Aukið aðgengi fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 3. desember 2022 07:00 Í dag höldum við hátíðlegan alþjóðlegan dag fatlaðs fólks sem ætlað er að stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á málefnum fatlaðs fólks. Í ár er sérstök áhersla á hlutverk nýsköpunar við að ýta undir aðgengilegan og sanngjarnan heim. Í starfi mínu sem ráðherra hef ég lagt þunga áherslu á þau sjálfsögðu réttindi að fatlað fólk eigi að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við aðra. Aðgengi er forsenda þátttöku. Þegar við erum að tala um aðgengi er ekki nóg að hugsa um byggingar. Hindranir samfélagsins valda fötluðu fólki erfiðleikum. Verkefnið er því að tryggja aðgengi til jafns við aðra að efnislegu umhverfi, samgöngum, upplýsingum, samskiptum og allri annarri þjónustu eða aðstöðu sem almenningi stendur til boða hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ríkisstjórnin hefur sett umfangsmikla vinnu í gang til að auka og tryggja réttindi fatlaðs fólks. Mig langar að nefna nokkur mikilvæg atriði í því sambandi: Í fyrsta lagi vinnur forsætisráðherra að lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að stofnun Mannréttindastofnunar. Í öðru lagi vinnum við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að gerð landsáætlunar um innleiðingu og framkvæmd samningsins hér á landi. Í þriðja lagi hef ég lagt ríka áherslu á að tryggja stafrænt aðgengi fatlaðs fólks og höfum við þegar stigið fyrsta skrefið í því verkefni með opnun svokallaðs stafræns talsmannagrunns þar sem persónulegir talsmenn fatlaðs fólks geta nú fengið aðgang að stafrænu pósthólfi skjólstæðinga sinna og sinnt margvíslegum rafrænum erindum. Áframhaldandi þróun þessa er í gangi þannig að talsmannagrunnurinn nái til víðtækari þjónustu. Í fjórða lagi mun ég á næstu dögum skipa starfshóp í samvinnu við háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, sem á að vinna tillögur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Í fimmta lagi vil ég svo nefna endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu sem mun stuðla að aukinni virkni og tækifærum á vinnumarkaði, auk þess að bæta kjör þeirra sérstaklega sem lakast standa á meðal örorkulífeyrisþega. Nýtt og betra kerfi mun gagnast fötluðu fólki. Auk þessara verkefna styður ráðuneytið við fjölmörg umbótaverkefni félagasamtaka og annarra sem ætlað er að bæta lífsgæði fatlaðs fólks og aðgengi þess að samfélaginu. Hér mætti nefna stuðning við Miðstöð um auðlesið efni, og verkefnið Sæti við borðið, hvoru tveggja mikilvæg verkefni til að auðvelda aðgengi að samfélaginu. Til hamingju öll með alþjóðlegan dag fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson,félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag höldum við hátíðlegan alþjóðlegan dag fatlaðs fólks sem ætlað er að stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á málefnum fatlaðs fólks. Í ár er sérstök áhersla á hlutverk nýsköpunar við að ýta undir aðgengilegan og sanngjarnan heim. Í starfi mínu sem ráðherra hef ég lagt þunga áherslu á þau sjálfsögðu réttindi að fatlað fólk eigi að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við aðra. Aðgengi er forsenda þátttöku. Þegar við erum að tala um aðgengi er ekki nóg að hugsa um byggingar. Hindranir samfélagsins valda fötluðu fólki erfiðleikum. Verkefnið er því að tryggja aðgengi til jafns við aðra að efnislegu umhverfi, samgöngum, upplýsingum, samskiptum og allri annarri þjónustu eða aðstöðu sem almenningi stendur til boða hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ríkisstjórnin hefur sett umfangsmikla vinnu í gang til að auka og tryggja réttindi fatlaðs fólks. Mig langar að nefna nokkur mikilvæg atriði í því sambandi: Í fyrsta lagi vinnur forsætisráðherra að lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að stofnun Mannréttindastofnunar. Í öðru lagi vinnum við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að gerð landsáætlunar um innleiðingu og framkvæmd samningsins hér á landi. Í þriðja lagi hef ég lagt ríka áherslu á að tryggja stafrænt aðgengi fatlaðs fólks og höfum við þegar stigið fyrsta skrefið í því verkefni með opnun svokallaðs stafræns talsmannagrunns þar sem persónulegir talsmenn fatlaðs fólks geta nú fengið aðgang að stafrænu pósthólfi skjólstæðinga sinna og sinnt margvíslegum rafrænum erindum. Áframhaldandi þróun þessa er í gangi þannig að talsmannagrunnurinn nái til víðtækari þjónustu. Í fjórða lagi mun ég á næstu dögum skipa starfshóp í samvinnu við háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, sem á að vinna tillögur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Í fimmta lagi vil ég svo nefna endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu sem mun stuðla að aukinni virkni og tækifærum á vinnumarkaði, auk þess að bæta kjör þeirra sérstaklega sem lakast standa á meðal örorkulífeyrisþega. Nýtt og betra kerfi mun gagnast fötluðu fólki. Auk þessara verkefna styður ráðuneytið við fjölmörg umbótaverkefni félagasamtaka og annarra sem ætlað er að bæta lífsgæði fatlaðs fólks og aðgengi þess að samfélaginu. Hér mætti nefna stuðning við Miðstöð um auðlesið efni, og verkefnið Sæti við borðið, hvoru tveggja mikilvæg verkefni til að auðvelda aðgengi að samfélaginu. Til hamingju öll með alþjóðlegan dag fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson,félags- og vinnumarkaðsráðherra
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun