Þingmaður Framsóknar bað framkvæmdastjóra N4 að óska eftir styrk Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. desember 2022 23:59 María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4. N4 Framkvæmdastjóri hjá N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu. Fjárlaganefnd kynnti nú í vikunni hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni. Formaður nefndarinnar nefndi sérstaklega fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri sem mögulegan styrkþega. Styrknum var einmitt bætt á fjárlög eftir að sérstök beiðni um hann barst frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins til nefndarinnar. Tryggvi Páll hitti framkvæmdastjórann N4, Maríu Björk Ingvadóttur á Akureyri. Hún segist hafa skrifað bréfið eftir að þingmaður hafi beðið hana um það, því einmitt stæði til að fjalla um styrki til einkarekinna fjölmiðla í fjárlaganefnd. „Ég held það sé engin launung. Það var Ingibjörg Isakssen. Hún sagði „ég hef heyrt hvað þú hefur verið að kalla eftir. Okkur þykir mjög mikilvægt að fá þau rök. Hvað er það sem gengur svona erfiðlega? Hvað er til ráða?“ Það var það sem ég gerði. Ég svaraði því. Er það glæpur?“ María segir Ingibjörgu Isaksen hafa beðið sig um að óska eftir styrk frá fjárlaganefnd.Alþingi Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort N4 geti yfir höfuð talist fjölmiðill þar sem meginþorri efnis á stöðinni eru kostaðar umfjallanir. „Við erum fréttastöð að því leyti að við skrifum fréttir á heimasíðuna og við vinnum fréttir upp úr innslögunum okkar. segir María. „Við rekum ekki fréttastofu,því það kostar ofboðslega mikla peninga eins og allar fréttastöðvar vita.“ Viðtalið við Maríu í heild má sjá að neðan. Í nefndaráliti sem birt var í gærkvöldi kemur fram að í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar hafi meirihluti beint því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gilda um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Fjárlaganefnd hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir meðhöndlun sína. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í nefndinni. Hann segir umfjöllunina á misskilningi byggða. „Ég sé ekki hvar nefnin hafi misstigið sig í þessu. Nema kannski með því að hafa ekki áttað sig á því að hafa þetta enn skýrara til að einhver misskilningur færi ekki af stað, en það væri hægt að misskilja þá margt annað í þessu líka.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir við Vísi að hundrað milljóna króna viðbótin sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til renni inn í almenna styrkjakerfið til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Þeir hefðu numið tæpum fjögur hundruð milljónum en viðbótin þýðir að þeir verði nær fimm hundruð milljónum, um fjórðungshækkun. Alþingi Fjölmiðlar Fjárlagafrumvarp 2023 Akureyri Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Fjárlaganefnd kynnti nú í vikunni hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni. Formaður nefndarinnar nefndi sérstaklega fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri sem mögulegan styrkþega. Styrknum var einmitt bætt á fjárlög eftir að sérstök beiðni um hann barst frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins til nefndarinnar. Tryggvi Páll hitti framkvæmdastjórann N4, Maríu Björk Ingvadóttur á Akureyri. Hún segist hafa skrifað bréfið eftir að þingmaður hafi beðið hana um það, því einmitt stæði til að fjalla um styrki til einkarekinna fjölmiðla í fjárlaganefnd. „Ég held það sé engin launung. Það var Ingibjörg Isakssen. Hún sagði „ég hef heyrt hvað þú hefur verið að kalla eftir. Okkur þykir mjög mikilvægt að fá þau rök. Hvað er það sem gengur svona erfiðlega? Hvað er til ráða?“ Það var það sem ég gerði. Ég svaraði því. Er það glæpur?“ María segir Ingibjörgu Isaksen hafa beðið sig um að óska eftir styrk frá fjárlaganefnd.Alþingi Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort N4 geti yfir höfuð talist fjölmiðill þar sem meginþorri efnis á stöðinni eru kostaðar umfjallanir. „Við erum fréttastöð að því leyti að við skrifum fréttir á heimasíðuna og við vinnum fréttir upp úr innslögunum okkar. segir María. „Við rekum ekki fréttastofu,því það kostar ofboðslega mikla peninga eins og allar fréttastöðvar vita.“ Viðtalið við Maríu í heild má sjá að neðan. Í nefndaráliti sem birt var í gærkvöldi kemur fram að í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar hafi meirihluti beint því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gilda um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Fjárlaganefnd hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir meðhöndlun sína. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í nefndinni. Hann segir umfjöllunina á misskilningi byggða. „Ég sé ekki hvar nefnin hafi misstigið sig í þessu. Nema kannski með því að hafa ekki áttað sig á því að hafa þetta enn skýrara til að einhver misskilningur færi ekki af stað, en það væri hægt að misskilja þá margt annað í þessu líka.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir við Vísi að hundrað milljóna króna viðbótin sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til renni inn í almenna styrkjakerfið til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Þeir hefðu numið tæpum fjögur hundruð milljónum en viðbótin þýðir að þeir verði nær fimm hundruð milljónum, um fjórðungshækkun.
Alþingi Fjölmiðlar Fjárlagafrumvarp 2023 Akureyri Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent