„Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 11. desember 2022 22:18 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var nokkuð brattur í viðtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik í VÍS bikarnum eftir tap í tvíframlengdum leik, 103-97, gegn Keflavík. Hann sagði leikplan Njarðvíkinga hafa gengið upp að mörgu leyti þrátt fyrir tapið. „Við vildum leggja áherslu á varnarleikinn og ekki gefa þeim mikið af stigum eftir hraðaupphlaup. Það voru nokkrir óþarfa tapaðir boltar þar sem búum til galopið „layup“ fyrir þær. Á svona hálfum velli gerðum við rosalega vel. Keflvíkingar gerðu líka vel í að aðlagast og breyta því hvaða leikmenn fóru í hvaða „action“. Það gekk vel fyrir þær svo aðlöguðustum við og þetta var svolítil skák fram og til baka en heilt yfir bara tvö frábær körfuboltalið og ótrúlega svekkjandi að þurfa að labba hérna út ekki með sigur.“ Rúnar sagði að meiðsli Raquel Laneiro hefðu sett leikáætlun Njarðvíkinga í uppnám. „Hún er okkar leikstjórnandi og stór hluti af okkar sóknarleik. Hún er mjög góður varnarmaður líka en áhrifin voru aðallega sóknarlega. Að þurfa að fara í tvær framlengingar með Collier í leikstjórnanda á löngum köflum og nánast allan leikinn. Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera. Hún er inni í teig að taka fráköst. Hún er að dekka besta manninn í hinu liðinu og að þurfa að eyða allri þessari orku í að búa til það er eiginlega „Mission Impossible“. Auðvitað vorum við að reyna að hjálpa henni og aðrir leikmenn gerðu vel í að koma aðeins upp með boltann en að því sögðu fannst mér við leysa það ótrúlega vel að leikstjórnandann okkar vantaði.“ Rúnari fannst sóknaraðgerðir Njarðvíkinga, í framlengingunum, einkennast á köflum af full einföldum nálgunum. „Samt sem áður fannst mér við búa til fullt af galopnum skotum. Við vorum að komast í góðar stöður inn á teiginn og fá opin skot á köntunum en þetta datt ekki alveg nógu mikið. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta þannig og við höldum bara brattar áfram.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvað hægt væri að gera til að vinna liðin þrjú sem eru fyrir ofan Njarðvíkinga í Subway deildinni, Val, Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur ekki náð að vinna leik gegn þessum liðum það sem af er þessari leiktíð í deild eða bikar. „Við þurfum bara að fínstilla ákveðin atriði hjá okkur. Við áttum fínan leik á móti Val heima. Við áttum frábæran fyrri hálfleik á móti Haukum úti. Keflavíkurleikirnir hafa verið erfiðustu leikirnir heilt yfir. Við vinnum Hauka í meistarar meistaranna fyrir mót. Þetta eru einhverjar tvær sóknir og tvær varnir hér og þar og ég er bara ekkert að stressa mig á því núna fyrir jól. Auðvitað var þessi leikur í bikar öðruvísi en í deildarkeppninni ætla ég ekkert að vera of mikið að stressa mig. Við erum að finna lausnir. Við erum að lenda á vandamálum og þá lögum við þau og mætum í næsta leik. Þetta er langt tímabil. Það eru tvær umferðir í deildinni fyrir áramót og svo kemur úrslitakeppnin. Þar skiptir þetta allt máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkinga að lokum. UMF Njarðvík Körfubolti VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
„Við vildum leggja áherslu á varnarleikinn og ekki gefa þeim mikið af stigum eftir hraðaupphlaup. Það voru nokkrir óþarfa tapaðir boltar þar sem búum til galopið „layup“ fyrir þær. Á svona hálfum velli gerðum við rosalega vel. Keflvíkingar gerðu líka vel í að aðlagast og breyta því hvaða leikmenn fóru í hvaða „action“. Það gekk vel fyrir þær svo aðlöguðustum við og þetta var svolítil skák fram og til baka en heilt yfir bara tvö frábær körfuboltalið og ótrúlega svekkjandi að þurfa að labba hérna út ekki með sigur.“ Rúnar sagði að meiðsli Raquel Laneiro hefðu sett leikáætlun Njarðvíkinga í uppnám. „Hún er okkar leikstjórnandi og stór hluti af okkar sóknarleik. Hún er mjög góður varnarmaður líka en áhrifin voru aðallega sóknarlega. Að þurfa að fara í tvær framlengingar með Collier í leikstjórnanda á löngum köflum og nánast allan leikinn. Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera. Hún er inni í teig að taka fráköst. Hún er að dekka besta manninn í hinu liðinu og að þurfa að eyða allri þessari orku í að búa til það er eiginlega „Mission Impossible“. Auðvitað vorum við að reyna að hjálpa henni og aðrir leikmenn gerðu vel í að koma aðeins upp með boltann en að því sögðu fannst mér við leysa það ótrúlega vel að leikstjórnandann okkar vantaði.“ Rúnari fannst sóknaraðgerðir Njarðvíkinga, í framlengingunum, einkennast á köflum af full einföldum nálgunum. „Samt sem áður fannst mér við búa til fullt af galopnum skotum. Við vorum að komast í góðar stöður inn á teiginn og fá opin skot á köntunum en þetta datt ekki alveg nógu mikið. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta þannig og við höldum bara brattar áfram.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvað hægt væri að gera til að vinna liðin þrjú sem eru fyrir ofan Njarðvíkinga í Subway deildinni, Val, Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur ekki náð að vinna leik gegn þessum liðum það sem af er þessari leiktíð í deild eða bikar. „Við þurfum bara að fínstilla ákveðin atriði hjá okkur. Við áttum fínan leik á móti Val heima. Við áttum frábæran fyrri hálfleik á móti Haukum úti. Keflavíkurleikirnir hafa verið erfiðustu leikirnir heilt yfir. Við vinnum Hauka í meistarar meistaranna fyrir mót. Þetta eru einhverjar tvær sóknir og tvær varnir hér og þar og ég er bara ekkert að stressa mig á því núna fyrir jól. Auðvitað var þessi leikur í bikar öðruvísi en í deildarkeppninni ætla ég ekkert að vera of mikið að stressa mig. Við erum að finna lausnir. Við erum að lenda á vandamálum og þá lögum við þau og mætum í næsta leik. Þetta er langt tímabil. Það eru tvær umferðir í deildinni fyrir áramót og svo kemur úrslitakeppnin. Þar skiptir þetta allt máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkinga að lokum.
UMF Njarðvík Körfubolti VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41