Þegar vélstjórar ruglast á húmor og hótfyndni Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. desember 2022 13:00 Húmoristar þurfa að vera glúrnir og búa yfir góðu skopskyni. Án þessa, verða menn ekki sannir húmoristar. Þeir, sem aðeins búa yfir hótfyndni, eru í öðrum hópi. Ég skrifaði blaðagreinar, bæði hér og í öðrum miðlum, þar sem ég fjallaði um eftirfarandi staðreyndir: Elgkálfur hefði fundist ráfandi við þjóðveg í Noregi, með sundurskotið trýni, og spýttist blóð út báðum megin, þegar dýrið andaði. Þetta var í fréttum þar, líka það, að prófessor í líferni villtra dýra þar, og veiðum þeirra, teldi, að 1.200 elgir væru skotnir, með svipumðum hætti, særðir og limlestir, árlega í Noregi. Sumarið 2018 voru 33 þeirra hreindýra, sem þá voru felld, með gömul skotsár, sem sýndi auðvitað, að þessi dýr höfðu komizt undan veiðimönnum, sennilega 2017, særð og limlest, en tórað. Eru þau dýr þá ótalin, sem komizt hafa undan veiðimönnum, særð og limlest, en hafa svo drepist í kvalræði og hörmungum næstu daga eða vikur. Þetta sagði umsjónarmaður hreindýra mér. Umhverfisráðherra leyfir dráp á hreinkúm frá 1. ágúst ár hvert. Yngstu kálfar væru þá rétt 7-8 vikna, og hafa þá enn ekki fullkomna burði til að standa á eigin fótum og komast, upp á sitt eindæmi, í gegnum veturinn, enda hefðu 600 kálfar farizt veturinn 2018-2019 skv. skýrslu Náttúrufræðistofu Austurlands. Fagráð um velferð dýra, sem er ætlað með lögum að leiðbeina stjórnvöldum og ráðherra í dýravelferðarmálum, hafi í janúar 2020 beint þeim eindregnu tilmælum til Umhverfsstofnunar og umhverfisráðherra, að hreinkýr yrðu ekki felldar frá kálfum, meðan að þær væru mylkar. Þetta hefði þýtt, að ekki hefði mátt byrja að fella hreinkýr fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar væru 20 vikna. Þetta hef ég beint frá Umhverfisstofnun, sem því miður virti þessi tilmæli að vettugi, svo og umhverfisráðherra. Fram til 2010, voru kálfar felldir með hreinkúm, því stjórnvöld vissu vel, að 7-8 vikna kálfar, jafnvel eldri, hefðu enga burði til að bjargast einir. Þessu varð þó að hætta, vegna þess, að gráðugir og tillitslausir veiðimenn skutu einfaldlega stærsta kálfinn í hjörðinni, til að fá sem mest kjöt, og juku þannig ringureið, glundroða og vanlíðan meðal dýranna. Þessar upplýsingar fékk ég hjá Matvælastofnun. Í blaðfrétt 21. október sl. var skýrt frá því, að Umhverfisstofnun hefði veitt leyfi til dráps á 170 hreindýrum á veiðisvæði 2, en aðeins hafi tekizt að ná 64 dýrum. Þetta sýndi auðvitað, að stjórnun hreindýraveiða, hjá Náttúrustofu Austurlands og Umhverfisstofnun, væri í alvarlegum ólestri. Í einni greininni, þar sem ég fjallaði um þessar ógæfulegu staðreyndir og það hörmulega líf, sem á margt dýrið er lagt, notaðu ég fyrirsögnina „Píslarganga saklausra og varnarlausra dýra“. Árni nokkur Árnason, vélstjóri, sem gaf sig í fyrstu út sem mikinn fagmenn og sértfræðing um veiðar villtra dýra, svarar þeirri grein 25. nóvember í Morgunblaðinu, og bar grein hans fyrirsögnina „Dramadrottning fer hamförum“. Hann hnýtir því svo við, að ég geysist fram á ritvöllinn með „tárvotar fabúleringar“. Þeir, sem illa eru að sér og lítið vita um málefnið, reyna stundum að slá sig til riddara með orðskrúði og hótfyndni. Vélstjórinn gat þó ekki sýnt fram á, að ég færi með rangt mál í neinu, og féll „drama“ því illa að minni umfjöllun. Hvað varðar „tárvotar fabúleringar“, þá geta þeir, sem gráta - menn jafnt sem dýr, já, dýr geta líka grátið - verið tárvotir, en „fabúlering“, sem þýðir „uppspuni“, getur auðvitað ekki verið tárvotur. Vélstjórinn rembist við að nota orðfæri, sem hann telur snjallt og fyndið, en ræður lítið við, og verður, fyrir bragðið, fremur hótfyndni en eitthvað marktækt. Vélstjórinn segir svo í sömu grein, eftir að hafa gert lítið úr minni umfjöllun, sem þó byggir öll á staðreyndum: „Ætli reynsla þeirra sem farið hafa þúsundir kílómetra um veiðislóðirnar sé ekki marktækari“. Þetta verður auðvitað að skilja svo, að vélstjórinn sjálfur hafi farið þessar þúsundir kílómetra um veiðislóðir, alla vega tekið þar þátt, og viti hann miklu meira um þessi mál, en undirritaður, af eigin raun. Í framhaldinu leyfir hann sér svo að segja: „...sýnir hún hugaróra og ekki síður yfirgripsmikla vanþekkingu Oles“, væntanlega samanborðið við hina miklu þekkingu og reynslu vélstjórans. En, þessi Árni Árnason er lítt útreikanlegur eða skiljanlegur, því hann skrifar svo aftur blaðagrein 9. desember, þar sem hann segir: „...enda á ég hvorki byssu né byssuleyfi og hef ekki veitt eitt einasta hreindýr“. Vélstjórinn var sem sagt gasprandi um veiðimál, án þess að hafa nokkuð komið að slíku sjálfur. Reynslulaus og þekkingarlaus leigupenni fyrir einhverja veiðimenn, sem ekki treystu sér til að koma fram. Ekki hátt ris á því. Ekki verður frá þessari umræðu horfið, án þess að fjalla um eftirfarandi ummæli Árna Árnasonar, sem lítið veit um villt dýr og veiðar, nema hvað hann hefur, að eigin sögn, stundum stundað sjóstangaveiðar: „...það yrði nú áfall ef gefin yrðu út sakavottorð fyrir þorsk og loðnu, og allir vita jú að bæði sauðfé og nautgripir eru bullandi sek...“. Þetta kallar hann svo sinn góða húmor. Sú endaleysa, sem í þessum ummælum felst, er fyrir undirrituðum ekki húmor, heldur í skásta falli hótfyndni. Vélstjórinn klykkir svo út með þessu: „Mannskepnan er rándýr...“. Sem betur fer eru ekki allir menn eins, en vélstjórinn þekkir greinilega sitt heimafólk og sjálfan sig með. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dýraheilbrigði Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Húmoristar þurfa að vera glúrnir og búa yfir góðu skopskyni. Án þessa, verða menn ekki sannir húmoristar. Þeir, sem aðeins búa yfir hótfyndni, eru í öðrum hópi. Ég skrifaði blaðagreinar, bæði hér og í öðrum miðlum, þar sem ég fjallaði um eftirfarandi staðreyndir: Elgkálfur hefði fundist ráfandi við þjóðveg í Noregi, með sundurskotið trýni, og spýttist blóð út báðum megin, þegar dýrið andaði. Þetta var í fréttum þar, líka það, að prófessor í líferni villtra dýra þar, og veiðum þeirra, teldi, að 1.200 elgir væru skotnir, með svipumðum hætti, særðir og limlestir, árlega í Noregi. Sumarið 2018 voru 33 þeirra hreindýra, sem þá voru felld, með gömul skotsár, sem sýndi auðvitað, að þessi dýr höfðu komizt undan veiðimönnum, sennilega 2017, særð og limlest, en tórað. Eru þau dýr þá ótalin, sem komizt hafa undan veiðimönnum, særð og limlest, en hafa svo drepist í kvalræði og hörmungum næstu daga eða vikur. Þetta sagði umsjónarmaður hreindýra mér. Umhverfisráðherra leyfir dráp á hreinkúm frá 1. ágúst ár hvert. Yngstu kálfar væru þá rétt 7-8 vikna, og hafa þá enn ekki fullkomna burði til að standa á eigin fótum og komast, upp á sitt eindæmi, í gegnum veturinn, enda hefðu 600 kálfar farizt veturinn 2018-2019 skv. skýrslu Náttúrufræðistofu Austurlands. Fagráð um velferð dýra, sem er ætlað með lögum að leiðbeina stjórnvöldum og ráðherra í dýravelferðarmálum, hafi í janúar 2020 beint þeim eindregnu tilmælum til Umhverfsstofnunar og umhverfisráðherra, að hreinkýr yrðu ekki felldar frá kálfum, meðan að þær væru mylkar. Þetta hefði þýtt, að ekki hefði mátt byrja að fella hreinkýr fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar væru 20 vikna. Þetta hef ég beint frá Umhverfisstofnun, sem því miður virti þessi tilmæli að vettugi, svo og umhverfisráðherra. Fram til 2010, voru kálfar felldir með hreinkúm, því stjórnvöld vissu vel, að 7-8 vikna kálfar, jafnvel eldri, hefðu enga burði til að bjargast einir. Þessu varð þó að hætta, vegna þess, að gráðugir og tillitslausir veiðimenn skutu einfaldlega stærsta kálfinn í hjörðinni, til að fá sem mest kjöt, og juku þannig ringureið, glundroða og vanlíðan meðal dýranna. Þessar upplýsingar fékk ég hjá Matvælastofnun. Í blaðfrétt 21. október sl. var skýrt frá því, að Umhverfisstofnun hefði veitt leyfi til dráps á 170 hreindýrum á veiðisvæði 2, en aðeins hafi tekizt að ná 64 dýrum. Þetta sýndi auðvitað, að stjórnun hreindýraveiða, hjá Náttúrustofu Austurlands og Umhverfisstofnun, væri í alvarlegum ólestri. Í einni greininni, þar sem ég fjallaði um þessar ógæfulegu staðreyndir og það hörmulega líf, sem á margt dýrið er lagt, notaðu ég fyrirsögnina „Píslarganga saklausra og varnarlausra dýra“. Árni nokkur Árnason, vélstjóri, sem gaf sig í fyrstu út sem mikinn fagmenn og sértfræðing um veiðar villtra dýra, svarar þeirri grein 25. nóvember í Morgunblaðinu, og bar grein hans fyrirsögnina „Dramadrottning fer hamförum“. Hann hnýtir því svo við, að ég geysist fram á ritvöllinn með „tárvotar fabúleringar“. Þeir, sem illa eru að sér og lítið vita um málefnið, reyna stundum að slá sig til riddara með orðskrúði og hótfyndni. Vélstjórinn gat þó ekki sýnt fram á, að ég færi með rangt mál í neinu, og féll „drama“ því illa að minni umfjöllun. Hvað varðar „tárvotar fabúleringar“, þá geta þeir, sem gráta - menn jafnt sem dýr, já, dýr geta líka grátið - verið tárvotir, en „fabúlering“, sem þýðir „uppspuni“, getur auðvitað ekki verið tárvotur. Vélstjórinn rembist við að nota orðfæri, sem hann telur snjallt og fyndið, en ræður lítið við, og verður, fyrir bragðið, fremur hótfyndni en eitthvað marktækt. Vélstjórinn segir svo í sömu grein, eftir að hafa gert lítið úr minni umfjöllun, sem þó byggir öll á staðreyndum: „Ætli reynsla þeirra sem farið hafa þúsundir kílómetra um veiðislóðirnar sé ekki marktækari“. Þetta verður auðvitað að skilja svo, að vélstjórinn sjálfur hafi farið þessar þúsundir kílómetra um veiðislóðir, alla vega tekið þar þátt, og viti hann miklu meira um þessi mál, en undirritaður, af eigin raun. Í framhaldinu leyfir hann sér svo að segja: „...sýnir hún hugaróra og ekki síður yfirgripsmikla vanþekkingu Oles“, væntanlega samanborðið við hina miklu þekkingu og reynslu vélstjórans. En, þessi Árni Árnason er lítt útreikanlegur eða skiljanlegur, því hann skrifar svo aftur blaðagrein 9. desember, þar sem hann segir: „...enda á ég hvorki byssu né byssuleyfi og hef ekki veitt eitt einasta hreindýr“. Vélstjórinn var sem sagt gasprandi um veiðimál, án þess að hafa nokkuð komið að slíku sjálfur. Reynslulaus og þekkingarlaus leigupenni fyrir einhverja veiðimenn, sem ekki treystu sér til að koma fram. Ekki hátt ris á því. Ekki verður frá þessari umræðu horfið, án þess að fjalla um eftirfarandi ummæli Árna Árnasonar, sem lítið veit um villt dýr og veiðar, nema hvað hann hefur, að eigin sögn, stundum stundað sjóstangaveiðar: „...það yrði nú áfall ef gefin yrðu út sakavottorð fyrir þorsk og loðnu, og allir vita jú að bæði sauðfé og nautgripir eru bullandi sek...“. Þetta kallar hann svo sinn góða húmor. Sú endaleysa, sem í þessum ummælum felst, er fyrir undirrituðum ekki húmor, heldur í skásta falli hótfyndni. Vélstjórinn klykkir svo út með þessu: „Mannskepnan er rándýr...“. Sem betur fer eru ekki allir menn eins, en vélstjórinn þekkir greinilega sitt heimafólk og sjálfan sig með. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar