Landsliðsfólk borgar svo leikirnir fáist sýndir á RÚV Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 10:31 Úr landsleik blaklandsliðs Íslands við Belgíu. Vísir/Vilhelm Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir fréttaflutning villandi um kostnað landsliðsfólks í blaki af útsendingum RÚV frá landsleikjum. Afreksfólk í greininni þarf hins vegar að standa straum af eigin afrekum, og útsendingakostnaður RÚV fellur undir það. Greint var frá því á Mbl.is í gær að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund krónur hvert vegna útsendinga RÚV frá leikjum landsliðanna í blaki. Það var haft eftir Jónu Margréti Arnarsdóttur í hlaðvarpinu Mín skoðun með Valtý Birni Valtýssyni. Jóna Margrét greindi enn fremur frá því að landsliðsfólk þyrfti að verða af tekjum til að taka þátt í landsliðsstarfi. Hún, sem er búsett á Akureyri, hafi sjálf þurft að finna sér húsnæði í Reykjavík á meðan landsliðsæfingum stóð í höfuðstaðnum, á eigin kostnað. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands.vísir/s2s Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir í samtali við Vísi að fréttaflutningur gærdagsins sé villandi. „Þetta er röng fyrirsögn,“ segir Grétar og vísar til fyrirsagnarinnar á frétt gærdagsins, Landsliðsfólk þarf að greiða vegna útsendinga RÚV. „RÚV er ekki að senda neina reikninga á landsliðsfólk,“ segir hann. Kostnaður landsliðsfólks í blaki sé sannarlega mikill til að taka þátt í starfinu en villandi sé að greina frá því að mesta kvöðin sé vegna útsendinga RÚV og landsliðsfólk greiði allan þann kostnað. „Það eru reglur um útsendingar, gæði og stærð, fjölda véla og fleira sem kemur frá Blaksambandi Evrópu,“ segir hann um landsliðsverkefnin. Ísland geti ekki tekið þátt án þess að uppfylla þær kröfur og þar komi RÚV inn í myndina sem sá aðili sem heldur utan um útsendingarnar. Því miður greiðir afreksmaðurinn fyrir eigið afrek „Blaksambandið sendir reikning fyrir útlögðum kostnaði í afreksstarfi. Því miður þarf afreksmaðurinn í raun að greiða fyrir sitt afrek,“ segir Grétar. Sá kostnaður sé mikill og blaksambandið þurfi sannarlega að greiða fyrir útsendingar RÚV, en það er aðeins hluti kostnaðar sem fylgi afreksstarfinu. Hann segir sambandið gera sitt besta til að koma til móts við landsliðsfólkið en umhverfið sé þannig að því miður þurfi landsliðsfólk að greiða sinn skerf. Kostnaður af útsendingum RÚV fellur því, að hluta til, á landsliðsfólk í blaki. „En landsliðsfólkið er ekki að greiða allan kostnaðinn, Blaksambandið ber þar stóran hluta. En til þess að taka þátt í verkefni af þessari stærðargráðu þarf landsliðsfólkið að taka þátt í kostnaði,“ segir Grétar. Blak Ríkisútvarpið Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Greint var frá því á Mbl.is í gær að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund krónur hvert vegna útsendinga RÚV frá leikjum landsliðanna í blaki. Það var haft eftir Jónu Margréti Arnarsdóttur í hlaðvarpinu Mín skoðun með Valtý Birni Valtýssyni. Jóna Margrét greindi enn fremur frá því að landsliðsfólk þyrfti að verða af tekjum til að taka þátt í landsliðsstarfi. Hún, sem er búsett á Akureyri, hafi sjálf þurft að finna sér húsnæði í Reykjavík á meðan landsliðsæfingum stóð í höfuðstaðnum, á eigin kostnað. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands.vísir/s2s Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir í samtali við Vísi að fréttaflutningur gærdagsins sé villandi. „Þetta er röng fyrirsögn,“ segir Grétar og vísar til fyrirsagnarinnar á frétt gærdagsins, Landsliðsfólk þarf að greiða vegna útsendinga RÚV. „RÚV er ekki að senda neina reikninga á landsliðsfólk,“ segir hann. Kostnaður landsliðsfólks í blaki sé sannarlega mikill til að taka þátt í starfinu en villandi sé að greina frá því að mesta kvöðin sé vegna útsendinga RÚV og landsliðsfólk greiði allan þann kostnað. „Það eru reglur um útsendingar, gæði og stærð, fjölda véla og fleira sem kemur frá Blaksambandi Evrópu,“ segir hann um landsliðsverkefnin. Ísland geti ekki tekið þátt án þess að uppfylla þær kröfur og þar komi RÚV inn í myndina sem sá aðili sem heldur utan um útsendingarnar. Því miður greiðir afreksmaðurinn fyrir eigið afrek „Blaksambandið sendir reikning fyrir útlögðum kostnaði í afreksstarfi. Því miður þarf afreksmaðurinn í raun að greiða fyrir sitt afrek,“ segir Grétar. Sá kostnaður sé mikill og blaksambandið þurfi sannarlega að greiða fyrir útsendingar RÚV, en það er aðeins hluti kostnaðar sem fylgi afreksstarfinu. Hann segir sambandið gera sitt besta til að koma til móts við landsliðsfólkið en umhverfið sé þannig að því miður þurfi landsliðsfólk að greiða sinn skerf. Kostnaður af útsendingum RÚV fellur því, að hluta til, á landsliðsfólk í blaki. „En landsliðsfólkið er ekki að greiða allan kostnaðinn, Blaksambandið ber þar stóran hluta. En til þess að taka þátt í verkefni af þessari stærðargráðu þarf landsliðsfólkið að taka þátt í kostnaði,“ segir Grétar.
Blak Ríkisútvarpið Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira