„Þetta er bara mjög óheppilegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2022 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. Tillögu meirihluta fjárlaganefndar um hundrað milljón króna stuðning við rekstur fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigin efni fyrir sjónvarpsstöð var mætt með verulegri gagnrýni þegar upplýst var í gær að hún var lögð fram í kjölfar beiðnar framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4. Framkvæmdastjórinn, María Björk Ingvadóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði sent erindið á nefndina að sérstakri beiðni Ingibjargar Isaksen, þingmanns Framsóknar í norðausturkjördæmi. Sigurður Ingi setur fyrirvara við skýringar Maríu. „Ég held að þetta sé nú oftúlkun,“ segir ráðherrann. Það komi oft fyrir að þingmenn beini því til fólks í samfélaginu að leita stuðnings í ráðuneytum eða á þinginu. „Það er fullkomlega eðlilegt og ég held að það geri það nánast allir kjörnir fulltrúar á hverjum degi. [...] Ef einhver kemur að máli við þig og spyr: Hvar get ég leitað eftir stuðningi? Þá reynir þú eðlilega sem kjörinn fulltrúi að beina því þangað sem þú heldur að viðkomandi geti fengið einhvern stuðning.“ En hvaða mat leggur Sigurður Ingi á málið í heild sinni? „Þetta er bara mjög óheppilegt og ég held á margan hátt vanhugsað. Ég skil vel áherslur fjárlaganefndar meirihlutans á að staða fjölmiðla almennt sé slæm, og sérstaklega slæm á landsbyggðinni. Og það hafi verið hugmyndin.. Og mér sýnist þau bara að árétta það í þessu framhaldsnefndaráliti.“ Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Tillögu meirihluta fjárlaganefndar um hundrað milljón króna stuðning við rekstur fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigin efni fyrir sjónvarpsstöð var mætt með verulegri gagnrýni þegar upplýst var í gær að hún var lögð fram í kjölfar beiðnar framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4. Framkvæmdastjórinn, María Björk Ingvadóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði sent erindið á nefndina að sérstakri beiðni Ingibjargar Isaksen, þingmanns Framsóknar í norðausturkjördæmi. Sigurður Ingi setur fyrirvara við skýringar Maríu. „Ég held að þetta sé nú oftúlkun,“ segir ráðherrann. Það komi oft fyrir að þingmenn beini því til fólks í samfélaginu að leita stuðnings í ráðuneytum eða á þinginu. „Það er fullkomlega eðlilegt og ég held að það geri það nánast allir kjörnir fulltrúar á hverjum degi. [...] Ef einhver kemur að máli við þig og spyr: Hvar get ég leitað eftir stuðningi? Þá reynir þú eðlilega sem kjörinn fulltrúi að beina því þangað sem þú heldur að viðkomandi geti fengið einhvern stuðning.“ En hvaða mat leggur Sigurður Ingi á málið í heild sinni? „Þetta er bara mjög óheppilegt og ég held á margan hátt vanhugsað. Ég skil vel áherslur fjárlaganefndar meirihlutans á að staða fjölmiðla almennt sé slæm, og sérstaklega slæm á landsbyggðinni. Og það hafi verið hugmyndin.. Og mér sýnist þau bara að árétta það í þessu framhaldsnefndaráliti.“
Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06
Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01