Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. desember 2022 17:07 Stefán Gunnarsson er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Solid Clouds. Vísir/Vilhelm Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið. Áfanganum var fagnað í höfuðstöðvum félagsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi en Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds, var alsæll með málið þegar fréttastofa náði tali af honum í miðjum fögnuði. „Við erum búin að vera dugleg að þróa og erum núna farin svona að sýna árangurinn af því,“ sagði Stefán en hann stofnaði félagið árið 2013 ásamt Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni. Ákveðið útgáfuferli fer af stað snemma næsta árs að sögn Stefáns og mun þá aðgengi að leiknum opnast á helstu markaðssvæðum fyrirtækisins. Ekki er hægt að nálgast leikinn á helstu leikjaveitum eins og er en það verður hægt á nýju ári. Starborne Frontiers er hannaður fyrir farsíma en einnig er hægt að spila hann í tölvu. Um er að ræða annan leik félagsins en sá fyrsti var Sovereign Space. Í Starborne Frontiers skella spilarar sér í hlutverk flotaforingja til að kanna, skipuleggja og sigra Starborne alheiminn. „Þetta er svokallaður hlutverkaleikur þar sem að spilarar eru að safna hetjum, uppfæra hetjurnar, fara inn í ákveðnar aðstæður og leysa þrautir. Þeir mega bara nota ákveðinn hluta af hetjunum í hvert skipti, kannski fimm en eiga hundrað eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Stefán um leikinn. „Leikurinn höfðar mjög vel til karlmanna, svolítið, en þetta snýst alltaf um þessa markmiðasetningu að komast upp á næsta skref og svo framvegis. Það eru líka mjög sterkir eiginleikar í leiknum fyrir þá sem vilja spila með öðrum spilurum og það eru svona þeir sem eru að fara að spila til lengri tíma,“ sagði hann enn fremur. Kauphöllin Leikjavísir Solid Clouds Rafíþróttir Nýsköpun Seltjarnarnes Tengdar fréttir Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. 25. nóvember 2022 09:27 Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til. 6. október 2022 15:09 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Áfanganum var fagnað í höfuðstöðvum félagsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi en Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds, var alsæll með málið þegar fréttastofa náði tali af honum í miðjum fögnuði. „Við erum búin að vera dugleg að þróa og erum núna farin svona að sýna árangurinn af því,“ sagði Stefán en hann stofnaði félagið árið 2013 ásamt Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni. Ákveðið útgáfuferli fer af stað snemma næsta árs að sögn Stefáns og mun þá aðgengi að leiknum opnast á helstu markaðssvæðum fyrirtækisins. Ekki er hægt að nálgast leikinn á helstu leikjaveitum eins og er en það verður hægt á nýju ári. Starborne Frontiers er hannaður fyrir farsíma en einnig er hægt að spila hann í tölvu. Um er að ræða annan leik félagsins en sá fyrsti var Sovereign Space. Í Starborne Frontiers skella spilarar sér í hlutverk flotaforingja til að kanna, skipuleggja og sigra Starborne alheiminn. „Þetta er svokallaður hlutverkaleikur þar sem að spilarar eru að safna hetjum, uppfæra hetjurnar, fara inn í ákveðnar aðstæður og leysa þrautir. Þeir mega bara nota ákveðinn hluta af hetjunum í hvert skipti, kannski fimm en eiga hundrað eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Stefán um leikinn. „Leikurinn höfðar mjög vel til karlmanna, svolítið, en þetta snýst alltaf um þessa markmiðasetningu að komast upp á næsta skref og svo framvegis. Það eru líka mjög sterkir eiginleikar í leiknum fyrir þá sem vilja spila með öðrum spilurum og það eru svona þeir sem eru að fara að spila til lengri tíma,“ sagði hann enn fremur.
Kauphöllin Leikjavísir Solid Clouds Rafíþróttir Nýsköpun Seltjarnarnes Tengdar fréttir Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. 25. nóvember 2022 09:27 Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til. 6. október 2022 15:09 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. 25. nóvember 2022 09:27
Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til. 6. október 2022 15:09