Afreksstefnuleysi stjórnvalda Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. desember 2022 10:30 Vorið 2021 samþykkti Alþingi tillögu mína um að mótuð yrði stefna fyrir afreksfólk í íþróttum, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sveitarfélög landsins. Sömuleiðis átti að tryggja fjárhagslegan stuðning við afreksfólk. Þessa stefnu átti ráðherra að leggja fram á þingi eigi síðar en 1. júní í ár. Þar sem ekkert bólaði á stefnunni í sumar spurði ég Ásmund Einar Daðason ráðherra íþróttamála um málið í skriflegri fyrirspurn 29. september. Svarið barst 28. nóvember, heilum tveimur mánuðum síðar. Þar segir ráðherra að það sé ekki stjórnvalda að setja stefnu fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar, það sé hlutverk Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Þannig ætlar ráðherrann að koma sér frá ábyrgð sinni á skortinum á opinberri stefnumótun og fjármögnun afreksíþrótta – og koma sér hjá því að fara að vilja Alþingis sem samþykkti tillögu mína einróma. Svo er það nú þannig að tillagan mín fól í sér gerð stefnu í samvinnu við íþróttahreyfinguna. Það var líka samhljómur meðal þeirra umsagna sem bárust við, m.a. frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og UMFÍ, um að mikilvægt væri að frekari stefnumótun stjórnvalda færi heim og saman við þær áherslur sem íþróttahreyfingin setti fram á Íþróttaþingi ÍSÍ. Jafnframt var bent á íþróttastefnu ríkisins (!) frá maí 2019 sem fæli í sér mikla samvinnu og samráð innan íþróttahreyfingarinnar. Auðvitað er það svo bara einskær tilviljun að á sama tíma og ég spurði ráðherra um afdrif málsins, lagði hann fram tillögu í ríkisstjórninni um skipun starfshóps með fulltrúum þriggja ráðuneyta, íþróttahreyfingarinnar og annarra sem eiga hagsmuna að gæta til að gera tillögur um úrbætur á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem þurfa þykir til að koma stuðningi við afreksíþróttafólk í fremstu röð. Sannarlega er aðalmálið hér að með samþykkt tillögunnar minnar virðist Alþingi hafa tekist að hrista svo upp í stjórnvöldum að vonast má til að almennileg, tímasett og fjármögnuð afreksstefna í íþróttum verði loks að veruleika eftir langa og stranga baráttu afreksíþróttafólksins okkar. En mikið er þetta hallærisleg afgreiðsla hjá ráðherranum. Svo hallærisleg að það er eiginlega afrek í sjálfu sér. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi ÍSÍ Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Vorið 2021 samþykkti Alþingi tillögu mína um að mótuð yrði stefna fyrir afreksfólk í íþróttum, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sveitarfélög landsins. Sömuleiðis átti að tryggja fjárhagslegan stuðning við afreksfólk. Þessa stefnu átti ráðherra að leggja fram á þingi eigi síðar en 1. júní í ár. Þar sem ekkert bólaði á stefnunni í sumar spurði ég Ásmund Einar Daðason ráðherra íþróttamála um málið í skriflegri fyrirspurn 29. september. Svarið barst 28. nóvember, heilum tveimur mánuðum síðar. Þar segir ráðherra að það sé ekki stjórnvalda að setja stefnu fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar, það sé hlutverk Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Þannig ætlar ráðherrann að koma sér frá ábyrgð sinni á skortinum á opinberri stefnumótun og fjármögnun afreksíþrótta – og koma sér hjá því að fara að vilja Alþingis sem samþykkti tillögu mína einróma. Svo er það nú þannig að tillagan mín fól í sér gerð stefnu í samvinnu við íþróttahreyfinguna. Það var líka samhljómur meðal þeirra umsagna sem bárust við, m.a. frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og UMFÍ, um að mikilvægt væri að frekari stefnumótun stjórnvalda færi heim og saman við þær áherslur sem íþróttahreyfingin setti fram á Íþróttaþingi ÍSÍ. Jafnframt var bent á íþróttastefnu ríkisins (!) frá maí 2019 sem fæli í sér mikla samvinnu og samráð innan íþróttahreyfingarinnar. Auðvitað er það svo bara einskær tilviljun að á sama tíma og ég spurði ráðherra um afdrif málsins, lagði hann fram tillögu í ríkisstjórninni um skipun starfshóps með fulltrúum þriggja ráðuneyta, íþróttahreyfingarinnar og annarra sem eiga hagsmuna að gæta til að gera tillögur um úrbætur á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem þurfa þykir til að koma stuðningi við afreksíþróttafólk í fremstu röð. Sannarlega er aðalmálið hér að með samþykkt tillögunnar minnar virðist Alþingi hafa tekist að hrista svo upp í stjórnvöldum að vonast má til að almennileg, tímasett og fjármögnuð afreksstefna í íþróttum verði loks að veruleika eftir langa og stranga baráttu afreksíþróttafólksins okkar. En mikið er þetta hallærisleg afgreiðsla hjá ráðherranum. Svo hallærisleg að það er eiginlega afrek í sjálfu sér. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun