Viðar í Hetti: Fólki hrífst með og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2022 14:02 Hattarmaðurinn Timothy Guers keyrir á körfuna í leik á móti Haukum í Subway deildinni í vetur. Vísir/Bára Viðar Örn Hafsteinsson og lærisveinar hans í Hetti frá Egilsstöðum stigu sögulegt skref á dögunum með því að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta. Höttur er því á leiðinni í bikarúrslit í Laugardalshöllinni i fyrsta sinn en liðið mætir Val í undanúrslitaleiknum 11. janúar næstkomandi. Höttur er því bara einum sigri frá bikarúrslitaleik á móti Stjörnunni eða Keflavík sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Guðjón Guðmundsson hitti Viðar en það að komast í undanúrslit hefur mikla þýðingu fyrir Hött og fólkið í Múlaþingi. Í vegferð fyrir rúmum áratug „Við fórum í einhverja vegferð fyrir tíu til tólf árum síðan og skref fyrir skref þá eflist þetta. Við ætluðum að vera komin lengra því við settum okkur þriggja ára markmið fyrir tólf árum að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Það er búið að taka einhver tólf ár og við erum ekki enn þá búin að ná því. Við verðum bara að halda áfram í vinnunni,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson. Viðar Örn Hafsteinsson er alltaf skemmtilegur á hliðarlínunni og ástríðan leynir sér ekki.Vísir/Bára Það hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið að Höttur sem að keppa meðal þeirra bestu? „Það gerir það. Maður finnur það núna, þegar það gengur betur heldur en nokkru sinni áður og við komin í undanúrslit í bikar, að fólk hrífst með. Þetta skiptir fólk máli í samfélaginu og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn,“ sagði Viðar. Gaupi vildi fá að vita hvort það væri ekki erfitt að halda svona liði úti á Egilsstöðum. „Ég held að það sé ekkert erfiðara heldur en hvar annars staðar. Auðvitað erum við fámennari og með færri krakka en stóru félögin í Reykjavík. Við látum bara hlutina ganga og rekum þetta eftir ákveðnu módeli sem við höfum gert í nokkur ár. Það hefur gengið ágætlega en betur má ef duga skal,“ sagði Viðar. Klippa: Viðar um undanúrslitaleik Hattar í bikarnum Draumur að komast í bikarúrslit Hvar vill Viðar sjá Hött vera í íslenskum körfubolta? „Ég hef unnið eftir því statt og stöðugt að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Ég vil sjá okkur sem stabílt úrvalsdeildarlið. Ef við horfum nokkrar vikur fram í tímann þá væri ákveðinn draumur að komast í bikarúrslit en ef við horfum lengra fram í tímann þá er stóra markmiðið okkar að félagið nái stöðugleika í úrvalsdeild,“ sagði Viðar. Vísir/Bára Höttur spilar undanúrslitaleik sinn í Laugardalshöllinni 11. janúar næstkomandi en á Viðar von á því að fólk fjölmenni að austan. „Það eru einhverjir sem eru þegar búnir að kaupa sér far og Icelandair er með eitthvað tilboð fyrir fólk að austan. Auðvitað er líka fullt af fólki af Austurfjörðum, frá Egilsstöðum og alls staðar að úr Múlaþingi, sem býr hér í borginni. Það fólk hefur rætur austur og ég set kröfu á að það fólk fjölmenni,“ sagði Viðar. Kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með „Svo er alltaf gamla klisjan. Það kostar pening að reka svona lið eins og Höttur er með,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Já, það kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með eða hvað það er. Þetta kostar allt peninga en við erum með gott fólk í stjórn og frábært fólk í öllu utanumhaldi. Öfluga bakhjarla í fyrirtækjunum fyrir austan og eins og á landsvísu. Ferðakostnaðurinn hjá okkur er hærri en hjá öðrum en það eru aðrir liðir sem eru lægri. Svona gengur þetta bara,“ sagði Viðar. VÍS-bikarinn Subway-deild karla Höttur Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Höttur er því á leiðinni í bikarúrslit í Laugardalshöllinni i fyrsta sinn en liðið mætir Val í undanúrslitaleiknum 11. janúar næstkomandi. Höttur er því bara einum sigri frá bikarúrslitaleik á móti Stjörnunni eða Keflavík sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Guðjón Guðmundsson hitti Viðar en það að komast í undanúrslit hefur mikla þýðingu fyrir Hött og fólkið í Múlaþingi. Í vegferð fyrir rúmum áratug „Við fórum í einhverja vegferð fyrir tíu til tólf árum síðan og skref fyrir skref þá eflist þetta. Við ætluðum að vera komin lengra því við settum okkur þriggja ára markmið fyrir tólf árum að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Það er búið að taka einhver tólf ár og við erum ekki enn þá búin að ná því. Við verðum bara að halda áfram í vinnunni,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson. Viðar Örn Hafsteinsson er alltaf skemmtilegur á hliðarlínunni og ástríðan leynir sér ekki.Vísir/Bára Það hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið að Höttur sem að keppa meðal þeirra bestu? „Það gerir það. Maður finnur það núna, þegar það gengur betur heldur en nokkru sinni áður og við komin í undanúrslit í bikar, að fólk hrífst með. Þetta skiptir fólk máli í samfélaginu og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn,“ sagði Viðar. Gaupi vildi fá að vita hvort það væri ekki erfitt að halda svona liði úti á Egilsstöðum. „Ég held að það sé ekkert erfiðara heldur en hvar annars staðar. Auðvitað erum við fámennari og með færri krakka en stóru félögin í Reykjavík. Við látum bara hlutina ganga og rekum þetta eftir ákveðnu módeli sem við höfum gert í nokkur ár. Það hefur gengið ágætlega en betur má ef duga skal,“ sagði Viðar. Klippa: Viðar um undanúrslitaleik Hattar í bikarnum Draumur að komast í bikarúrslit Hvar vill Viðar sjá Hött vera í íslenskum körfubolta? „Ég hef unnið eftir því statt og stöðugt að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Ég vil sjá okkur sem stabílt úrvalsdeildarlið. Ef við horfum nokkrar vikur fram í tímann þá væri ákveðinn draumur að komast í bikarúrslit en ef við horfum lengra fram í tímann þá er stóra markmiðið okkar að félagið nái stöðugleika í úrvalsdeild,“ sagði Viðar. Vísir/Bára Höttur spilar undanúrslitaleik sinn í Laugardalshöllinni 11. janúar næstkomandi en á Viðar von á því að fólk fjölmenni að austan. „Það eru einhverjir sem eru þegar búnir að kaupa sér far og Icelandair er með eitthvað tilboð fyrir fólk að austan. Auðvitað er líka fullt af fólki af Austurfjörðum, frá Egilsstöðum og alls staðar að úr Múlaþingi, sem býr hér í borginni. Það fólk hefur rætur austur og ég set kröfu á að það fólk fjölmenni,“ sagði Viðar. Kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með „Svo er alltaf gamla klisjan. Það kostar pening að reka svona lið eins og Höttur er með,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Já, það kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með eða hvað það er. Þetta kostar allt peninga en við erum með gott fólk í stjórn og frábært fólk í öllu utanumhaldi. Öfluga bakhjarla í fyrirtækjunum fyrir austan og eins og á landsvísu. Ferðakostnaðurinn hjá okkur er hærri en hjá öðrum en það eru aðrir liðir sem eru lægri. Svona gengur þetta bara,“ sagði Viðar.
VÍS-bikarinn Subway-deild karla Höttur Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira