Breytingarnar á Seðlabankanum kosta þrjá milljarða Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2022 12:20 Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fá ný húsgögn í vinnuna og það verða engir Ikeakollar. vísir/vilhelm Í sömu vikunni og öll spjót stóðu á dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra vegna stýrivaxtahækkunar voru sendibílastjórar að keyra mublur og fínerí í stórum stíl inn í Seðlabankann. Sendibílastjórar sem Vísir heyrði í þótti þetta skjóta skökku við; Ásgeir vildi með stýrivaxtahækkuninni skikka fólk til þess að spara, hætta óráðsíu og sukkinu, táslumyndir frá Tene virtust eitur í beinum seðlabankastjóra en var á sama tíma voru þeir að burðast með húsgögn fyrir milljónir í Seðlabankabygginguna?! Tímabært að nútímavæða bankahúsið En hér er ekki allt sem sýnist, allt á þetta á sér skýringar að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar ritstjóra Seðlabankans. Við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í ársbyrjun 2020 fjölgaði starfsmönnum bankans úr 177 manns í rúmlega 300. „Fremur en að stækka húsnæði bankans eða leigja viðbótarhúsnæði til frambúðar var ákveðið að breyta húsnæði bankans við Kalkofnsveg á þann veg að það rúmaði allt starfsfólk bankans undir einu þaki og var hafist handa við verkið í ágúst 2020.“ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að breytingarnar séu löngu tímabærar.vísir/kristófer Að sögn Stefáns Jóhanns var tímabært að endurnýja innviði og nútímavæða bankahúsið við Kalkofnsveg þótt ekki hefði komið til sameiningarinnar við Fjármálaeftirlitið en tilefni til endurnýjunar var nýtt í tengslum við sameininguna. „Húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg var byggt á árunum 1983-1986 og lagnir og loftræstikerfi því komið á tíma ásamt þörf á uppfærslu vinnuumhverfis í takt við ríkjandi kröfur sem gerðar eru til húsnæðis af þessu tagi.“ Umfangsmiklar breytingarnar kosta sitt Stefán útskýrir að framkvæmdir hafi verið unnar í tveimur fösum og var sá fyrri, aðalbyggingin, boðinn út sumarið 2020 og hinn síðari boðinn út í september 2022. Fyrri fasa framkvæmdanna er nú svo til lokið með umfangsmiklum breytingum á aðalbyggingunni sem fela meðal annars í sér breytingu frá einkaskrifstofum í opin vinnurými. En eitthvað hlýtur þetta að kosta? „Breytingarnar hafa kostað rúmlega 1100 milljónir króna. Framkvæmdir eru nú að hefjast við viðbyggingu bankans. Eftir útboðsferli er áætlaður kostnaður við breytingar á viðbyggingunni ríflega 1900 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdum ljúki fyrri part árs 2024.“ Stefán Jóhann segir vert að halda því til haga að á móti breytinga- og endurbótakostnaði mun koma til langtímasparnaður þar sem leigusamningi var sagt upp vegna fyrra húsnæðis Fjármálaeftirlitsins. Seðlabankinn Reykjavík Tengdar fréttir Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. 23. nóvember 2022 08:31 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sendibílastjórar sem Vísir heyrði í þótti þetta skjóta skökku við; Ásgeir vildi með stýrivaxtahækkuninni skikka fólk til þess að spara, hætta óráðsíu og sukkinu, táslumyndir frá Tene virtust eitur í beinum seðlabankastjóra en var á sama tíma voru þeir að burðast með húsgögn fyrir milljónir í Seðlabankabygginguna?! Tímabært að nútímavæða bankahúsið En hér er ekki allt sem sýnist, allt á þetta á sér skýringar að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar ritstjóra Seðlabankans. Við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í ársbyrjun 2020 fjölgaði starfsmönnum bankans úr 177 manns í rúmlega 300. „Fremur en að stækka húsnæði bankans eða leigja viðbótarhúsnæði til frambúðar var ákveðið að breyta húsnæði bankans við Kalkofnsveg á þann veg að það rúmaði allt starfsfólk bankans undir einu þaki og var hafist handa við verkið í ágúst 2020.“ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að breytingarnar séu löngu tímabærar.vísir/kristófer Að sögn Stefáns Jóhanns var tímabært að endurnýja innviði og nútímavæða bankahúsið við Kalkofnsveg þótt ekki hefði komið til sameiningarinnar við Fjármálaeftirlitið en tilefni til endurnýjunar var nýtt í tengslum við sameininguna. „Húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg var byggt á árunum 1983-1986 og lagnir og loftræstikerfi því komið á tíma ásamt þörf á uppfærslu vinnuumhverfis í takt við ríkjandi kröfur sem gerðar eru til húsnæðis af þessu tagi.“ Umfangsmiklar breytingarnar kosta sitt Stefán útskýrir að framkvæmdir hafi verið unnar í tveimur fösum og var sá fyrri, aðalbyggingin, boðinn út sumarið 2020 og hinn síðari boðinn út í september 2022. Fyrri fasa framkvæmdanna er nú svo til lokið með umfangsmiklum breytingum á aðalbyggingunni sem fela meðal annars í sér breytingu frá einkaskrifstofum í opin vinnurými. En eitthvað hlýtur þetta að kosta? „Breytingarnar hafa kostað rúmlega 1100 milljónir króna. Framkvæmdir eru nú að hefjast við viðbyggingu bankans. Eftir útboðsferli er áætlaður kostnaður við breytingar á viðbyggingunni ríflega 1900 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdum ljúki fyrri part árs 2024.“ Stefán Jóhann segir vert að halda því til haga að á móti breytinga- og endurbótakostnaði mun koma til langtímasparnaður þar sem leigusamningi var sagt upp vegna fyrra húsnæðis Fjármálaeftirlitsins.
Seðlabankinn Reykjavík Tengdar fréttir Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. 23. nóvember 2022 08:31 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00
Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. 23. nóvember 2022 08:31