Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við fréttastofu að um einhverja tæknibilun hafi verið að ræða. Nánari upplýsingar um hana þurfi að fá hjá flugfélaginu.
Hann segir von á vélinni til lendingar á næstu mínútum.
Óvissustig var virkjað á Keflavíkurflugvelli í kvöld eftir að Landhelgisgæslunni barst neyðarboð frá vélinni. Guðjón segir um eðlilega viðbúnað að ræða í tilvikum sem þessum.
Óvissustig er neðsta stig viðbúnaðar en fyrir ofan eru hættustig og svo neyðarstig.
Uppfært
Vélin lenti á Kelfavíkurflugvelli rétt fyrir miðnætti.