Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 13:21 Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með lítilvægt magn af hassolíu í fórum sínum. Viktor Bout var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir umfangsmikla vopnasölu í tvo áratugi. EPA/Getty Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi eftir að hún var handtekin á flugvelli í Moskvu í febrúar með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Griner var þarna á leiðinni til Rússlands til að spila körfubolta en margar af stærstu körfuboltakonum heims hafa spilað í landinu til að auka tekjur sínar. Hún er einn besti miðherji heims og lykilmaður í öllum sínum liðum. Hún var svo í síðasta mánuði flutt í alræmda fanganýlendu til að afplána dóm sinn. Sjá einnig: Stundin runnin upp sem fólkið hennar Brittney Griner kveið svo fyrir Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Cherelle Griner, eiginkona Brittney, ræddu við hana í síma í dag. Moments ago I spoke to Brittney Griner. She is safe.She is on a plane.She is on her way home. pic.twitter.com/FmHgfzrcDT— President Biden (@POTUS) December 8, 2022 Viðræður milli ráðamanna í Bandaríkjunum og Rússlandi um möguleg fangaskipti hafa staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa viljað frelsa Griner og Paul Whelan, sem hefur einnig verið í fangelsi í Rússlandi, í skiptum fyrir Victor Bout. Sjá einnig: Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Bout er alræmdur rússneskur vopnasali sem handtekinn var í Taílandi árið 2008. Hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum árin og þar á meðal hefur hann verið kallaður „sölumaður dauðans“. Í um það bil tvo áratugi seldi hann vopn til alræmdra stríðsherra, hryðjuverkasamtaka uppreisnarhópa og glæpamanna í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Meðal viðskiptavina hans eru al-Qaeda, Talibanar og uppreisnarmenn í Rúanda. Kvikmyndin Lord of War, með Nicholas Cage í aðalhlutverki, byggir lauslega á ævi Bouts. Viktor Bout árið 2010.Getty/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna CNN segir að Rússar hafi einnig viljað fá Vadim Krasikov til Rússlands en sá er fyrrverandi ofursti í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að myrða téténskan uppreisnarmann í Berlín árið 2019. Fangaskiptin sem gengu í gegn í dag snúast eingöngu um Griner og Bout. Today is just a happy day for me and my family. Watch Cherelle Griner's full remarks on the release of her wife Brittney Griner from Russia in a high-level prisoner exchange. https://t.co/H0w8BNpEvR pic.twitter.com/CSW2oIRUoz— The Associated Press (@AP) December 8, 2022 Hvorki Whelan né Krasikov hefur verið sleppt úr fangelsi. Reuters hefur eftir lögmanni Whelans að viðræður standi enn yfir. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir njósnir árið 2020. Bout er þegar kominn til Rússlands, samkvæmt ríkismiðlum þar í landi. Áhugasamir geta kynnt sér sögu Bouts hér í ítarlegri frétt 60 mínútna um hann. Bandaríkin Rússland Mál Brittney Griner Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi eftir að hún var handtekin á flugvelli í Moskvu í febrúar með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Griner var þarna á leiðinni til Rússlands til að spila körfubolta en margar af stærstu körfuboltakonum heims hafa spilað í landinu til að auka tekjur sínar. Hún er einn besti miðherji heims og lykilmaður í öllum sínum liðum. Hún var svo í síðasta mánuði flutt í alræmda fanganýlendu til að afplána dóm sinn. Sjá einnig: Stundin runnin upp sem fólkið hennar Brittney Griner kveið svo fyrir Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Cherelle Griner, eiginkona Brittney, ræddu við hana í síma í dag. Moments ago I spoke to Brittney Griner. She is safe.She is on a plane.She is on her way home. pic.twitter.com/FmHgfzrcDT— President Biden (@POTUS) December 8, 2022 Viðræður milli ráðamanna í Bandaríkjunum og Rússlandi um möguleg fangaskipti hafa staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa viljað frelsa Griner og Paul Whelan, sem hefur einnig verið í fangelsi í Rússlandi, í skiptum fyrir Victor Bout. Sjá einnig: Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Bout er alræmdur rússneskur vopnasali sem handtekinn var í Taílandi árið 2008. Hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum árin og þar á meðal hefur hann verið kallaður „sölumaður dauðans“. Í um það bil tvo áratugi seldi hann vopn til alræmdra stríðsherra, hryðjuverkasamtaka uppreisnarhópa og glæpamanna í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Meðal viðskiptavina hans eru al-Qaeda, Talibanar og uppreisnarmenn í Rúanda. Kvikmyndin Lord of War, með Nicholas Cage í aðalhlutverki, byggir lauslega á ævi Bouts. Viktor Bout árið 2010.Getty/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna CNN segir að Rússar hafi einnig viljað fá Vadim Krasikov til Rússlands en sá er fyrrverandi ofursti í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að myrða téténskan uppreisnarmann í Berlín árið 2019. Fangaskiptin sem gengu í gegn í dag snúast eingöngu um Griner og Bout. Today is just a happy day for me and my family. Watch Cherelle Griner's full remarks on the release of her wife Brittney Griner from Russia in a high-level prisoner exchange. https://t.co/H0w8BNpEvR pic.twitter.com/CSW2oIRUoz— The Associated Press (@AP) December 8, 2022 Hvorki Whelan né Krasikov hefur verið sleppt úr fangelsi. Reuters hefur eftir lögmanni Whelans að viðræður standi enn yfir. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir njósnir árið 2020. Bout er þegar kominn til Rússlands, samkvæmt ríkismiðlum þar í landi. Áhugasamir geta kynnt sér sögu Bouts hér í ítarlegri frétt 60 mínútna um hann.
Bandaríkin Rússland Mál Brittney Griner Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira