„Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2022 13:00 Fostið síðustu daga hefur haft veruleg áhrif á rekstur sundlauganna. Vísir/Egill Sundlaugar Reykjavíkur verða áfram lokaðar í dag. Metið verður síðar í dag hvort hægt verði að opna á ný á morgun. Starfsfólkið mætti hins vegar til vinnu og nýtti tímann vel. Reykjavíkurborg ákvað að höfðu samráði við Veitur að hafa sundlaugar borgarinnar áfram lokaðar í dag. Það sama á við um Ylströndina í Nauthólsvík. Unnið er að því að ná upp fullum vatnsforða eftir bilun í Hellisheiðarvirkjun en viðgerðinni er lokið. Staðan verður metin eftir klukkan fjögur í dag varðandi opnun sundlauganna á morgun. Vonast er til að hægt verði að opna laugarnar að einhverju leyti eða að fullu í fyrramálið. Sundlaugunum var lokað fyrir hádegi í gær og hefur starfsfólkið síðan notað tímann til að þrífa og dytta að. „Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis. Það er búið að vera svona eiginlega sólarhringurinn síðan að hamast á því bara á fullu. Hvort sem það eru búningsklefar, niðurföll, rennur, gömul húðfita einhvers staðar þar sem að við höfum ekki komist með sterk efni til þess að hreinsa. Það er búið að vera verkefnið síðasta sólarhringinn og allir verið mjög öflugir,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Árni segir það sjaldgjæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið. Opnum snemma og lokum seint sem er algjört æði sko. Það eru algjör forréttindi að hafa sundlaug. Sérstaklega við svona aðstæður.“ Árni segir að í raun og veru sé nú ein allsherjar jólahreingerning að eiga sér stað í Laugardalslauginni. „Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar á aðfangadag því þá verður allt svo hreint og fínt hérna. Ég held að það verði enginn hreinni á jólunum heldur en þessi jól.“ Hann vonast til að hægt verði að opna aftur á morgun. „Við fáum að vita bara seinni partinn hvort það sé einhver möguleiki af því við viljum gjarnan opna fyrir góða fólkið okkar. Góðu gestina.“ Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 „Þetta er ein af okkar stærri bilunum“ Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir. 19. desember 2022 11:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Reykjavíkurborg ákvað að höfðu samráði við Veitur að hafa sundlaugar borgarinnar áfram lokaðar í dag. Það sama á við um Ylströndina í Nauthólsvík. Unnið er að því að ná upp fullum vatnsforða eftir bilun í Hellisheiðarvirkjun en viðgerðinni er lokið. Staðan verður metin eftir klukkan fjögur í dag varðandi opnun sundlauganna á morgun. Vonast er til að hægt verði að opna laugarnar að einhverju leyti eða að fullu í fyrramálið. Sundlaugunum var lokað fyrir hádegi í gær og hefur starfsfólkið síðan notað tímann til að þrífa og dytta að. „Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis. Það er búið að vera svona eiginlega sólarhringurinn síðan að hamast á því bara á fullu. Hvort sem það eru búningsklefar, niðurföll, rennur, gömul húðfita einhvers staðar þar sem að við höfum ekki komist með sterk efni til þess að hreinsa. Það er búið að vera verkefnið síðasta sólarhringinn og allir verið mjög öflugir,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Árni segir það sjaldgjæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið. Opnum snemma og lokum seint sem er algjört æði sko. Það eru algjör forréttindi að hafa sundlaug. Sérstaklega við svona aðstæður.“ Árni segir að í raun og veru sé nú ein allsherjar jólahreingerning að eiga sér stað í Laugardalslauginni. „Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar á aðfangadag því þá verður allt svo hreint og fínt hérna. Ég held að það verði enginn hreinni á jólunum heldur en þessi jól.“ Hann vonast til að hægt verði að opna aftur á morgun. „Við fáum að vita bara seinni partinn hvort það sé einhver möguleiki af því við viljum gjarnan opna fyrir góða fólkið okkar. Góðu gestina.“
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 „Þetta er ein af okkar stærri bilunum“ Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir. 19. desember 2022 11:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38
„Þetta er ein af okkar stærri bilunum“ Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir. 19. desember 2022 11:52