Gleðilegan fullveldisdag Kristrún Frostadóttir skrifar 1. desember 2022 13:30 Gleðilegan fullveldisdag! Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Það var stór stund á hörðum vetri. Fundurinn sem fór fram við stjórnarráðshúsið á þessum degi hefur yfir sér goðsagnablæ í sögubókunum. Þetta er hátíðisdagur vegna þess að fullveldið hefur þýðingu. Það er ekki bara upp á punt. Fullveldið má nýta í þágu fólksins sem hér býr — og það er verkefnið sem okkur er falið á Alþingi. Baráttan fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands var alla tíð samofin baráttu fyrir frelsi og jafnrétti í þágu fólksins í landinu og samstöðu meðal þjóðar. Það er barátta sem aldrei lýkur. Jafnvel eftir að fullveldið fékkst árið 1918 átti enn eftir að tryggja almennan kosningarétt. Til þess þurfti breytingu á stjórnarskrá. Og allt fram á fjórða áratug síðustu aldar var fólk svipt kosningarétti vegna fátæktar. Heilt yfir hefur Íslendingum auðnast að nýta fullveldi sitt til góðs. En það gerist ekki af sjálfu sér. Við getum verið stolt af mörgu í okkar samfélagi. Við vitum líka að margt þarf að bæta. Besta leiðin til þess er að við nýtum okkur lýðræðið og fullveldið til fulls. Í mínum huga er augljóst að við erum ekki sjálfstætt fólk til að loka okkur af og lifa í einangrun. Sem fullvalda ríki höfum við getað gengið til alþjóðslegs samstarfs við önnur ríki, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Eins og Sveinn Björnsson benti á þá er auðskilið mál að „þótt fullveðja maður feli öðrum umboð til einhvers, þá heldur hann áfram að vera fullveðja“. Sama gildir um fullvalda þjóð. Hún ákveður sjálf að undirgangast alþjóðlegar skuldbindingar eða að gera það ekki. Það hefur reynst okkur vel. Og ég tel að Íslendingar muni sækja enn frekar í alþjóðlega samvinnu á næstu árum og áratugum. Við höfum líka margt fram að færa. Mikilsverðasta framlag Norðurlanda til samfélags þjóðanna er auðvitað ekki víkingabröltið fyrir þúsund árum heldur norræna velferðarsamfélagið sem var byggt upp á síðustu öld. Það er sérstaða sem við eigum að mínu mati að styrkja enn frekar og byggja á. Að því sögðu — ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur? Með fullveldiskveðju, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Gleðilegan fullveldisdag! Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Það var stór stund á hörðum vetri. Fundurinn sem fór fram við stjórnarráðshúsið á þessum degi hefur yfir sér goðsagnablæ í sögubókunum. Þetta er hátíðisdagur vegna þess að fullveldið hefur þýðingu. Það er ekki bara upp á punt. Fullveldið má nýta í þágu fólksins sem hér býr — og það er verkefnið sem okkur er falið á Alþingi. Baráttan fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands var alla tíð samofin baráttu fyrir frelsi og jafnrétti í þágu fólksins í landinu og samstöðu meðal þjóðar. Það er barátta sem aldrei lýkur. Jafnvel eftir að fullveldið fékkst árið 1918 átti enn eftir að tryggja almennan kosningarétt. Til þess þurfti breytingu á stjórnarskrá. Og allt fram á fjórða áratug síðustu aldar var fólk svipt kosningarétti vegna fátæktar. Heilt yfir hefur Íslendingum auðnast að nýta fullveldi sitt til góðs. En það gerist ekki af sjálfu sér. Við getum verið stolt af mörgu í okkar samfélagi. Við vitum líka að margt þarf að bæta. Besta leiðin til þess er að við nýtum okkur lýðræðið og fullveldið til fulls. Í mínum huga er augljóst að við erum ekki sjálfstætt fólk til að loka okkur af og lifa í einangrun. Sem fullvalda ríki höfum við getað gengið til alþjóðslegs samstarfs við önnur ríki, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Eins og Sveinn Björnsson benti á þá er auðskilið mál að „þótt fullveðja maður feli öðrum umboð til einhvers, þá heldur hann áfram að vera fullveðja“. Sama gildir um fullvalda þjóð. Hún ákveður sjálf að undirgangast alþjóðlegar skuldbindingar eða að gera það ekki. Það hefur reynst okkur vel. Og ég tel að Íslendingar muni sækja enn frekar í alþjóðlega samvinnu á næstu árum og áratugum. Við höfum líka margt fram að færa. Mikilsverðasta framlag Norðurlanda til samfélags þjóðanna er auðvitað ekki víkingabröltið fyrir þúsund árum heldur norræna velferðarsamfélagið sem var byggt upp á síðustu öld. Það er sérstaða sem við eigum að mínu mati að styrkja enn frekar og byggja á. Að því sögðu — ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur? Með fullveldiskveðju, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun