Framsækni eða fælni Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 9. desember 2022 14:30 20 tillögur sem til bóta horfa fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði voru fluttar af jafnaðarmönnum á fundi bæjarstjórnar 7.desember síðastliðinn. Þær voru allar felldar! Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn máttu ekki til þess hugsa að samþykkja eina einustu þeirra, jafnvel þótt margar þessar tillögur væru orðrétt úr þeirri eigin munni; úr meirihlutasáttmála þessara flokka, sem þeir kynntu í vor! En af því að Samfylkingin lagði þetta til, þá var ekki hægt að samþykkja neitt - ekki eina tillögu! Jafnaðarmenn lögðu til að samþætta heimilishjálp og heimahjúkrun í Hafnarfirði. Það felldu sjálfstæðismenn og framsókn. Jafnarfólk lagði til að þrýsta á ríkisvaldið um byggingu nýrrar heilsugæslu. Og byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hamranesi fyrir eldri borgara sem þurfa umönnum. Mál sem hafa verið á dagskrá árum saman, en ekkert miðar. Báðum þessum brýnu ogmikilvægu málum var hafnað. Fella eigin tillögur Hér skulu nefnd nokkur dæmi um mál sem meirihlutinn hafnaði á bæjarstjórnarfundinum:Það má ekki fjölga félagslegum íbúðum í Hafnarfirði, þrátt fyrir gríðarlega langan biðlista og brýna þörf. Það er ekki á dagskrá að bjóða íslenskukennslu á vegum Hafnarfjarðarbæjar fyrir íbúa bæjarins, sem eru af erlendu bergi brotnir. Það má ekki tryggja húsnæði fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar. Það á ekki að leysa húsnæðisvanda Brettafélagsins. Né Dansíþróttafélagsins. Það má ekki hækka frístundastyrk til barna og ungmenna. Því er hafnað að bjóða upp á frítt í strætó fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára. Það var fellt að styrkja starfsemi Markaðsskrifstofu Hafnarfjarða. Það skal ekki gera betur í að lagfæra grunn- og leikskólalóðir. Því er neitað að gera átak í aðgengismálum fyrir fatlað fólk og auka umferðaröryggi við gangbrautir bæjarins. Og alls ekki skal farið í viðræður við ófaglært starfsfólk leikskólanna um kjarajöfnun gagnvart öðrum sveitarfélögum. Og þessar tillögur og fleiri voru ekki kostnaðarsamar, enda var gert ráð fyrir tekjum á móti í fjórum sjálfstæðum tekjutillögum jafnaðarmanna - sem voru auðvitað líka felldar. Raunar voru tekjutillögur jafnaðarmanna langt umfram kostnað við úrbæturnar. Ótti eða kjarkur Þessi gamaldags póltík valdhafa í meirihluta Hafnarfjarðar eru lýsandi dæmi um pólitískt kjörna valdhafa, sem eru hræddir og óvissir um stöðu sína. Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Ef það kemur frá fjórum bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands, þá skal andæfa og hafna. Það er sumpart skiljanlegt að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks séu óöruggir og óvissir og viti ekki gjörla hvað skal til bragðs taka. Þeir sjá það og skilja að eftir meira en 8 ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins - lengst af í samstarfi við Framsóknarflokkinn, þá hefur þjónustu bæjarins hrakað - um leið og fjárhagsstaða bæjarins er afar viðkvæm. Þar má ekkert út af bregða. Rekstrarhalli er viðvarandi, enda þótt skuldir aukist ár frá ári. Og jafnvel líka þótt fasteignaskattar séu hækkað um tugi prósenta. Jafnaðarmenn vilja sjá sterkan Hafnarfjörð þar sem bjartsýni, velferð og velsæld ríkir meðal bæjarbúa. Þar sem allir eiga kost á öflugri grunnþjónustu óháð efnahag og framsækið atvinnulíf er ríkjandi. Það vantar mikið upp á að þessi grunngildi séu í heiðri höfð. Þetta er spurning um stjórnarhætti sem einkennast af framsækni eða fælni og ótta við núið og framtíðina. Það þarf einfaldlega jafnaðarmenn til forystu í Firðinum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin Hafnarfjörður Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
20 tillögur sem til bóta horfa fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði voru fluttar af jafnaðarmönnum á fundi bæjarstjórnar 7.desember síðastliðinn. Þær voru allar felldar! Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn máttu ekki til þess hugsa að samþykkja eina einustu þeirra, jafnvel þótt margar þessar tillögur væru orðrétt úr þeirri eigin munni; úr meirihlutasáttmála þessara flokka, sem þeir kynntu í vor! En af því að Samfylkingin lagði þetta til, þá var ekki hægt að samþykkja neitt - ekki eina tillögu! Jafnaðarmenn lögðu til að samþætta heimilishjálp og heimahjúkrun í Hafnarfirði. Það felldu sjálfstæðismenn og framsókn. Jafnarfólk lagði til að þrýsta á ríkisvaldið um byggingu nýrrar heilsugæslu. Og byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hamranesi fyrir eldri borgara sem þurfa umönnum. Mál sem hafa verið á dagskrá árum saman, en ekkert miðar. Báðum þessum brýnu ogmikilvægu málum var hafnað. Fella eigin tillögur Hér skulu nefnd nokkur dæmi um mál sem meirihlutinn hafnaði á bæjarstjórnarfundinum:Það má ekki fjölga félagslegum íbúðum í Hafnarfirði, þrátt fyrir gríðarlega langan biðlista og brýna þörf. Það er ekki á dagskrá að bjóða íslenskukennslu á vegum Hafnarfjarðarbæjar fyrir íbúa bæjarins, sem eru af erlendu bergi brotnir. Það má ekki tryggja húsnæði fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar. Það á ekki að leysa húsnæðisvanda Brettafélagsins. Né Dansíþróttafélagsins. Það má ekki hækka frístundastyrk til barna og ungmenna. Því er hafnað að bjóða upp á frítt í strætó fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára. Það var fellt að styrkja starfsemi Markaðsskrifstofu Hafnarfjarða. Það skal ekki gera betur í að lagfæra grunn- og leikskólalóðir. Því er neitað að gera átak í aðgengismálum fyrir fatlað fólk og auka umferðaröryggi við gangbrautir bæjarins. Og alls ekki skal farið í viðræður við ófaglært starfsfólk leikskólanna um kjarajöfnun gagnvart öðrum sveitarfélögum. Og þessar tillögur og fleiri voru ekki kostnaðarsamar, enda var gert ráð fyrir tekjum á móti í fjórum sjálfstæðum tekjutillögum jafnaðarmanna - sem voru auðvitað líka felldar. Raunar voru tekjutillögur jafnaðarmanna langt umfram kostnað við úrbæturnar. Ótti eða kjarkur Þessi gamaldags póltík valdhafa í meirihluta Hafnarfjarðar eru lýsandi dæmi um pólitískt kjörna valdhafa, sem eru hræddir og óvissir um stöðu sína. Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Ef það kemur frá fjórum bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands, þá skal andæfa og hafna. Það er sumpart skiljanlegt að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks séu óöruggir og óvissir og viti ekki gjörla hvað skal til bragðs taka. Þeir sjá það og skilja að eftir meira en 8 ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins - lengst af í samstarfi við Framsóknarflokkinn, þá hefur þjónustu bæjarins hrakað - um leið og fjárhagsstaða bæjarins er afar viðkvæm. Þar má ekkert út af bregða. Rekstrarhalli er viðvarandi, enda þótt skuldir aukist ár frá ári. Og jafnvel líka þótt fasteignaskattar séu hækkað um tugi prósenta. Jafnaðarmenn vilja sjá sterkan Hafnarfjörð þar sem bjartsýni, velferð og velsæld ríkir meðal bæjarbúa. Þar sem allir eiga kost á öflugri grunnþjónustu óháð efnahag og framsækið atvinnulíf er ríkjandi. Það vantar mikið upp á að þessi grunngildi séu í heiðri höfð. Þetta er spurning um stjórnarhætti sem einkennast af framsækni eða fælni og ótta við núið og framtíðina. Það þarf einfaldlega jafnaðarmenn til forystu í Firðinum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun