„Tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. desember 2022 22:39 Logi Geirsson er vægast sagt að verða spenntur fyrir komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images Óhætt er að segja að eftirvænting íslensku þjóðarinnar fyrir HM í handbolta sé orðin mikil. Logi Gerisson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, er líklega einn spenntasti maður landsins þessa dagana og hann var á línunni í seinasta þætti af Handkastinu. „Það er óhætt að segja það,“ sagði Logi, aðspurður að því hvort hann væri kominn með fiðring í mallakút eins og stjórnandi þáttarins, Arnar Daði Arnarsson, komst svo skemmtilega að orði. „Ég byrjaði að lýsa stórmótum stuttu eftir að ég hætti. Síðasta stórmótið mitt var EM 2010 þegar við fengum bronsið og eftir það hef ég bara verið í sjónvarpinu öll stórmót síðan.“ „Ég finn bara núna að þetta er öðruvísi. Núna er tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London. Við erum að fara á þetta heimsmeistaramót til að gera einhverja hluti og við erum bara bjartsýn. Við sjáum það bara að Norðmenn sem eru með lélegra lið en við að mínu mati, þeir eru að stefna á gullið. Við eigum bara að gera það líka.“ Þá vildi Arnar fá að heyra skoðun Loga á landsliðshópnum sem verður kynntur á morgun. Sjálfur var Arnar búinn að henda fram sínum pælingum á Twitter-síðu sinni þar sem hann veltir yfir sér ýmusm hlutum varðandi hópinn. Gummi Gumm tilkynnir HM landsliðshópinn sinn á fimmtudaginn. Spurningarmerkin eru fá en þau eru þó nokkur.A) Tekur hann 2 eða 3 markmenn?B) Hákon Daði, Orri Freyr eða Stiven?C) Donni eða Teitur?D) Teitur eða Óðinn?Það er 23 dagar í fyrsta leik Íslands á HM! #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) December 20, 2022 Logi tók sér góðan tíma í að velta þessu fyrir sér með Arnari, enda engar smá ákvarðanir sem Guðmundur Guðmundsson á fyrir höndum þegar kemur að því að velja landsliðshópinn. Logi var viss um að í hópnum yrðu þrír markmenn og ef hann væri í sætinu hans Gumma þá myndi hann taka Stiven Tobar Valencia með í staðinn fyrir Hákon Daða Styrmisson. Þá átti Logi erfitt með að velja á milli manna á hægri vængnum, en umræðuna, sem hefst eftir 37 mínútur, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: HM Handkastið x Pitturinn HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
„Það er óhætt að segja það,“ sagði Logi, aðspurður að því hvort hann væri kominn með fiðring í mallakút eins og stjórnandi þáttarins, Arnar Daði Arnarsson, komst svo skemmtilega að orði. „Ég byrjaði að lýsa stórmótum stuttu eftir að ég hætti. Síðasta stórmótið mitt var EM 2010 þegar við fengum bronsið og eftir það hef ég bara verið í sjónvarpinu öll stórmót síðan.“ „Ég finn bara núna að þetta er öðruvísi. Núna er tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London. Við erum að fara á þetta heimsmeistaramót til að gera einhverja hluti og við erum bara bjartsýn. Við sjáum það bara að Norðmenn sem eru með lélegra lið en við að mínu mati, þeir eru að stefna á gullið. Við eigum bara að gera það líka.“ Þá vildi Arnar fá að heyra skoðun Loga á landsliðshópnum sem verður kynntur á morgun. Sjálfur var Arnar búinn að henda fram sínum pælingum á Twitter-síðu sinni þar sem hann veltir yfir sér ýmusm hlutum varðandi hópinn. Gummi Gumm tilkynnir HM landsliðshópinn sinn á fimmtudaginn. Spurningarmerkin eru fá en þau eru þó nokkur.A) Tekur hann 2 eða 3 markmenn?B) Hákon Daði, Orri Freyr eða Stiven?C) Donni eða Teitur?D) Teitur eða Óðinn?Það er 23 dagar í fyrsta leik Íslands á HM! #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) December 20, 2022 Logi tók sér góðan tíma í að velta þessu fyrir sér með Arnari, enda engar smá ákvarðanir sem Guðmundur Guðmundsson á fyrir höndum þegar kemur að því að velja landsliðshópinn. Logi var viss um að í hópnum yrðu þrír markmenn og ef hann væri í sætinu hans Gumma þá myndi hann taka Stiven Tobar Valencia með í staðinn fyrir Hákon Daða Styrmisson. Þá átti Logi erfitt með að velja á milli manna á hægri vængnum, en umræðuna, sem hefst eftir 37 mínútur, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: HM Handkastið x Pitturinn
HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira