Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2022 21:06 Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina vegna skorts á heitu vatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar eru hálf súrir þessa dagana því þeir komast ekki í sund. Ástæðan er skortur á heitu vatni eftir að eldur kom upp í rafmagnsskáp, sem varð til þess að ein öflugasta heitavatns holan Selfossveitna datt út . Það var aðfaranótt 8. desember, sem eldurinn kom upp í rafmagnsskápi í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss. Við það datt holan út úr kerfinu. Til að spara heita vatnið var strax gripið til þess ráðs í gær að loka Sundhöll Selfoss til að spara heita vatnið og var viðbragðsáætlun Selfossveitna í kjölfarið virkjuð. „En á meðan þetta gengur yfir þá náttúrulega þurfum við að skerða þjónustuna og þar að meðal þurfti að loka sundlauginni hérna,“ segir Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum. En þarf að loka á einhverjum fleiri stöðum? „Vonandi ekki, vonandi er þetta nóg og við erum bara stöðugt að meta stöðuna en eins og ég segi, við erum enn þá að reyna að koma þessari holu inn,“ segir Sigurður Þór. Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fastagestir sundlaugarinnar eru að sjálfsögðu súrir með lokun laugarinnar, það hefur forstöðumaður laugarinnar orðið var við. „Þeir eru kannski pínu súrir að komast ekki í heita pottinn og að synda en fólk er að sýna þessu góðan skilning og allir að róa í sömu átt að þetta gangi vel,“ segir Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ákveðið hefur verið að Sundhöll Selfoss verði lokuð um helgina en staðan verður tekin á málinu á ný á mánudaginn. Árborg Sundlaugar Orkumál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Það var aðfaranótt 8. desember, sem eldurinn kom upp í rafmagnsskápi í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss. Við það datt holan út úr kerfinu. Til að spara heita vatnið var strax gripið til þess ráðs í gær að loka Sundhöll Selfoss til að spara heita vatnið og var viðbragðsáætlun Selfossveitna í kjölfarið virkjuð. „En á meðan þetta gengur yfir þá náttúrulega þurfum við að skerða þjónustuna og þar að meðal þurfti að loka sundlauginni hérna,“ segir Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum. En þarf að loka á einhverjum fleiri stöðum? „Vonandi ekki, vonandi er þetta nóg og við erum bara stöðugt að meta stöðuna en eins og ég segi, við erum enn þá að reyna að koma þessari holu inn,“ segir Sigurður Þór. Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fastagestir sundlaugarinnar eru að sjálfsögðu súrir með lokun laugarinnar, það hefur forstöðumaður laugarinnar orðið var við. „Þeir eru kannski pínu súrir að komast ekki í heita pottinn og að synda en fólk er að sýna þessu góðan skilning og allir að róa í sömu átt að þetta gangi vel,“ segir Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ákveðið hefur verið að Sundhöll Selfoss verði lokuð um helgina en staðan verður tekin á málinu á ný á mánudaginn.
Árborg Sundlaugar Orkumál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira