Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. desember 2022 21:50 Konráð S. Guðjónsson er efnahagsráðjafi Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Hagstofa Íslands hefur ákveðið að veita starfsmönnum sínum aukalega vikulangt jólafrí. Hagstofan verður lokuð á milli jóla og nýárs. Hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins segir fríið koma spánskt fyrir sjónir í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hagstofan tilkynnti um lokunina í tilkynningu á Twitter. Í samtali við mbl.is segir Hrafnhildur Arnkelsdóttir hagstofustjóri að fríið sé leið til að verðlauna starfsmenn fyrir vel unnin störf. Ekki sé veitt slíkt frí hvert ár en Hrafnhildur segir að fríið sé hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins setur spurningamerki við þessa ákvörðun Hagstofunnar. „Sex dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóg,“ skrifar Konráð á Twitter. 6 dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóghttps://t.co/6DLGcvoWjp— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) December 21, 2022 „Þetta óneitanlega skýtur skökku við, ég veit ekki til þess að heilu fyrirtækin bara loki á milli jóla og nýárs,“ segir Konráð í samtali við fréttastofu. Mikill munur á opinberum og almennum vinnumarkaði Þar sem að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði fái fleiri orlofsdaga ofan á styttri vinnuviku komi þessi ákvörðun honum spánskt fyrir sjónir. „Orlofsrétturinn er almennt um 30 dagar á opinberum vinnumarkaði, samanborið við um 24 á almennum vinnumarkaði. Vinnutímastyttingin sem ráðist var í á síðustu árum var einnig miklu meiri hjá hinu opinbera,“ segir Konráð. Hann telur einnig að varlega þurfi að fara í sakirnar þegar það kemur að vinnutímastyttingu. „Í úttekt á vegum fjármálaráðuneytisins á styttingu vinnuvikunnar hjá ríkinu virðist niðurstaðan vera að ávinningur af styttingu sé ekki jafn mikill og vonast var til. Þetta er bara mjög kostnaðarsamt.“ Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hagstofan tilkynnti um lokunina í tilkynningu á Twitter. Í samtali við mbl.is segir Hrafnhildur Arnkelsdóttir hagstofustjóri að fríið sé leið til að verðlauna starfsmenn fyrir vel unnin störf. Ekki sé veitt slíkt frí hvert ár en Hrafnhildur segir að fríið sé hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins setur spurningamerki við þessa ákvörðun Hagstofunnar. „Sex dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóg,“ skrifar Konráð á Twitter. 6 dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóghttps://t.co/6DLGcvoWjp— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) December 21, 2022 „Þetta óneitanlega skýtur skökku við, ég veit ekki til þess að heilu fyrirtækin bara loki á milli jóla og nýárs,“ segir Konráð í samtali við fréttastofu. Mikill munur á opinberum og almennum vinnumarkaði Þar sem að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði fái fleiri orlofsdaga ofan á styttri vinnuviku komi þessi ákvörðun honum spánskt fyrir sjónir. „Orlofsrétturinn er almennt um 30 dagar á opinberum vinnumarkaði, samanborið við um 24 á almennum vinnumarkaði. Vinnutímastyttingin sem ráðist var í á síðustu árum var einnig miklu meiri hjá hinu opinbera,“ segir Konráð. Hann telur einnig að varlega þurfi að fara í sakirnar þegar það kemur að vinnutímastyttingu. „Í úttekt á vegum fjármálaráðuneytisins á styttingu vinnuvikunnar hjá ríkinu virðist niðurstaðan vera að ávinningur af styttingu sé ekki jafn mikill og vonast var til. Þetta er bara mjög kostnaðarsamt.“
Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira