Telur fjölmiðlastyrkinn ekki klúður og stendur við tillöguna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. desember 2022 11:08 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar. Stöð Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður. Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið. Mikil umræða skapaðist um málið í gær en um er að ræða breytingatillögu við fjárlög næsta árs sem lögð var fram í síðustu viku. Framkvæmdastjóri miðilsins N4 hafði nokkrum dögum fyrr sent erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljóna króna styrk. Tillagan var meðal annars gagnrýnd harðlega af formanni Blaðamannafélagsins og af þingmönnum Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar á Alþingi í gær. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum ekki hætt við þetta framlag, það stendur alveg fyrir sínu og fer inn í þennan pott eins og til stóð, það hefur ekkert breyst,“ sagði Bjarkey aðspurð um hvort hætt hafi verið við breytinguna. Styrkurinn hefur verið settur í samhengi við hinn tæplega 400 milljón króna styrk sem fjölmiðlar um allt landið skipta á milli sín. Hingað til hafa aðeins N4 og Víkurfréttir verið nefnd fyrir hinn nýja styrk og verði svo er ljóst að þau munu jafnvel fá hærri styrk en stærstu fjölmiðlar landsins. Rætt var við Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um málið í kvöldfréttum í gær. Hún sakaði meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils og að hafa tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Sjálf vildi Bjarkey ekki meina að um klúður hafi verið að ræða, þó þau hafi þurft að breyta áliti sínu vegna mikillar umræðu sem skapaðist. „Ég held að við hefðum getað verið skýrari þegar við vorum að orða þetta í nefndarálitinu en ég vil ekki meina að þetta sé klúður. Hugmyndin er að styðja við landsbyggðarfjölmiðla, ekki síst sem að framleiða eigin efni,“ sagði hún. Þingmaður með fjölskyldutengsl hafi ekki verið með í umræðunni Í gær var síðan greint frá því að Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í meirihluta fjárlaganefndar, sé mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey sagðist sjálf hafa komist að tengslunum þegar hann var fjarverandi á fundi nefndarinnar þar sem málið var tekið til umræðu. „Ég spurði bara félaga hvar hann væri og þá kom í ljós að það væru þarna tengsl og hann hyggðist ekki koma að því þar sem þetta væri til umræðu,“ sagði Bjarkey. Hann var þó viðstaddur þegar skrifað var undir nefndarálitið en Bjarkey segir það ekki óeðlilegt. „Að sjálfsögðu skrifar hann undir nefndarálit í heild sinni, það er ekkert óeðlilegt við það. Það væri óeðlilegt ef hann skrifaði ekki undir. Þetta snýr að hæfi manna,“ sagði Bjarkey og vísaði til þess að þingmenn væru í raun ekki vanhæfir nema þeir séu að afgreiða peninga til sjálfs síns. Það hefði þó líklega verið heppilegra ef nefndinni hefði vitað af tengslunum. Ráðherra endurskoði úthlutunarreglur Nefndin hefur nú sömuleiðis beint því til menningar- og viðskiparáðherra að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni. „Eftir alla umræðuna sem að átti sér stað bæði í gær og í fyrradag, þá fannst okkur ástæða til þess að árétta það að það sem við vorum að hugsa í meirihluta fjárlaganefndar var að við viljum auka stuðning við fjölmiðla á landsbyggðinni. Við teljum ástæðu til þess, og ekki síst framleiðslu þátta og sjónvarpsefnis og annað slíkt,“ sagði Bjarkey. „Við beinum því þar með til ráðherra að endurskoða úthlutunarreglurnar með þetta í huga,“ sagði hún enn fremur og bendir á að mögulega væri heppilegast ef Byggðarstofnun og Fjölmiðlanefnd myndu vinna greiningu á stöðu fjölmiðla í dreifbýli og koma með tillögur um hvað betur mætti fara. Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. 14. desember 2022 19:17 „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um málið í gær en um er að ræða breytingatillögu við fjárlög næsta árs sem lögð var fram í síðustu viku. Framkvæmdastjóri miðilsins N4 hafði nokkrum dögum fyrr sent erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljóna króna styrk. Tillagan var meðal annars gagnrýnd harðlega af formanni Blaðamannafélagsins og af þingmönnum Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar á Alþingi í gær. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum ekki hætt við þetta framlag, það stendur alveg fyrir sínu og fer inn í þennan pott eins og til stóð, það hefur ekkert breyst,“ sagði Bjarkey aðspurð um hvort hætt hafi verið við breytinguna. Styrkurinn hefur verið settur í samhengi við hinn tæplega 400 milljón króna styrk sem fjölmiðlar um allt landið skipta á milli sín. Hingað til hafa aðeins N4 og Víkurfréttir verið nefnd fyrir hinn nýja styrk og verði svo er ljóst að þau munu jafnvel fá hærri styrk en stærstu fjölmiðlar landsins. Rætt var við Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um málið í kvöldfréttum í gær. Hún sakaði meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils og að hafa tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Sjálf vildi Bjarkey ekki meina að um klúður hafi verið að ræða, þó þau hafi þurft að breyta áliti sínu vegna mikillar umræðu sem skapaðist. „Ég held að við hefðum getað verið skýrari þegar við vorum að orða þetta í nefndarálitinu en ég vil ekki meina að þetta sé klúður. Hugmyndin er að styðja við landsbyggðarfjölmiðla, ekki síst sem að framleiða eigin efni,“ sagði hún. Þingmaður með fjölskyldutengsl hafi ekki verið með í umræðunni Í gær var síðan greint frá því að Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í meirihluta fjárlaganefndar, sé mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey sagðist sjálf hafa komist að tengslunum þegar hann var fjarverandi á fundi nefndarinnar þar sem málið var tekið til umræðu. „Ég spurði bara félaga hvar hann væri og þá kom í ljós að það væru þarna tengsl og hann hyggðist ekki koma að því þar sem þetta væri til umræðu,“ sagði Bjarkey. Hann var þó viðstaddur þegar skrifað var undir nefndarálitið en Bjarkey segir það ekki óeðlilegt. „Að sjálfsögðu skrifar hann undir nefndarálit í heild sinni, það er ekkert óeðlilegt við það. Það væri óeðlilegt ef hann skrifaði ekki undir. Þetta snýr að hæfi manna,“ sagði Bjarkey og vísaði til þess að þingmenn væru í raun ekki vanhæfir nema þeir séu að afgreiða peninga til sjálfs síns. Það hefði þó líklega verið heppilegra ef nefndinni hefði vitað af tengslunum. Ráðherra endurskoði úthlutunarreglur Nefndin hefur nú sömuleiðis beint því til menningar- og viðskiparáðherra að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni. „Eftir alla umræðuna sem að átti sér stað bæði í gær og í fyrradag, þá fannst okkur ástæða til þess að árétta það að það sem við vorum að hugsa í meirihluta fjárlaganefndar var að við viljum auka stuðning við fjölmiðla á landsbyggðinni. Við teljum ástæðu til þess, og ekki síst framleiðslu þátta og sjónvarpsefnis og annað slíkt,“ sagði Bjarkey. „Við beinum því þar með til ráðherra að endurskoða úthlutunarreglurnar með þetta í huga,“ sagði hún enn fremur og bendir á að mögulega væri heppilegast ef Byggðarstofnun og Fjölmiðlanefnd myndu vinna greiningu á stöðu fjölmiðla í dreifbýli og koma með tillögur um hvað betur mætti fara.
Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. 14. desember 2022 19:17 „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. 14. desember 2022 19:17
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48