Öllu Evrópuflugi í fyrramálið með Icelandair aflýst Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2022 22:31 Öllu Evrópuflugi Icelandair í fyrramálið hefur verið aflýst. Hallfríður Ólafsdóttir Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi til Evrópi í fyrramálið. Dagflugi til Tenerife, Las Palmas og Boston hefur verið seinkað. Veðurspár benda til að svipaðar aðstæður gætu skipast á morgun og í dag þegar ekki tókst að halda Reykjanesbrautinni opinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að vonast sé eftir því að aðstæður við Keflavíkurflugvöll lagist eftir því sem líður á daginn. Farþegar sem eiga bókað flug með Icelandair eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélaginu. Unnið er að því að koma þeim farþegum sem hafa verið fastir á Keflavíkurflugvelli í dag með rútum til Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að staðan á flugvellinum hafi verið mjög snúin í dag þar sem starfsfólk átti í erfiðleikum með að komast til vinnu og því var fáliðað á flugvellinum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir daginn hafa verið afar erfiðan, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Við aðstæðurnar sem sköpuðust var ekki hægt að veita farþegum þá þjónustu sem flugfélagið hefði viljað. „Sem betur fer lítur nú út fyrir að í kvöld takist að koma farþegum frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins. Við gerum okkur grein fyrir því að þessar raskanir hafa mikil áhrif á hátíðaráætlanir margra og við gerum allt sem við getum til þess að koma öllum farþegum á áfangastað þegar veðrið hefur gengið yfir. Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki félagsins sem staðið hefur í eldlínunni í dag við mjög erfiðar aðstæður og farþegum okkar fyrir að sýna þolinmæði og skilning við erfiðar aðstæður,“ er haft eftir Boga í tilkynningu. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19. desember 2022 17:40 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að vonast sé eftir því að aðstæður við Keflavíkurflugvöll lagist eftir því sem líður á daginn. Farþegar sem eiga bókað flug með Icelandair eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélaginu. Unnið er að því að koma þeim farþegum sem hafa verið fastir á Keflavíkurflugvelli í dag með rútum til Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að staðan á flugvellinum hafi verið mjög snúin í dag þar sem starfsfólk átti í erfiðleikum með að komast til vinnu og því var fáliðað á flugvellinum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir daginn hafa verið afar erfiðan, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Við aðstæðurnar sem sköpuðust var ekki hægt að veita farþegum þá þjónustu sem flugfélagið hefði viljað. „Sem betur fer lítur nú út fyrir að í kvöld takist að koma farþegum frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins. Við gerum okkur grein fyrir því að þessar raskanir hafa mikil áhrif á hátíðaráætlanir margra og við gerum allt sem við getum til þess að koma öllum farþegum á áfangastað þegar veðrið hefur gengið yfir. Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki félagsins sem staðið hefur í eldlínunni í dag við mjög erfiðar aðstæður og farþegum okkar fyrir að sýna þolinmæði og skilning við erfiðar aðstæður,“ er haft eftir Boga í tilkynningu.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19. desember 2022 17:40 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58
Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38
Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19. desember 2022 17:40