Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við fréttastofu. Fyrst var greint frá málinu á mbl.is.
„Tæknibilun kom upp fljótlega eftir flugtak. Samkvæmt verklagi er vélinni snúið við og til brottfararstaðar. Í kjölfarið var flugið fellt niður vegna afgreiðslutíma í Denver,“ segir Ásdís og bætir við að ekki hafi verið hægt að skipuleggja flug síðar í kvöld.
„Þetta eru 158 farþegar sem við verðum að útvega hótelgistingu. Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Ásdís Ýr.