Villuljós í Vikulokum Þórarinn Eyfjörð skrifar 5. desember 2022 12:31 Það var áhugavert að hlusta á kunnuglega orðræðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um launaþróunina í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 sl. laugardag. Þar ræddi oddvitinn um hvernig hún vill skerða þjónustu Reykjavíkurborgar, skerða réttindi opinbers starfsfólks og ná þannig fram hagræðingu í fjármálum borgarinnar. Hún talaði fyrir stórtækum aðgerðum í að segja opinberu starfsfólki upp störfum sem starfar í grunnþjónustunni og er á lægstu laununum. Launasetning þessa fólks sést vel þegar litið er á niðurstöður Kjaratölfræðinefndar sem hún vitnaði ótt og títt ranglega í. Hún vill draga úr launakostnaði og segir að opinberi vinnumarkaðurinn leiði launaþróunina í landinu. Samtímis segir Hildur að það vanti starfsfólk á leikskóla Reykjavíkurborgar en veifar um leið niðurskurðarhnífnum! Hildur fullyrti blákalt í þættinum að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði væri með alltof há laun og leiddi launaþróun í landinu. Hún sagði launahækkanir þeirra lægst launuðu hjá borginni vera 30% og umreiknaði þannig krónutöluhækkanir hina lægst launuðu í prósentur! Ætli oddvitinn viti að hún er að afbaka sannleikann og villa um fyrir almenningi, eða er borgarfulltrúinn svona illa upplýst um kjaramál eða hlutfallsreikning? Það er ekki hægt að hlusta á svona óábyrgt tal án þess að bregðast við, því það er mikilvægt að stjórnmálamenn nýfrjálshyggjunnar kynni sér staðreyndir um launaþróunina á vinnumarkaði og fari rétt með. Hið rétta er að almenni launamarkaðurinn leiðir launamyndunina á vinnumarkaði. Í lífskjarasamningnum, sem almenni markaðurinn leiddi, var samið um fastar krónutöluhækkanir en ekki um prósentur. Tökum dæmi; Starfsmaður A hefur 1.000.- kr. í laun á mánuði. Starfsmaður B hefur 100.- kr. í laun á mánuði. Báðir starfsmenn fá launahækkun upp á 30 kr. A er þá með 1.030.- kr. á mánuði og B með 130.- kr. Nú stígur borgarfulltrúinn fram og fullyrðir að B leiði launamyndunina. Hér er öllu snúið á haus. Til upplýsingar þá er hér tafla um launasetningu á íslenskum vinnumarkaði. Oddvitinn vitnaði í Kjaratölfræðinefnd, sem mælir launaþróunina á vinnumarkaði, til að styðja rökleysu sína, en eftir þessa endaleysu kom hún að kjarna málsins sem er beint upp úr Biblíu Sjálfstæðisflokksins: „Ég er nú bara á þeirri skoðun að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað of mikið í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað gríðarlega auðvitað hjá Reykjavíkurborg og það er bara vandi sem við verðum að taka á. Það er sama hvaða mælikvarða við erum skoða, [...] Reykjavíkurborg er alls staðar að leiða launaþróunina og það er bara mjög alvarlegt mál í mínum huga, hið opinbera almennt, hvort sem það er Reykjavíkurborg, sveitarfélög almennt eða ríkið á ekki að vera leiða launaþróunina í landinu.“ Þessar fullyrðingar Hildar standast ekki skoðun og eru rangar. Áróðurinn gegn opinberu starfsfólki heldur áfram og oddvitinn nefndi til sögunnar að þingmenn flokksins væru að taka á málunum á Alþingi. Það væri alvarlegt mál að geta ekki sagt opinberu starfsfólki upp fyrirvaralaust að eigin geðþótta. Þetta er hugsjón nýfrjálshyggjunnar sem Hildur endurómaði í Vikulokunum; skera niður grunnþjónustuna við almenning, veikja hana og skipta út starfsfólki eins og hilluvöru í stórmörkuðum. Hér er auðvitað verið að fylgja stefnu nýfrjálshyggjunnar um að einkavinavæða opinbera þjónustu þannig að hægt sé að koma henni í hendur útvalinna. Þetta er þekkt stef nýfrjálshyggjunnar þegar stjórnvöld fjársvelta grunnþjónustuna til að koma henni í hendur einkaaðila sem vilja græða peninga á henni og um leið létta byrðar þeirra ríkustu og stuðla að stéttaskiptingu og ójöfnuði. Höfundur er formaður Sameykis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á kunnuglega orðræðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um launaþróunina í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 sl. laugardag. Þar ræddi oddvitinn um hvernig hún vill skerða þjónustu Reykjavíkurborgar, skerða réttindi opinbers starfsfólks og ná þannig fram hagræðingu í fjármálum borgarinnar. Hún talaði fyrir stórtækum aðgerðum í að segja opinberu starfsfólki upp störfum sem starfar í grunnþjónustunni og er á lægstu laununum. Launasetning þessa fólks sést vel þegar litið er á niðurstöður Kjaratölfræðinefndar sem hún vitnaði ótt og títt ranglega í. Hún vill draga úr launakostnaði og segir að opinberi vinnumarkaðurinn leiði launaþróunina í landinu. Samtímis segir Hildur að það vanti starfsfólk á leikskóla Reykjavíkurborgar en veifar um leið niðurskurðarhnífnum! Hildur fullyrti blákalt í þættinum að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði væri með alltof há laun og leiddi launaþróun í landinu. Hún sagði launahækkanir þeirra lægst launuðu hjá borginni vera 30% og umreiknaði þannig krónutöluhækkanir hina lægst launuðu í prósentur! Ætli oddvitinn viti að hún er að afbaka sannleikann og villa um fyrir almenningi, eða er borgarfulltrúinn svona illa upplýst um kjaramál eða hlutfallsreikning? Það er ekki hægt að hlusta á svona óábyrgt tal án þess að bregðast við, því það er mikilvægt að stjórnmálamenn nýfrjálshyggjunnar kynni sér staðreyndir um launaþróunina á vinnumarkaði og fari rétt með. Hið rétta er að almenni launamarkaðurinn leiðir launamyndunina á vinnumarkaði. Í lífskjarasamningnum, sem almenni markaðurinn leiddi, var samið um fastar krónutöluhækkanir en ekki um prósentur. Tökum dæmi; Starfsmaður A hefur 1.000.- kr. í laun á mánuði. Starfsmaður B hefur 100.- kr. í laun á mánuði. Báðir starfsmenn fá launahækkun upp á 30 kr. A er þá með 1.030.- kr. á mánuði og B með 130.- kr. Nú stígur borgarfulltrúinn fram og fullyrðir að B leiði launamyndunina. Hér er öllu snúið á haus. Til upplýsingar þá er hér tafla um launasetningu á íslenskum vinnumarkaði. Oddvitinn vitnaði í Kjaratölfræðinefnd, sem mælir launaþróunina á vinnumarkaði, til að styðja rökleysu sína, en eftir þessa endaleysu kom hún að kjarna málsins sem er beint upp úr Biblíu Sjálfstæðisflokksins: „Ég er nú bara á þeirri skoðun að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað of mikið í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað gríðarlega auðvitað hjá Reykjavíkurborg og það er bara vandi sem við verðum að taka á. Það er sama hvaða mælikvarða við erum skoða, [...] Reykjavíkurborg er alls staðar að leiða launaþróunina og það er bara mjög alvarlegt mál í mínum huga, hið opinbera almennt, hvort sem það er Reykjavíkurborg, sveitarfélög almennt eða ríkið á ekki að vera leiða launaþróunina í landinu.“ Þessar fullyrðingar Hildar standast ekki skoðun og eru rangar. Áróðurinn gegn opinberu starfsfólki heldur áfram og oddvitinn nefndi til sögunnar að þingmenn flokksins væru að taka á málunum á Alþingi. Það væri alvarlegt mál að geta ekki sagt opinberu starfsfólki upp fyrirvaralaust að eigin geðþótta. Þetta er hugsjón nýfrjálshyggjunnar sem Hildur endurómaði í Vikulokunum; skera niður grunnþjónustuna við almenning, veikja hana og skipta út starfsfólki eins og hilluvöru í stórmörkuðum. Hér er auðvitað verið að fylgja stefnu nýfrjálshyggjunnar um að einkavinavæða opinbera þjónustu þannig að hægt sé að koma henni í hendur útvalinna. Þetta er þekkt stef nýfrjálshyggjunnar þegar stjórnvöld fjársvelta grunnþjónustuna til að koma henni í hendur einkaaðila sem vilja græða peninga á henni og um leið létta byrðar þeirra ríkustu og stuðla að stéttaskiptingu og ójöfnuði. Höfundur er formaður Sameykis.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun