Tafir hafa síðan orðið á brottför flestra véla frá Keflavíkurflugvelli það sem af er morgni.
Í tilkynningu frá Isavia segir að röskun geti orðið á flugi til og frá vellinum til morgundagsins.
Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum.
Röskun getur orðið á flugi um Keflavíkurflugvöll mánudaginn 19/12 fram til þriðjudagsins 20/12 vegna veðurs. Farþegar eru hvattir til að fylgjast með flugtíma á vef Isavia eða hjá flugfélögum. Hægt er að skrá sig fyrir flugtilkynningum á vef Isavia. https://t.co/Mm3Eg0sWVE
— Keflavik Airport (@kefairport) December 18, 2022