Framtíð hinnar meiddu Laviniu: „Ég held að Rúnar sé meiri Klopp en Mourinho“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 13:00 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, og meiddi miðherjinn Lavinia Da Silva. Vísir/Bára Portúgalski miðherjinn Lavinia Da Silva er meidd og spilar ekki næstu mánuði með Njarðvíkurkonum í Subway deild kvenna í körfubolta. Hvað áttu að gera þegar atvinnumaður meiðist í svo langan tíma. Njarðvíkingar eru þekktir fyrir að sýna trygglyndi við sína leikmenn en er það nú það rétta í stöðunni. Subway Körfuboltakvöld ræddi stöðuna og framtíð Laviniu Da Silva. „Lavinia, miðherjinn þinn er meidd í þrjá mánuði. Hvað ætlar þú að gera? Mér finnst þetta vera stór spurning fyrir Njarðvík,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þú vildir henda Laviniu út þegar Isabella kom inn,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir á Hörð. „Já hundrað prósent,“ svaraði Hörður. „Myndir þú þá fá nýjan í staðinn,“ spurði þá Ólöf aftur og Hörður játti því. „Ég myndi gefa ungu stelpunum eins og Lovísu [Bylgju Sverrisdóttur] og Kristu [Gló Magnúsdóttur] bara meiri tækifæri,“ sagði Ólöf Helga. Klippa: Á Njarðvík að reka hina meiddu Laviniu? Leikmennirnir voru spurðir þegar Pálína spilaði „Þær fá tækifæri. Þegar ég var í þessu þá var það oft þannig að við leikmennirnir vorum spurðir. Eigum við að taka annan útlending, hvað finnst ykkur og allt svona. Það var bara liðsfundur,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Mér finnst Njarðvíkurliðið hafa góða leikmenn og þær geta orðið meistarar með þetta lið mínus Laviniu. Ég myndi samt alltaf skoða markaðinn og hvað ég get fengið. Alltaf,“ sagði Pálína. Pálína nefndi einn leikmann sérstaklega en það var Julia Demirer frá Póllandi sem spilaði í efstu deild fyrir áratug en snéri til baka í 1. deildina í fyrra þá orðin fertug. „Svoleiðis karakter inn í þetta lið. Göslara sem tekur fráköst og er ógeðslega stór. Ólöf hún vann titilinn fyrir ykkur,“ sagði Pálína en Ólöf var ekki sammála. „Nei hún glataði titlinum fyrir okkur af því að hún var svo léleg,“ sagði Ólöf. Verum bara raunsæ Þau ræddu líka hvort að það væri gott að hafa leikmenn liðsins með í ráðum þegar kemur að ákvörðunum með útlendinga. „Ef manneskjan er meidd á báðum öxlum þá er hún aldrei að fara að vera Lavinia í úrslitakeppninni. verum bara raunsæ. Já auðvitað munu þeir alltaf skipta henni út ef hún er meidd í tvo, þrjá mánuði,“ sagði Pálína. „Ég held að Rúnar sé meiri [Jürgen] Klopp en [Jose] Mourinho. Punkturinn minn er þá sá að hann sé ekki nógu miskunnlaus til að kasta henni út,“ sagði Hörður. Báðar voru þær á því að Lavinia gæti verið áfram í Njarðvík en hafa þær hreinlega efni á því. Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna „Njarðvík! Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna. Njarðvík er ekki að henda einhverjum út,“ sagði Ólöf. „Njarðvíkingar eru loyal og það næstum því bitnar á þeim hvað þeir eru loyal. Það er eitt að vera klár og vera loyal og svo er það líka að vera heimskur og vera loyal,“ sagði Hörður. Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Hvað áttu að gera þegar atvinnumaður meiðist í svo langan tíma. Njarðvíkingar eru þekktir fyrir að sýna trygglyndi við sína leikmenn en er það nú það rétta í stöðunni. Subway Körfuboltakvöld ræddi stöðuna og framtíð Laviniu Da Silva. „Lavinia, miðherjinn þinn er meidd í þrjá mánuði. Hvað ætlar þú að gera? Mér finnst þetta vera stór spurning fyrir Njarðvík,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þú vildir henda Laviniu út þegar Isabella kom inn,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir á Hörð. „Já hundrað prósent,“ svaraði Hörður. „Myndir þú þá fá nýjan í staðinn,“ spurði þá Ólöf aftur og Hörður játti því. „Ég myndi gefa ungu stelpunum eins og Lovísu [Bylgju Sverrisdóttur] og Kristu [Gló Magnúsdóttur] bara meiri tækifæri,“ sagði Ólöf Helga. Klippa: Á Njarðvík að reka hina meiddu Laviniu? Leikmennirnir voru spurðir þegar Pálína spilaði „Þær fá tækifæri. Þegar ég var í þessu þá var það oft þannig að við leikmennirnir vorum spurðir. Eigum við að taka annan útlending, hvað finnst ykkur og allt svona. Það var bara liðsfundur,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Mér finnst Njarðvíkurliðið hafa góða leikmenn og þær geta orðið meistarar með þetta lið mínus Laviniu. Ég myndi samt alltaf skoða markaðinn og hvað ég get fengið. Alltaf,“ sagði Pálína. Pálína nefndi einn leikmann sérstaklega en það var Julia Demirer frá Póllandi sem spilaði í efstu deild fyrir áratug en snéri til baka í 1. deildina í fyrra þá orðin fertug. „Svoleiðis karakter inn í þetta lið. Göslara sem tekur fráköst og er ógeðslega stór. Ólöf hún vann titilinn fyrir ykkur,“ sagði Pálína en Ólöf var ekki sammála. „Nei hún glataði titlinum fyrir okkur af því að hún var svo léleg,“ sagði Ólöf. Verum bara raunsæ Þau ræddu líka hvort að það væri gott að hafa leikmenn liðsins með í ráðum þegar kemur að ákvörðunum með útlendinga. „Ef manneskjan er meidd á báðum öxlum þá er hún aldrei að fara að vera Lavinia í úrslitakeppninni. verum bara raunsæ. Já auðvitað munu þeir alltaf skipta henni út ef hún er meidd í tvo, þrjá mánuði,“ sagði Pálína. „Ég held að Rúnar sé meiri [Jürgen] Klopp en [Jose] Mourinho. Punkturinn minn er þá sá að hann sé ekki nógu miskunnlaus til að kasta henni út,“ sagði Hörður. Báðar voru þær á því að Lavinia gæti verið áfram í Njarðvík en hafa þær hreinlega efni á því. Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna „Njarðvík! Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna. Njarðvík er ekki að henda einhverjum út,“ sagði Ólöf. „Njarðvíkingar eru loyal og það næstum því bitnar á þeim hvað þeir eru loyal. Það er eitt að vera klár og vera loyal og svo er það líka að vera heimskur og vera loyal,“ sagði Hörður. Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira