Viðbúið að heimilin muni færa sig í auknum mæli yfir í verðtryggð lán Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. desember 2022 13:30 Færri hafa tök á því að fjármagna íbúðakaup með óverðtryggðum lánum. Vísir/Vilhelm Verðtryggð lán njóta aukinna vinsælda um þessar mundir að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Vextir á verðtryggðum lánum séu hagkvæmari og það hafi ekki sést í nokkur ár en fæstir geti fjármagnað íbúðakaup með óverðtryggðu láni. Viðbúið sé að heimili muni í auknum mæli færa sig yfir í verðtryggð lán, sem Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af. Samkvæmt nýjustu skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar hefur íbúðum til sölu fjölgað milli mánaða og í október höfðu kaupsamningar ekki verið færri á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2013. Um tuttugu prósent íbúða seldust yfir ásettu verði í nóvember, samanborið við ríflega 24 prósent í október og 65 prósent í apríl, þegar mest var. Þá virðist fasteignaverð vera að staðna. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá HMS, segir að um sé að ræða þróun á húsnæðismarkaði sem hefur verið í gangi undanfarna mánuði. „Hann er að halda áfram að kólna í kjölfar stýrivaxtahækkana, hann er samt alls ekki í frostmarki eða neitt svoleiðis, en það eru færri kaupsamningar, færri íbúðir að seljast yfir ásettu verði og bara allir mælikvarðar benda til þess að það sé að kólna,“ segir Kári en umsvið á fasteignamarkaði eru að nálgast það sem var árið 2013. Verðtryggðu lánin mun vinsælli Eitt af því sem standi þó upp úr sé að verðtryggð lán séu nú að njóta aukinna vinsælda. „Verðtryggðir vextir eru mögulega orðnir hagkvæmari núna en óverðtryggðir af því að óverðtryggðir vextir eru búnir að hækka svo mikið. Þannig að ef spá Seðlabankans um verðbólgu núna næstu tólf mánuði gengur eftir þá er í rauninni hagkvæmara að vera með verðtryggða vexti núna og það er eitthvað sem við höfum ekki séð í nokkur ár,“ segir Kári. Hann vísar til þess að greiðslubyrði á óverðtryggðum lánum hafi aukist um tugi prósenta. Fáir hafi efni á því að kaupa íbúðir og fjármagna þær með óverðtryggðum lánum. Greiðslubyrði hjá einstakling með óverðtryggt lán sé nú ríflega tvöfalt meiri á mánuði en fyrir einu og hálfu ári fyrir sambærilega íbúð á meðan greiðslubyrði á verðtryggðu láni er svipuð. Hvort það verði áfram hagkvæmara í framtíðinni sé ómögulegt að segja en það fari eftir því hversu hratt verðbólgan hjaðnar. Verðbólga þyrfti að fara niður í um það bil fimm prósent eftir ár, miðað við núverandi vexti, til að óverðtryggð lán yrðu aftur hagkvæmari, þannig að vextir á verðtryggðum lánum og verðbólga væru samanlagt hærri en óverðtryggðir vextir. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 9,6 prósent og hækkaði um 0,3 prósentustig milli mánaða í desember. „Þróunin á næstu misserum fer kannski að stóru leyti eftir því hversu tilbúið fólk er til í að taka verðtryggð lán. Við vitum að þegar fólk ræður við greiðslubyrði á verðtryggðum lánum þá virðast þau vera mun vinsælli,“ segir Kári. Seðlabankastjóri lýsti því yfir fyrr á árinu að hann hefði áhyggjur af mögulegri endurkomu verðtryggingar samhliða hækkandi vöxtum og reglum um hámark greiðslubyrðar sem tóku gildi í apríl. Það virðist þó vera staðan. „Ég held að við gætum farið að sjá ekki bara að fólk sé að taka verðtryggð lán þegar þau kaupa húsnæði heldur að sumir muni endurfjármagna yfir í verðtryggðu lánin til að lækka greiðslubyrði sína,“ segir Kári. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða ekki verið meiri frá upphafi faraldurs Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru meiri en sem nam öllum upp- og umframgreiðslum þeirra í október í fyrsta sinn frá því á vormánuðum ársins 2020. Bankar og lífeyrissjóðir veittu samanlagt lítillega meira af verðtryggðum lánum með veði í íbúð heldur en óverðtryggðum í mánuðinum. 8. desember 2022 06:30 „Umhugsunarefni“ að lífeyrissjóðir kaupi ekki sértryggðar útgáfur bankanna Núna þegar vaxtastig fer hækkandi eftir langt tímabil þar sem áhætta var ekki rétt verðlögð þá hljóta ótryggðar skuldabréfaútgáfur bankanna að byrja að verða „aðlaðandi“ fyrir fjárfesta á borð við íslensku lífeyrissjóðina, að sögn varaseðlabankastjóra. Hann segir það jafnframt vera „umhugsunarefni“ af hverju lífeyrissjóðirnir séu ekki í meira mæli að kaupa sértryggðar útgáfur af íslensku bönkunum sem skili þeim betri ávöxtun borið saman við að lána beint út til sjóðsfélaga sinna. 7. desember 2022 15:31 Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi. 29. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar hefur íbúðum til sölu fjölgað milli mánaða og í október höfðu kaupsamningar ekki verið færri á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2013. Um tuttugu prósent íbúða seldust yfir ásettu verði í nóvember, samanborið við ríflega 24 prósent í október og 65 prósent í apríl, þegar mest var. Þá virðist fasteignaverð vera að staðna. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá HMS, segir að um sé að ræða þróun á húsnæðismarkaði sem hefur verið í gangi undanfarna mánuði. „Hann er að halda áfram að kólna í kjölfar stýrivaxtahækkana, hann er samt alls ekki í frostmarki eða neitt svoleiðis, en það eru færri kaupsamningar, færri íbúðir að seljast yfir ásettu verði og bara allir mælikvarðar benda til þess að það sé að kólna,“ segir Kári en umsvið á fasteignamarkaði eru að nálgast það sem var árið 2013. Verðtryggðu lánin mun vinsælli Eitt af því sem standi þó upp úr sé að verðtryggð lán séu nú að njóta aukinna vinsælda. „Verðtryggðir vextir eru mögulega orðnir hagkvæmari núna en óverðtryggðir af því að óverðtryggðir vextir eru búnir að hækka svo mikið. Þannig að ef spá Seðlabankans um verðbólgu núna næstu tólf mánuði gengur eftir þá er í rauninni hagkvæmara að vera með verðtryggða vexti núna og það er eitthvað sem við höfum ekki séð í nokkur ár,“ segir Kári. Hann vísar til þess að greiðslubyrði á óverðtryggðum lánum hafi aukist um tugi prósenta. Fáir hafi efni á því að kaupa íbúðir og fjármagna þær með óverðtryggðum lánum. Greiðslubyrði hjá einstakling með óverðtryggt lán sé nú ríflega tvöfalt meiri á mánuði en fyrir einu og hálfu ári fyrir sambærilega íbúð á meðan greiðslubyrði á verðtryggðu láni er svipuð. Hvort það verði áfram hagkvæmara í framtíðinni sé ómögulegt að segja en það fari eftir því hversu hratt verðbólgan hjaðnar. Verðbólga þyrfti að fara niður í um það bil fimm prósent eftir ár, miðað við núverandi vexti, til að óverðtryggð lán yrðu aftur hagkvæmari, þannig að vextir á verðtryggðum lánum og verðbólga væru samanlagt hærri en óverðtryggðir vextir. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 9,6 prósent og hækkaði um 0,3 prósentustig milli mánaða í desember. „Þróunin á næstu misserum fer kannski að stóru leyti eftir því hversu tilbúið fólk er til í að taka verðtryggð lán. Við vitum að þegar fólk ræður við greiðslubyrði á verðtryggðum lánum þá virðast þau vera mun vinsælli,“ segir Kári. Seðlabankastjóri lýsti því yfir fyrr á árinu að hann hefði áhyggjur af mögulegri endurkomu verðtryggingar samhliða hækkandi vöxtum og reglum um hámark greiðslubyrðar sem tóku gildi í apríl. Það virðist þó vera staðan. „Ég held að við gætum farið að sjá ekki bara að fólk sé að taka verðtryggð lán þegar þau kaupa húsnæði heldur að sumir muni endurfjármagna yfir í verðtryggðu lánin til að lækka greiðslubyrði sína,“ segir Kári.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða ekki verið meiri frá upphafi faraldurs Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru meiri en sem nam öllum upp- og umframgreiðslum þeirra í október í fyrsta sinn frá því á vormánuðum ársins 2020. Bankar og lífeyrissjóðir veittu samanlagt lítillega meira af verðtryggðum lánum með veði í íbúð heldur en óverðtryggðum í mánuðinum. 8. desember 2022 06:30 „Umhugsunarefni“ að lífeyrissjóðir kaupi ekki sértryggðar útgáfur bankanna Núna þegar vaxtastig fer hækkandi eftir langt tímabil þar sem áhætta var ekki rétt verðlögð þá hljóta ótryggðar skuldabréfaútgáfur bankanna að byrja að verða „aðlaðandi“ fyrir fjárfesta á borð við íslensku lífeyrissjóðina, að sögn varaseðlabankastjóra. Hann segir það jafnframt vera „umhugsunarefni“ af hverju lífeyrissjóðirnir séu ekki í meira mæli að kaupa sértryggðar útgáfur af íslensku bönkunum sem skili þeim betri ávöxtun borið saman við að lána beint út til sjóðsfélaga sinna. 7. desember 2022 15:31 Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi. 29. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða ekki verið meiri frá upphafi faraldurs Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru meiri en sem nam öllum upp- og umframgreiðslum þeirra í október í fyrsta sinn frá því á vormánuðum ársins 2020. Bankar og lífeyrissjóðir veittu samanlagt lítillega meira af verðtryggðum lánum með veði í íbúð heldur en óverðtryggðum í mánuðinum. 8. desember 2022 06:30
„Umhugsunarefni“ að lífeyrissjóðir kaupi ekki sértryggðar útgáfur bankanna Núna þegar vaxtastig fer hækkandi eftir langt tímabil þar sem áhætta var ekki rétt verðlögð þá hljóta ótryggðar skuldabréfaútgáfur bankanna að byrja að verða „aðlaðandi“ fyrir fjárfesta á borð við íslensku lífeyrissjóðina, að sögn varaseðlabankastjóra. Hann segir það jafnframt vera „umhugsunarefni“ af hverju lífeyrissjóðirnir séu ekki í meira mæli að kaupa sértryggðar útgáfur af íslensku bönkunum sem skili þeim betri ávöxtun borið saman við að lána beint út til sjóðsfélaga sinna. 7. desember 2022 15:31
Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi. 29. nóvember 2022 07:01