Fimmfaldur Íslandsmeistari ráðinn inn á skrifstofu ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2022 15:01 Einn sigursælasti leikmaðurinn í sögu Skagamanna er farinn að vinna á skrifstofu ÍSÍ. Vísir/Hulda Margrét Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ráðið í tvær stöður á skrifstofu sambandsins en það er ný staða rekstrarstjóra og staða sérfræðings í kynningarmálum á skrifstofu ÍSÍ. Kári Steinn Reynisson hefur verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra og Sigríður Unnur Jónsdóttir í stöðu sérfræðings í kynningarmálum, á skrifstofu ÍSÍ. Kári Steinn varð á sínum tíma fimmfaldur Íslandsmeistari með Skagamönnum og er aðeins einn af fjórum mönnum sem hafa spilað yfir tvö hundruð leiki fyrir ÍA í efstu deild. Kári Steinn er með BS gráðu i viðskiptafræði af stjórnunar- og markaðsfræðisviði frá Háskóla Íslands og lýkur MBA námi frá sama skóla næstkomandi vor. Hann hefur víðtæka reynslu úr bankageiranum en hann starfaði lengi hjá bæði Arion banka og Landsbankanum en einnig starfaði hann hjá Ríkisskattstjóra í nokkur ár. Kári Steinn lék knattspyrnu með meistaraflokki ÍA í fimmtán ár en hefur einnig starfað sem þjálfari í knattspyrnuhreyfingunni. Kári mun meðal annars sjá um ýmis mál er snúa að daglegum rekstri ÍSÍ og Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, ýmis verkefni er tengjast sjóðum ÍSÍ, svo sem Afrekssjóði, Ólympíusamhjálpinni og styrkjakerfi Erasmus+, sem og áætlanagerð og eftirfylgni. Sigríður Unnur Jónsdóttir var ráðin í stöðu sérfræðings í kynningarmálum. Hún er með BS gráðu í alþjóða markaðsfræði frá Tækniháskólanum/HR og einnig lokið iðnrekstrarfræði frá sama skóla. Sigríður Unnur hefur gegnt stöðu markaðsfulltrúa Bauhaus Íslandi frá árinu 2017 og var einnig markaðsstjóri framleiðsluvara SS um tíma. Hún hefur reynslu úr íþróttahreyfingunni sem keppandi í handknattleik, þjálfari og starfsmaður hjá Val og þjálfari hjá Gróttu. Sigríður Unnur mun hefja störf á skrifstofu ÍSÍ um miðjan janúar nk. Hún mun annast miðla ÍSÍ, kynningarefni og kynningarmál sambandsins. ÍSÍ Vistaskipti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Kári Steinn Reynisson hefur verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra og Sigríður Unnur Jónsdóttir í stöðu sérfræðings í kynningarmálum, á skrifstofu ÍSÍ. Kári Steinn varð á sínum tíma fimmfaldur Íslandsmeistari með Skagamönnum og er aðeins einn af fjórum mönnum sem hafa spilað yfir tvö hundruð leiki fyrir ÍA í efstu deild. Kári Steinn er með BS gráðu i viðskiptafræði af stjórnunar- og markaðsfræðisviði frá Háskóla Íslands og lýkur MBA námi frá sama skóla næstkomandi vor. Hann hefur víðtæka reynslu úr bankageiranum en hann starfaði lengi hjá bæði Arion banka og Landsbankanum en einnig starfaði hann hjá Ríkisskattstjóra í nokkur ár. Kári Steinn lék knattspyrnu með meistaraflokki ÍA í fimmtán ár en hefur einnig starfað sem þjálfari í knattspyrnuhreyfingunni. Kári mun meðal annars sjá um ýmis mál er snúa að daglegum rekstri ÍSÍ og Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, ýmis verkefni er tengjast sjóðum ÍSÍ, svo sem Afrekssjóði, Ólympíusamhjálpinni og styrkjakerfi Erasmus+, sem og áætlanagerð og eftirfylgni. Sigríður Unnur Jónsdóttir var ráðin í stöðu sérfræðings í kynningarmálum. Hún er með BS gráðu í alþjóða markaðsfræði frá Tækniháskólanum/HR og einnig lokið iðnrekstrarfræði frá sama skóla. Sigríður Unnur hefur gegnt stöðu markaðsfulltrúa Bauhaus Íslandi frá árinu 2017 og var einnig markaðsstjóri framleiðsluvara SS um tíma. Hún hefur reynslu úr íþróttahreyfingunni sem keppandi í handknattleik, þjálfari og starfsmaður hjá Val og þjálfari hjá Gróttu. Sigríður Unnur mun hefja störf á skrifstofu ÍSÍ um miðjan janúar nk. Hún mun annast miðla ÍSÍ, kynningarefni og kynningarmál sambandsins.
ÍSÍ Vistaskipti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira