Það er CNN sem greinir frá þessu þar segir að Zelensky hafi óskað eftir því að fá að birta myndskeið af ávarpi sínu á leikvangnum í Doha. Ekki liggur fyrir hvort taka átti upp myndskeiðið fyrir fram eða Zelensky hafi haft hug á því að vera í beinni útsendingu.
„Við töldum að FIFA myndi hafa áhuga á því að nýta þennan vettvang til þess að stuðla að friði," sagði heimildarmaður CNN. Enn fremur kemur fram í frétt CNN að viðræður standi enn yfir milli úkraínskra stjórnvalda og FIFA um málið.
Úkraínsk stjórnvöld hafa komið skilaboðum sínum um friðarumleitanri á framfæri á stórum viðburðum undanfarin en þannnig hefur Zelensky birt skilaboð sín í gegnum myndsímtöl á G20 ráðstefnunni fyrr á þessu ári, Grammys og Cannes kvikmyndahátíðinni.
Þá hefur hann átt samtöl við fræga einstaklinga á borð við Sean Penn og David Letterman til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri.
FIFA hefur í gegnum tíðina haft þá stefnu að halda pólítík utan viðburða á vegum sambandsins. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur fengið mikla gagnrýni fyrir meðhöndlun á málefnum hinsegin fólks og viðbragðsleysi við afar slæmum aðbúnaði verkafólks sem sá um að byggja leikvanga og innviði í Doha fyrir mótið, mannréttindarbrotum í garð verkafólksins og andlátum sem rekja má til skorts á öryggisbúnaði og of mikils álags í starfi.

Infantino fékk árið 2019 medalíu til merkis um vináttu hans við Vladimir Putin og rússnesk stjórnvöld í Kreml árið 2019 en heiðursnafnbótin var fyrir störf hans í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið sem haldið var á rússneskri grundu árið 2018.
