„Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2022 11:30 Burj Khalifa byggingin í Dubaí er sú hæsta í heimi. Getty/ Jakub Porzycki Það var boðið upp á mjög sérstaka fyrstu grein á Dubai Fitness Championship CrossFit mótinu sem hófst í dag. Dubai Fitness Championship er eitt af stóru CrossFit mótunum á tímabilinu enda vanalega veglegt verðlaunafé í boði. Ísland á ekki keppenda á mótinu að þessu sinni en kannski væru einhver af okkar besta CrossFit fólki spennt fyrir nýstárlegri grein sem er boðið upp á þetta árið. Í fyrra þurftu keppendur meðal annars að hlaupa í snjó í miðri eyðimörkinni en að þessu sinni þurfa þeir að glíma við hæsta hús í heimi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Fyrsta greinin á mótinu í ár fór fram í hinni heimsfrægu Burj Khalifa byggingu sem er hæsta bygging heims og kennileiti Dúbaí borgarinnar. Skýjakljúfurinn var opnaður árið 2010 en hann er 829 metrar á hæð. Í fyrstu greininni á Dubai Fitness mótinu þá áttu keppendur að hlaupa upp 2909 tröppur með þyngingarvesti. Það var búist við því að það taki þá bestu um fjörutíu mínútur að komast alla leið upp en bestu karlarnir kláruðu á hálftíma og bestu konurnar á 32 mínútum. Keppendur byrjuðu á jörðu niðri og hlupu alla leið upp á 160. hæð byggingarinnar. Þetta voru engin tímahámörk í gangi en til þess að fá að halda áfram keppni þá þarftu að klára alla 2909 tröppurnar. „Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni. Ég er að segja þetta í fullri alvöru. Ekki reyna þetta,“ sagði Saud Al-Shamsi, viðburðarstjóri Dubai Fitness Championship, í samtali við Morning Chalk Up vefinn. View this post on Instagram A post shared by Dubai Fitness Championship (@dxbfitnesschamp) CrossFit Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Sjá meira
Dubai Fitness Championship er eitt af stóru CrossFit mótunum á tímabilinu enda vanalega veglegt verðlaunafé í boði. Ísland á ekki keppenda á mótinu að þessu sinni en kannski væru einhver af okkar besta CrossFit fólki spennt fyrir nýstárlegri grein sem er boðið upp á þetta árið. Í fyrra þurftu keppendur meðal annars að hlaupa í snjó í miðri eyðimörkinni en að þessu sinni þurfa þeir að glíma við hæsta hús í heimi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Fyrsta greinin á mótinu í ár fór fram í hinni heimsfrægu Burj Khalifa byggingu sem er hæsta bygging heims og kennileiti Dúbaí borgarinnar. Skýjakljúfurinn var opnaður árið 2010 en hann er 829 metrar á hæð. Í fyrstu greininni á Dubai Fitness mótinu þá áttu keppendur að hlaupa upp 2909 tröppur með þyngingarvesti. Það var búist við því að það taki þá bestu um fjörutíu mínútur að komast alla leið upp en bestu karlarnir kláruðu á hálftíma og bestu konurnar á 32 mínútum. Keppendur byrjuðu á jörðu niðri og hlupu alla leið upp á 160. hæð byggingarinnar. Þetta voru engin tímahámörk í gangi en til þess að fá að halda áfram keppni þá þarftu að klára alla 2909 tröppurnar. „Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni. Ég er að segja þetta í fullri alvöru. Ekki reyna þetta,“ sagði Saud Al-Shamsi, viðburðarstjóri Dubai Fitness Championship, í samtali við Morning Chalk Up vefinn. View this post on Instagram A post shared by Dubai Fitness Championship (@dxbfitnesschamp)
CrossFit Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum