Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 09:35 Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í Flataskóla. Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. Þann 7. desember síðastliðinn barst foreldrum barna í Hofsstaðaskóla póstur þar sem niðurstöður úr sýnatökum skólans voru kynntar. Mygla hafði fundist undir gólfdúk í þremur kennslustofum. Jafnframt greindist mygla í ryki í tveimur öðrum stofum. Alls fimm myglaðar stofur. Í gær hófst vinna skólann þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót. Daginn eftir tilkynninguna frá Hofsstaðaskóla var barst tilkynning frá öðrum skóla í Garðabæ, Flataskóla. Þar hafði líka fundist mygla á nokkrum stöðum auk þess sem tekið var fram að ástæða væri til að skoða húsnæðið enn betur. Í gær hófst vinna við Hofsstaðaskóla þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót.Vísir/Sigurjón Foreldrafélag skólans hefur síðustu tvö ár ítrekað bent á að aðgerða sé þörf þar sem nemendur og starfsfólk hafi verið að veikjast. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum. Hún segir illa hafi verið staðið að viðhaldi og bæjaryfirvöld hafi brugðist seint við ábendingum. Þá hafi ekki verið staðið vel að þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í hingað til. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum.Vísir/Sigurjón „Þetta hefur haft afleiðingar bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Þrátt fyrir gott samstarf við skólastjórnendur þá var bærinn mjög seinn að bregðast við. Við bindum vonir við að nú verði staðið betur að þessu. Það var mjög beinskeyttur fundur með bæjarstjóranum með foreldrum um daginn og bærinn er í raun og veru búinn að lofa að núna verði betur verði staðið að þessu. Við munum fylgjast náið með að þeir standi við það.“ Guðrún segir bæjaryfirvöld hafa lofað allsherjar úttekt á skólanum. „Og við sjáum að þar sem myglan er að koma upp á fleiri en einum stað, að það er það eina í stöðunni." Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál.Vísir/Sigurjón Almar Guðmundsson tók við sem bæjarstjóri Garðabæjar í júní. Hann segir bæjarstjórnina taka stöðuna mjög alvarlega. „Það gerum við með því að fara í heildarúttektir í fyrsta lagi. Í öðru lagi bendi ég á það að það var einhugur í bæjarstjórninni um að fara í myndarlegt endurbótaátak á húsnæði bæjarins. Það gerum við auðvitað líka til að vera forvirk í okkar aðgerðum. Ekki bara til að bregðast við eins og við erum að gera núna.“ Löng barátta framundan Það var í upphafi síðast árs sem mygla greindist fyrst í Flataskóla. Almar segir ljóst að einhverjar aðgerðir hafi ekki heppnast nægilega vel. „Nú er mjög mikilvægt, og það hefur verið síðan í haust okkar markmið að upplýsa beint og eiga samtal. Og vera auðvitað með aðgerðarplan sem kemur í veg fyrir það sem við erum að glíma við. Við teljum að með hjálp góðra og öflugra sérfræðinga séum við að nálgast það en þessi barátta er löng og við ætlum að tryggja það að börn og starfsmenn séu í umhverfi sem er heilnæmt og í lagi.“ Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál. „Íbúar í Garðabæ geta treyst því að við munum fylgja þessu máli mjög vel eftir bæði varðandi viðgerðir og endurbætur en ekki síst varðandi upplýsingastreymi og svör við spurningum og endurbótum,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Mygla Skóla - og menntamál Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þann 7. desember síðastliðinn barst foreldrum barna í Hofsstaðaskóla póstur þar sem niðurstöður úr sýnatökum skólans voru kynntar. Mygla hafði fundist undir gólfdúk í þremur kennslustofum. Jafnframt greindist mygla í ryki í tveimur öðrum stofum. Alls fimm myglaðar stofur. Í gær hófst vinna skólann þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót. Daginn eftir tilkynninguna frá Hofsstaðaskóla var barst tilkynning frá öðrum skóla í Garðabæ, Flataskóla. Þar hafði líka fundist mygla á nokkrum stöðum auk þess sem tekið var fram að ástæða væri til að skoða húsnæðið enn betur. Í gær hófst vinna við Hofsstaðaskóla þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót.Vísir/Sigurjón Foreldrafélag skólans hefur síðustu tvö ár ítrekað bent á að aðgerða sé þörf þar sem nemendur og starfsfólk hafi verið að veikjast. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum. Hún segir illa hafi verið staðið að viðhaldi og bæjaryfirvöld hafi brugðist seint við ábendingum. Þá hafi ekki verið staðið vel að þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í hingað til. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum.Vísir/Sigurjón „Þetta hefur haft afleiðingar bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Þrátt fyrir gott samstarf við skólastjórnendur þá var bærinn mjög seinn að bregðast við. Við bindum vonir við að nú verði staðið betur að þessu. Það var mjög beinskeyttur fundur með bæjarstjóranum með foreldrum um daginn og bærinn er í raun og veru búinn að lofa að núna verði betur verði staðið að þessu. Við munum fylgjast náið með að þeir standi við það.“ Guðrún segir bæjaryfirvöld hafa lofað allsherjar úttekt á skólanum. „Og við sjáum að þar sem myglan er að koma upp á fleiri en einum stað, að það er það eina í stöðunni." Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál.Vísir/Sigurjón Almar Guðmundsson tók við sem bæjarstjóri Garðabæjar í júní. Hann segir bæjarstjórnina taka stöðuna mjög alvarlega. „Það gerum við með því að fara í heildarúttektir í fyrsta lagi. Í öðru lagi bendi ég á það að það var einhugur í bæjarstjórninni um að fara í myndarlegt endurbótaátak á húsnæði bæjarins. Það gerum við auðvitað líka til að vera forvirk í okkar aðgerðum. Ekki bara til að bregðast við eins og við erum að gera núna.“ Löng barátta framundan Það var í upphafi síðast árs sem mygla greindist fyrst í Flataskóla. Almar segir ljóst að einhverjar aðgerðir hafi ekki heppnast nægilega vel. „Nú er mjög mikilvægt, og það hefur verið síðan í haust okkar markmið að upplýsa beint og eiga samtal. Og vera auðvitað með aðgerðarplan sem kemur í veg fyrir það sem við erum að glíma við. Við teljum að með hjálp góðra og öflugra sérfræðinga séum við að nálgast það en þessi barátta er löng og við ætlum að tryggja það að börn og starfsmenn séu í umhverfi sem er heilnæmt og í lagi.“ Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál. „Íbúar í Garðabæ geta treyst því að við munum fylgja þessu máli mjög vel eftir bæði varðandi viðgerðir og endurbætur en ekki síst varðandi upplýsingastreymi og svör við spurningum og endurbótum,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Mygla Skóla - og menntamál Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira