Tölvuleikjafíkn – þarf eitthvað að hafa áhyggjur? Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 14. desember 2022 09:00 Dómstólar í Canada munu á næstu mánuðum skera úr ágreiningi þarlendra foreldra við Epic Games, framleiðanda Fortnite tölvuleikjarins. Foreldrarnir stefndu fyrirtækinu á grundvelli þess að leikurinn væri ávanabindandi. Börnin þeirra þrjú væru að berjast við hegðunarfíknavanda eða tölvuleikjafíkn eftir að hafa ánetjast leiknum. Hegðunarfíkn er tiltölulega nýtt hugtak. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem hugtakinu hegðunarfíkn var bætt við opinbera flokkun geðrænna greininga (DSM-5) og árið í 2019 í alþjóðlega tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD-11). Samkvæmt þessum sömu stöðlum eru tvær hegðunarfíknir skráðar sem slíkar: fjárhættuspilafíkn og tölvuleikjafíkn. Þess má geta að annars konar „hegðunarfíkn“ sem í daglegu tali er oft vísað til, eins og kynlífsfíkn, matarfíkn og átröskun eru ekki viðurkenndar sem hegðunarfíknir samkvæmt opinberum stöðlum. Meginástæðan er skortur á viðurkenndum rannsóknum og sönnunum þess efnis. Margir telja hinsvegar að stutt sé í að internetfíkn verði skilgreind sem slík og bætt við næstu opinberu flokkun eða DSM-6. Þegar er hægt að finna sumarnámskeið fyrir börn frá sjö ára aldri sem berjast við tölvuleikjafíkn og internetfíkn, og meðferðarstöðvum fyrir tölvuleikjafíkn hefur skotið upp eins og gorkúlum. Það þarf ekki annað en slá inn leitarorðinu „Gaming Treatment Center“. Eins og með aðra fíknisjúkdóma má ætla að hættan aukist því yngri sem neysla eða notkun hefst. Hvað er þá til ráða? Fyrir utan að stefna Epic Games eins og foreldrarnir í Canada, er mikilvægt að fræða börn og unglinga og reyna að seinka eða takmarka aðgang að tölvuleikjum og internetinu. Í öllu falli er þetta [vanda]mál sem þarf að horfast í augu við og opna umræðuna fyrir. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College og rithöfundur. Heimildir: https://www.lemonde.fr/pixels/article/2022/12/12/accuse-de-creer-une-dependance-le-jeu-video-fortnite-poursuivi-en-justice_6154067_4408996.htmlhttps://www.who.int/standards/classifications/frequently-asked-questions/gaming-disorderhttps://www.psychiatry.org/patients-families/internet-gaminghttps://www.summerlandcamps.com/gaming-addiction/summer-camp-video-game-addiction/https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3480687/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Dómstólar í Canada munu á næstu mánuðum skera úr ágreiningi þarlendra foreldra við Epic Games, framleiðanda Fortnite tölvuleikjarins. Foreldrarnir stefndu fyrirtækinu á grundvelli þess að leikurinn væri ávanabindandi. Börnin þeirra þrjú væru að berjast við hegðunarfíknavanda eða tölvuleikjafíkn eftir að hafa ánetjast leiknum. Hegðunarfíkn er tiltölulega nýtt hugtak. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem hugtakinu hegðunarfíkn var bætt við opinbera flokkun geðrænna greininga (DSM-5) og árið í 2019 í alþjóðlega tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD-11). Samkvæmt þessum sömu stöðlum eru tvær hegðunarfíknir skráðar sem slíkar: fjárhættuspilafíkn og tölvuleikjafíkn. Þess má geta að annars konar „hegðunarfíkn“ sem í daglegu tali er oft vísað til, eins og kynlífsfíkn, matarfíkn og átröskun eru ekki viðurkenndar sem hegðunarfíknir samkvæmt opinberum stöðlum. Meginástæðan er skortur á viðurkenndum rannsóknum og sönnunum þess efnis. Margir telja hinsvegar að stutt sé í að internetfíkn verði skilgreind sem slík og bætt við næstu opinberu flokkun eða DSM-6. Þegar er hægt að finna sumarnámskeið fyrir börn frá sjö ára aldri sem berjast við tölvuleikjafíkn og internetfíkn, og meðferðarstöðvum fyrir tölvuleikjafíkn hefur skotið upp eins og gorkúlum. Það þarf ekki annað en slá inn leitarorðinu „Gaming Treatment Center“. Eins og með aðra fíknisjúkdóma má ætla að hættan aukist því yngri sem neysla eða notkun hefst. Hvað er þá til ráða? Fyrir utan að stefna Epic Games eins og foreldrarnir í Canada, er mikilvægt að fræða börn og unglinga og reyna að seinka eða takmarka aðgang að tölvuleikjum og internetinu. Í öllu falli er þetta [vanda]mál sem þarf að horfast í augu við og opna umræðuna fyrir. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College og rithöfundur. Heimildir: https://www.lemonde.fr/pixels/article/2022/12/12/accuse-de-creer-une-dependance-le-jeu-video-fortnite-poursuivi-en-justice_6154067_4408996.htmlhttps://www.who.int/standards/classifications/frequently-asked-questions/gaming-disorderhttps://www.psychiatry.org/patients-families/internet-gaminghttps://www.summerlandcamps.com/gaming-addiction/summer-camp-video-game-addiction/https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3480687/
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar