Lokasóknin: „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. desember 2022 23:31 Eiríkur Stefán Ásgeirsson lét vel í sér heyra þegar Andri Ólafsson, stjórnandi þáttarins, gaf í skyn að Kirk Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Lokasókninni fóru um víðan völl eins og svo oft áður í síðasta þætti þegar Andri Ólafsson, stjórnandi þáttarins, bar upp Stóru spurningarnar. Andri hóf þennan vinsæla lið á því að velta fyrir sér hvað lið San Fransisco 49ers ætti að gera til að fylla í leikstjórnendastöðuna nú þegar Jimmy Garoppolo er að glíma við meiðsli. 49ers á möguleika á að lyfta þeim stóra í vor, en nú þegar leikstjórnandinn er úr leik verður það verkefni erfiðara. Henry Birgir Gunnarsson benti á Brock Purdy, sem nú þegar er hjá liðinu, en sagðist alls ekki vilja sjá Baker Mayfield, leikstjórnanda Los Angeles Rams nálægt liðinu. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var sammála kollega sínum varðandi Purdy, en spurði sig þó af hverju liðið ætti ekki að skoða Baker Mayfield. Andri reyndi svo að selja strákunum þá hugmynd að Kirk Cousins, leikstjórnandi Minnesota Vikings, væri efni í að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Það fór hins vegar illa í þá félaga, eins og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar „Mig langar alveg rosalega að segja já, en ég ætla að segja nei,“ sagði Henry Birgir. „Hann er með 18 snertimörk, níu tapaða bolta, „rating-ið“ er ekki nema 88. Hann er bara í tíunda sæti yfir flesta jarda og hann er með þúsund færri jarda en Patrick Mahomes og tólf snertimörkum á eftir. Ég reyni stundum að „bullshita“ mig eitthvað áfram, en ég bara get það ekki núna.“ Eiríkur varð hins vegar öllu æstari og vildi meina að liðsfélagar Cousins væru að láta hann líta vel út. „Er það? Er hann ekki bara umkringur frábærum leikmönnum sem eru að byggja hann upp?“ spurði Eiríkur þegar Andri gaf í skyn að Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. „Þegar þú ert það vonlaus karakter að þú þarft einhverja múnderingu frá liðsfélögunum til að byggja upp þá ertu ekki á réttri leið í lífinu.“ „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna,“ sagði Eiríkur nokkuð reiður yfir þessu öllu saman. Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvort Las Vegas Raiders væri á leið í úrslitakeppnina og hvaða lið væri með besta hlauparaparið í deildinni. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Lokasóknin Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
Andri hóf þennan vinsæla lið á því að velta fyrir sér hvað lið San Fransisco 49ers ætti að gera til að fylla í leikstjórnendastöðuna nú þegar Jimmy Garoppolo er að glíma við meiðsli. 49ers á möguleika á að lyfta þeim stóra í vor, en nú þegar leikstjórnandinn er úr leik verður það verkefni erfiðara. Henry Birgir Gunnarsson benti á Brock Purdy, sem nú þegar er hjá liðinu, en sagðist alls ekki vilja sjá Baker Mayfield, leikstjórnanda Los Angeles Rams nálægt liðinu. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var sammála kollega sínum varðandi Purdy, en spurði sig þó af hverju liðið ætti ekki að skoða Baker Mayfield. Andri reyndi svo að selja strákunum þá hugmynd að Kirk Cousins, leikstjórnandi Minnesota Vikings, væri efni í að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Það fór hins vegar illa í þá félaga, eins og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar „Mig langar alveg rosalega að segja já, en ég ætla að segja nei,“ sagði Henry Birgir. „Hann er með 18 snertimörk, níu tapaða bolta, „rating-ið“ er ekki nema 88. Hann er bara í tíunda sæti yfir flesta jarda og hann er með þúsund færri jarda en Patrick Mahomes og tólf snertimörkum á eftir. Ég reyni stundum að „bullshita“ mig eitthvað áfram, en ég bara get það ekki núna.“ Eiríkur varð hins vegar öllu æstari og vildi meina að liðsfélagar Cousins væru að láta hann líta vel út. „Er það? Er hann ekki bara umkringur frábærum leikmönnum sem eru að byggja hann upp?“ spurði Eiríkur þegar Andri gaf í skyn að Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. „Þegar þú ert það vonlaus karakter að þú þarft einhverja múnderingu frá liðsfélögunum til að byggja upp þá ertu ekki á réttri leið í lífinu.“ „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna,“ sagði Eiríkur nokkuð reiður yfir þessu öllu saman. Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvort Las Vegas Raiders væri á leið í úrslitakeppnina og hvaða lið væri með besta hlauparaparið í deildinni. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Lokasóknin Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira