Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2022 09:01 Róbert Gunnarsson átti erfið ár hjá Rhein-Neckar Löwen. getty/Stuart Franklin Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. Róbert var gestur Stefáns Árna Pálssonar í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Þeir Róbert og Stefán Árni fóru um víðan völl og fjölluðu meðal annars um feril línumannsins í atvinnumennsku. Hann sagði árin í Þýskalandi hafa verið afar krefjandi og hann hafi ekki spilað vel hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem hann lék 2010-12. „Ég var rosa mikið meiddur og mín mistök, eins og ég segi við strákana mína; þú harkar af þér einhvern tittlingaskít en ef þú ert í alvörunni meiddur og þetta hefur hrjáð þig í langan tíma verðurðu bara að taka þér pásu. Það voru mín mistök,“ sagði Róbert. „Ég var alltaf að drepast í bakinu en meldaði mig aldrei meiddan. Fyrir vikið gat ég ekki neitt. Ég spilaði ekki mikið og þegar ég spilaði var ég lélegur. Þetta voru mín mistök. Ég átti bara að kasta inn handklæðinu og ná mér góðum. Ég gat ekki staðið upp úr rúminu á morgnana.“ Róbert segir að hann sé langt því frá eini leikmaðurinn sem hafa harkað af sér meira en eðlilegt er. „Það eru ótrúlega margir leikmenn sem eru svona. Harkan er svo mikil. Þú ert alltaf hræddur um næsta samning ef þú ert meiddur eða ert ekki að spila. Þetta er fín lína en þegar ég horfi til baka átti ég bara að segja að ég væri meiddur því þetta byrjaði á fyrsta tímabilinu,“ sagði Róbert. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Handbolti Stórasta landið Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Róbert var gestur Stefáns Árna Pálssonar í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Þeir Róbert og Stefán Árni fóru um víðan völl og fjölluðu meðal annars um feril línumannsins í atvinnumennsku. Hann sagði árin í Þýskalandi hafa verið afar krefjandi og hann hafi ekki spilað vel hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem hann lék 2010-12. „Ég var rosa mikið meiddur og mín mistök, eins og ég segi við strákana mína; þú harkar af þér einhvern tittlingaskít en ef þú ert í alvörunni meiddur og þetta hefur hrjáð þig í langan tíma verðurðu bara að taka þér pásu. Það voru mín mistök,“ sagði Róbert. „Ég var alltaf að drepast í bakinu en meldaði mig aldrei meiddan. Fyrir vikið gat ég ekki neitt. Ég spilaði ekki mikið og þegar ég spilaði var ég lélegur. Þetta voru mín mistök. Ég átti bara að kasta inn handklæðinu og ná mér góðum. Ég gat ekki staðið upp úr rúminu á morgnana.“ Róbert segir að hann sé langt því frá eini leikmaðurinn sem hafa harkað af sér meira en eðlilegt er. „Það eru ótrúlega margir leikmenn sem eru svona. Harkan er svo mikil. Þú ert alltaf hræddur um næsta samning ef þú ert meiddur eða ert ekki að spila. Þetta er fín lína en þegar ég horfi til baka átti ég bara að segja að ég væri meiddur því þetta byrjaði á fyrsta tímabilinu,“ sagði Róbert. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Handbolti Stórasta landið Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira