Rætt er um fjárhagsstöðu borgarinnar við bæði oddvita Sjálfstæðisflokks og að auki við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Ögurstund er runnin upp í kjaradeilu aðila vinnumarkaðarins og getur brugðið til beggja vona. Fréttastofan verður í beinni.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni.
Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um hina svokölluðu þriðju vakt eftir að skoðanagrein á Vísi fór á mikið flug. Fréttastofa fór á stúfana í dag og spurði hver það væri á heimilinu sem helst stæði þriðju vaktina.
Kvöldfréttir má hlusta á í beinni í spilaranum hér að ofan.