Ágúst: Byrjuðum eins og við værum að hugsa um næsta leik á Spáni Andri Már Eggertsson skrifar 7. desember 2022 22:15 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Fram og Valur skildu jöfn í háspennuleik 20-20. Þetta var fyrsti leikurinn sem Valur tapar stigi og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð brattur eftir leik. „Við vorum með forystuna lengst af en úr því sem komið var náðum við allavega í stig með smá heppni sem getur verið mikilvægt í lokin,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir leik. Valur byrjaði leikinn afar illa og Ágúst tók leikhlé eftir þrjár mínútur þar sem hann skammaði liðið sitt og reyndi að vekja þær með látum. „Ég var ekkert ánægður með hvernig við mættum til leiks. Ég var smeykur fyrir leik þar sem við erum að fara til Spánar að keppa í Evrópukeppni og ég var ekki ánægður með hvernig hugarfarið var. Við komumst síðan í gang og varnarleikurinn var góður í fyrri hálfleik.“ „Það munaði um þá leikmenn sem vantaði hjá okkur. Sara Sif varði góða bolta á lokakaflanum og svo voru stórir dómar þar sem það var flautað tvisvar sinnum of fljótt og við misstum mark. Jafn góðir dómarar og þessir að dæma svona það fer aðeins í mig en jafntefli var sennilega sanngjörn niðurstaða.“ Ágúst var ánægður með varnarleik Vals í fyrri hálfleik þar sem Fram skoraði ekki mark á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks. „Ég held að við vorum með sjö varða bolta í hávörninni sem var gott. Varnarleikurinn var sterkur í fyrri hálfleik en ekki í seinni hálfleik þar sem Fram var að opna okkur og finna línuna ásamt því spiluðu útlendingarnir vel.“ Ágústi fannst leikur Vals ekki vera frábær og hefði viljað sjá sitt lið spila betur á lokakaflanum. „Mér fannst þetta ekki frábær leikur hjá okkur og mér fannst við eiga marga lykilleikmenn inni og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég hef sagt það í allan vetur að Fram á eftir að spila betur. Ég veit að þegar Fram og Valur mætast verða leikirnir sérstakir sem ég var undirbúinn fyrir,“ sagði Ágúst Jóhannsson að lokum. Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
„Við vorum með forystuna lengst af en úr því sem komið var náðum við allavega í stig með smá heppni sem getur verið mikilvægt í lokin,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir leik. Valur byrjaði leikinn afar illa og Ágúst tók leikhlé eftir þrjár mínútur þar sem hann skammaði liðið sitt og reyndi að vekja þær með látum. „Ég var ekkert ánægður með hvernig við mættum til leiks. Ég var smeykur fyrir leik þar sem við erum að fara til Spánar að keppa í Evrópukeppni og ég var ekki ánægður með hvernig hugarfarið var. Við komumst síðan í gang og varnarleikurinn var góður í fyrri hálfleik.“ „Það munaði um þá leikmenn sem vantaði hjá okkur. Sara Sif varði góða bolta á lokakaflanum og svo voru stórir dómar þar sem það var flautað tvisvar sinnum of fljótt og við misstum mark. Jafn góðir dómarar og þessir að dæma svona það fer aðeins í mig en jafntefli var sennilega sanngjörn niðurstaða.“ Ágúst var ánægður með varnarleik Vals í fyrri hálfleik þar sem Fram skoraði ekki mark á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks. „Ég held að við vorum með sjö varða bolta í hávörninni sem var gott. Varnarleikurinn var sterkur í fyrri hálfleik en ekki í seinni hálfleik þar sem Fram var að opna okkur og finna línuna ásamt því spiluðu útlendingarnir vel.“ Ágústi fannst leikur Vals ekki vera frábær og hefði viljað sjá sitt lið spila betur á lokakaflanum. „Mér fannst þetta ekki frábær leikur hjá okkur og mér fannst við eiga marga lykilleikmenn inni og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég hef sagt það í allan vetur að Fram á eftir að spila betur. Ég veit að þegar Fram og Valur mætast verða leikirnir sérstakir sem ég var undirbúinn fyrir,“ sagði Ágúst Jóhannsson að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira