Dofri bjargar borginni Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson skrifa 20. desember 2022 09:00 Nýverið ákváðu hinar opinberu stofnanir Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun að gera upp gufuborinn Dofra fyrir 36 milljónir. Gufuborinn er frá árinu 1957 en hann boraði síðustu holuna 1991. Borinn á að vera til sýnis í Elliðaárstöð sem Orkuveita Reykjavíkur hyggst gera upp fyrir 800 milljónir að auki. Líklega er jarðbor sem safngripur einhver undarlegasta hugmynd á þessu sviði. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir: ,,Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar.” Að borgarstjórn setji taprekstur fyrir sig er auðvitað nýlunda enda hefur tap verið rauður þráður í öllum rekstri borgarinnar. En niðurstaðan er sem sagt sú að það að láta virkjun framleiða rafmagn er tap en að eyða 800 milljónum í safn er þá væntanlega hagnaðardrifin starfsemi. Því miður var hins vegar ekkert ,,spjallað og fundað” með fólkinu sem nýtir sér heitt vatn til húshitunar og því engar nýjar borholur á teikniborðinu til að mæta vaxandi þörf. Sömuleiðis var ekkert fundað og spjallað um hvort fólk vildi fóta sig á hálum gangstéttum borgarinnar. Raunar verður að taka tillit til þess að borgarfulltrúar hafa verið uppteknir við að funda um kaup á ljósleiðara, væntanlega í framhaldi af spjalli og fundum með fólkinu sem notar fjarskipti sér til ,,lífsbótar”. Stjórnendum Orkuveitunnar er sjálfsagt ekki kunnugt um að borgarsjóður er rekinn með mesta halla frá upphafi mælinga. Vegna lélegs árangurs í fjármálalæsi hefur þetta dótturfélag Reykjavíkurborgar ákveðið að kaupa fjarskiptakerfi fyrir 3 milljarða með lánsfé. Á meðan dótturfélag borgarinnar eyðir um efni fram gengur snjómokstur hægt. Ekki skal þó örvænta um það efni því stýrihópur um endurskoðun vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum. Hann átti reyndar að skila tillögum að breytingum fyrir 2. nóvember sl. en vegna anna við umfjöllun um skýrslu með greiningu með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar fyrir bílastæðasjóð tókst ekki að ljúka verkinu áður en fyrsti snjórinn féll nú í vetur. Á sama tíma hafa svo verið lagðar fram tillögur í borgarstjórn um að spara skuli 100 milljónir í mötuneytiskostnaði í leikskólum með því að elda hafragrautinn miðlægt og keyra út. Einnig á að stytta opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 15 mínútur. Unglingarnir geta þá kannski skellt sér í dalinn og skoðað gufuborinn Dofra. Ef þeir komast leiðar sinnar. Höfundar búa í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið ákváðu hinar opinberu stofnanir Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun að gera upp gufuborinn Dofra fyrir 36 milljónir. Gufuborinn er frá árinu 1957 en hann boraði síðustu holuna 1991. Borinn á að vera til sýnis í Elliðaárstöð sem Orkuveita Reykjavíkur hyggst gera upp fyrir 800 milljónir að auki. Líklega er jarðbor sem safngripur einhver undarlegasta hugmynd á þessu sviði. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir: ,,Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar.” Að borgarstjórn setji taprekstur fyrir sig er auðvitað nýlunda enda hefur tap verið rauður þráður í öllum rekstri borgarinnar. En niðurstaðan er sem sagt sú að það að láta virkjun framleiða rafmagn er tap en að eyða 800 milljónum í safn er þá væntanlega hagnaðardrifin starfsemi. Því miður var hins vegar ekkert ,,spjallað og fundað” með fólkinu sem nýtir sér heitt vatn til húshitunar og því engar nýjar borholur á teikniborðinu til að mæta vaxandi þörf. Sömuleiðis var ekkert fundað og spjallað um hvort fólk vildi fóta sig á hálum gangstéttum borgarinnar. Raunar verður að taka tillit til þess að borgarfulltrúar hafa verið uppteknir við að funda um kaup á ljósleiðara, væntanlega í framhaldi af spjalli og fundum með fólkinu sem notar fjarskipti sér til ,,lífsbótar”. Stjórnendum Orkuveitunnar er sjálfsagt ekki kunnugt um að borgarsjóður er rekinn með mesta halla frá upphafi mælinga. Vegna lélegs árangurs í fjármálalæsi hefur þetta dótturfélag Reykjavíkurborgar ákveðið að kaupa fjarskiptakerfi fyrir 3 milljarða með lánsfé. Á meðan dótturfélag borgarinnar eyðir um efni fram gengur snjómokstur hægt. Ekki skal þó örvænta um það efni því stýrihópur um endurskoðun vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum. Hann átti reyndar að skila tillögum að breytingum fyrir 2. nóvember sl. en vegna anna við umfjöllun um skýrslu með greiningu með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar fyrir bílastæðasjóð tókst ekki að ljúka verkinu áður en fyrsti snjórinn féll nú í vetur. Á sama tíma hafa svo verið lagðar fram tillögur í borgarstjórn um að spara skuli 100 milljónir í mötuneytiskostnaði í leikskólum með því að elda hafragrautinn miðlægt og keyra út. Einnig á að stytta opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 15 mínútur. Unglingarnir geta þá kannski skellt sér í dalinn og skoðað gufuborinn Dofra. Ef þeir komast leiðar sinnar. Höfundar búa í Reykjavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar