Englendingar æfir út í dómgæsluna Atli Arason skrifar 10. desember 2022 23:00 Jude Bellingham, leikmaður Englands, steinhissa á Wilton Sampaio, dómara leiksins. AP Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu. „Dómarinn átti algjöran martraðar leik, hann var algjör brandari,“ sagði Gary Neville í sjónvarpsútsendingu ITV af leiknum, þar sem Neville starfar nú sem sparkspekingur í kringum HM í Katar. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum alfarið um tap Englands og búa þannig til einhverjar afsakanir en hann er bara mjög slakur dómari,“ bætti Neville við. Að mati Neville átti fyrsta mark Frakka ekki að fá að standa vegna þess brotið var á Bukayo Saka í aðdraganda marksins. „Þetta er mjög einföld ákvörðun. Hann [Saka] er hreinlega sparkaður niður. Ég skil ekki hvernig það var ekki dæmd aukaspyrna,“ sagði Nevillie og bætti við að Dayot Upamecano, leikmaður Frakka, hafi gerst brotlegur á bæði Saka og Kane í fjölda tilvika þar sem ekkert var dæmt. Englendingar vildu einnig fá víti þegar Kane féll inn í teig á 25. mínútu leiksins eftir að Upamecano sparkaði í hann en ekkert dæmt. Upamecano brýtur á Kane.Getty Images Jude Bellingham, leikmaður Englands, sagði í viðtali við ITV eftir leik að Sampaio hafi ekki verið á rétti dómarinn til að dæma leik á þessu stigi. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann ekki góður. Allir geta átt slæma leiki hvort sem það eru leikmenn eða dómarar en ég held að hann hafi ekki verið á réttum stað í dag til að dæma leik af þessari stærðargráðu,“ sagði Bellingham. Liðsfélagi Bellingham, Harry Maguire, var einnig á svipuðu máli. „Ég get ekki útskýrt frammistöðu dómarans. Sá fjöldi af röngum ákvörðunum sem dómarateymið tók var ótrúlegur. Arfaslakt,“ sagði Maguire við ITV. Eftir sem áður þá fékk England tvær vítaspyrnur í leiknum. Harry Kane tók þær báðar en skoraði bara úr fyrri spyrnunni. Harry Kane brennir af! Venjulega er hann öryggið uppmálað á punktinum, en Kane þrumar boltanum yfir markið pic.twitter.com/o6SBKGjCs0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
„Dómarinn átti algjöran martraðar leik, hann var algjör brandari,“ sagði Gary Neville í sjónvarpsútsendingu ITV af leiknum, þar sem Neville starfar nú sem sparkspekingur í kringum HM í Katar. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum alfarið um tap Englands og búa þannig til einhverjar afsakanir en hann er bara mjög slakur dómari,“ bætti Neville við. Að mati Neville átti fyrsta mark Frakka ekki að fá að standa vegna þess brotið var á Bukayo Saka í aðdraganda marksins. „Þetta er mjög einföld ákvörðun. Hann [Saka] er hreinlega sparkaður niður. Ég skil ekki hvernig það var ekki dæmd aukaspyrna,“ sagði Nevillie og bætti við að Dayot Upamecano, leikmaður Frakka, hafi gerst brotlegur á bæði Saka og Kane í fjölda tilvika þar sem ekkert var dæmt. Englendingar vildu einnig fá víti þegar Kane féll inn í teig á 25. mínútu leiksins eftir að Upamecano sparkaði í hann en ekkert dæmt. Upamecano brýtur á Kane.Getty Images Jude Bellingham, leikmaður Englands, sagði í viðtali við ITV eftir leik að Sampaio hafi ekki verið á rétti dómarinn til að dæma leik á þessu stigi. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann ekki góður. Allir geta átt slæma leiki hvort sem það eru leikmenn eða dómarar en ég held að hann hafi ekki verið á réttum stað í dag til að dæma leik af þessari stærðargráðu,“ sagði Bellingham. Liðsfélagi Bellingham, Harry Maguire, var einnig á svipuðu máli. „Ég get ekki útskýrt frammistöðu dómarans. Sá fjöldi af röngum ákvörðunum sem dómarateymið tók var ótrúlegur. Arfaslakt,“ sagði Maguire við ITV. Eftir sem áður þá fékk England tvær vítaspyrnur í leiknum. Harry Kane tók þær báðar en skoraði bara úr fyrri spyrnunni. Harry Kane brennir af! Venjulega er hann öryggið uppmálað á punktinum, en Kane þrumar boltanum yfir markið pic.twitter.com/o6SBKGjCs0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00