegt tímabil,“ sagði Róbert en samhliða þessu fékk hann meira að spila með landsliðinu og raðaði inn mörkum þar. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilarnaum hér fyrir ofan. Handbolti Stórasta landið Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Línumaðurinn öflugi sagði frá upphafi atvinnumannaferilsins í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Róbert hafði þá verið atvinnumaður í nokkur ár en það var í raun tilviljun háð að hann fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku. Hann fór nefnilega með konunni sinni til Danmerkur 2002 þegar hún nam læknisfræði þar í landi. „Á þessum tíma var ég mjög góður á Íslandi og kominn í landsliðshópinn en það var enginn að pæla í mér úti. Konan fór út í janúar/febrúar en ég kláraði tímabilið með Fram. Ég sagði við Frammarana að ég ætlaði fara út, sama hvað, og elta hana. Ég var ekki með neitt lið,“ sagði Róbert. Eina liðið sem sýndi honum áhuga var í Kaupmannahöfn en það kom ekki til greina þar sem fjölskyldan var í Árósum. Róbert endaði svo á því að hafa samband við AGF en Aron Kristjánsson, fyrrverandi samherji hans í landsliðinu og seinna landsliðsþjálfari, hjálpaði honum við leitina að liði. „Þeir sögðu að ég mætti alveg mæta en þeir þyrftu ekki á línumanni að halda; væru nýbúnir kaupa unglingalandsliðsmann og eina gamla hetju, Árósastrákur sem hafði verið í landsliðinu. Ég var uppfullur af sjálfstrausti og hugsaði að ég væri betri en allir þessir gæjar en vissi ekki hvernig þeir litu út.“ Róbert byrjaði að æfa með AGF og þeir buðu honum samning sem hann gat ekki hafnað eins og hann komst að orði. „Ástæðan var ekki upphæðin heldur því ég vildi ekki vera neins staðar annars staðar. Fyrsta tímabilið var ég bara með og fékk varla borgað,“ sagði Róbert sem tróð sér fram fyrir hina línumennina og varð einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Eftir sæmilegt fyrsta tímabil kom Erik Veje Rasmussen og tók við AGF. Hann hafði þá áður þjálfað Flensburg og gert liðið að tvöföldum meisturum í Þýskalandi. Róbert tekur skot í leiknum gegn Egyptalandi í Peking.vísir/vilhelm „Við vorum allir einhver „nobodies“. Enginn vissi hverjir við vorum. Á þriðja árinu áttum við svo frábært tímabil og fórum í úrslitaleik við Kolding sem var þá á svipuðum stað og Álaborg er núna. Róbert sló algjörlega í gegn og bætti meðal annars markamet dönsku deildarinnar. Það met stóð allt þar til Emil Jakobsen sló það í fyrra. „Það var frábært og æðislegt tímabil,“ sagði Róbert en samhliða þessu fékk hann meira að spila með landsliðinu og raðaði inn mörkum þar. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilarnaum hér fyrir ofan.
Handbolti Stórasta landið Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti