Þrjú íslensk stórstjörnulið á CrossFit mótinu í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2022 09:30 Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppninni í Miami eins og margar stórar stjörnur kvenna megin. Instagram/@sarasigmunds Liðakeppni Wodapalooza CrossFit mótsins i Miami verður áhugaverðari með hverjum deginum enda bættist íslensk lið í hana annan daginn í röð. Wodapalooza mótið er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum og okkar konur ætla heldur betur að keppa við hvora aðra á mótinu en bara ekki í einstaklingskeppninni. Nú síðast var það gefið út Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppni mótsins en hún keppir líka í einstaklingskeppninni. Uppleggið hjá Wodapalooza í ár er þannig að á fimmtudag og föstudag er einstaklingskeppnin en svo á laugardag og sunnudag er liðakeppnin. Sara hefur nóg að gera þessa daga því hún ætlar að keppa bæði í einstaklings- og liðakeppni. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Sara, sem er að ná fullum styrk eftir krossbandsslit, verður í sannkölluðu endurkomuliði því með henni verður Emily Rolfe. Rolfe varð að hætta keppni á síðustu heimsleikum eftir að hafa fengið blóðtappa í vinstri handlegg. Það tókst sem betur fer að koma Rolfe undir réttar hendur fljótt og læknunum tókst að bjarga bæði henni og hendinni hennar. Þriðji meðlimur liðsins er síðan Ástralinn Katelin Van Zyl sem hefur keppt á heimsleikunum bæði í einstaklings og liðakeppni. Hún er tveggja barna móðir en hefur unnið sig til bara í heimsleikaform eftir það. Lið Söru mun keppa við tvö önnur Íslendingalið á Wodapalooza mótinu. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. Það er því alveg öruggt að liðakeppnin fellur ekki í skuggann á einstaklingskeppninni í ár og íslenskt CrossFit áhugafólk mun eflaust fylgjast mjög spennt með gangi mála. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Wodapalooza mótið er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum og okkar konur ætla heldur betur að keppa við hvora aðra á mótinu en bara ekki í einstaklingskeppninni. Nú síðast var það gefið út Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppni mótsins en hún keppir líka í einstaklingskeppninni. Uppleggið hjá Wodapalooza í ár er þannig að á fimmtudag og föstudag er einstaklingskeppnin en svo á laugardag og sunnudag er liðakeppnin. Sara hefur nóg að gera þessa daga því hún ætlar að keppa bæði í einstaklings- og liðakeppni. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Sara, sem er að ná fullum styrk eftir krossbandsslit, verður í sannkölluðu endurkomuliði því með henni verður Emily Rolfe. Rolfe varð að hætta keppni á síðustu heimsleikum eftir að hafa fengið blóðtappa í vinstri handlegg. Það tókst sem betur fer að koma Rolfe undir réttar hendur fljótt og læknunum tókst að bjarga bæði henni og hendinni hennar. Þriðji meðlimur liðsins er síðan Ástralinn Katelin Van Zyl sem hefur keppt á heimsleikunum bæði í einstaklings og liðakeppni. Hún er tveggja barna móðir en hefur unnið sig til bara í heimsleikaform eftir það. Lið Söru mun keppa við tvö önnur Íslendingalið á Wodapalooza mótinu. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. Það er því alveg öruggt að liðakeppnin fellur ekki í skuggann á einstaklingskeppninni í ár og íslenskt CrossFit áhugafólk mun eflaust fylgjast mjög spennt með gangi mála. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira