Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 15:30 Stórskotaliðsvopn hafa skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu þar sem víglínur hafa að mestu lítið hreyfst, fyrir utan nokkrar umfangsmiklar breytingar eins og undanhald Rússa frá Kænugarði, Kharkív og vesturbakka Dniproár. AP/LIBKOS Ríki Evrópu eiga í vandræðum með að auka framleiðslu hergagna, þrátt fyrir að mörg af stærstu vopnaframleiðslufyrirtækjum heims megi finna á heimsálfunni. Vandræðin snúa sérstaklega að framleiðslu skotfæra fyrir stórskotaliðsvopn. Vopnasendingar til Úkraínu hafa gengið nokkuð á skotfærageymslur Evrópu. Dræm framleiðslugeta, skortur á sérhæfðu starfsfólki, vandamál með birgðakeðjur, hár fjármagnskostnaður og regluverk Evrópusambandsins er sagt hafa komið niður á getu Evrópu til að halda í við skotaflæðið til Úkraínu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Stórskotaliðsvopn hafa skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu en skotfæraframleiðsla hefur ekki haldið í við notkun Rússa og Úkraínumanna í stríðinu. Bakhjarlar Úkraínu hafa þó líklegast meiri framleiðslugetu en Rússar, sem sagðir eru hafa leitað til Írans og Norður-Kóreu eftir skotfærum. Frásagnir úkraínskra hermanna af því að stórskotaliðsárásum Rússa hafi fækkað renna stoðum undir fregnir af skotfæraskorti hjá Rússum. Ráðmenn á Vesturlöndum segja Rússa byrjaða að nota mjög gamlar sprengikúlur og Bandaríkjamenn tilkynntu nýverið að miklu púðri yrði varið í það að auka framleiðslugetu þar í landi. Til að mynda stæði til að auka framleiðslugetu á 155 mm sprengikúlum, sem er hefðbundin hlaupvídd stórskotaliðs NATO, úr um fjórtán þúsund skotum á mánuði í um fjörutíu þúsund árið 2025. Til samanburðar er áætlað að Úkraínumenn noti minnst níutíu þúsund sprengikúlur og eldflaugar í hverjum mánuði. Rússar hafa líklega verið að nota enn meira en það. Þá segir WSJ að Úkraínumenn noti um fjörutíu þúsund 155 mm sprengikúlur í mánuði en samanlagt geti ríki Evrópu ekki framleitt nema um þrjú hundruð þúsund skot á ári. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að á ráðamenn á Vesturlöndum hefðu biðlað til vopnaframleiðenda um að auka framleiðslu á vopnum og skotfærum. Sjá einnig: Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Úkraínumenn hafa einnig fengið mikið af loftvarnarkerfum frá Evópu og Bandaríkjunum vegna umfangsmikilla stýriflauga- og drónaárása Rússa á innviði ríkisins og hafa þær sendingar einnig gengið á forða Evrópu. Ef Þýskaland færi í stríð í dag myndu birgðir ríkisins á skotfærum fyrir stórskotalið einungis duga í tvær vikur. Viðmið NATO segja til um að aðildarríki eigi að sitja á um mánaðarbirgðum. Víða verið að bretta um ermar Í Þýskalandi hafa forsvarsmenn Rheinmetall brugðist við með því að byggja nýja skotfæraverksmiðju. Þessi verksmiðja á eingöngu að framleiða skotfæri í stórar vélbyssur og loftvarnabyssur eins og eru á Gepard-bryndrekunum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Þýskalandi til að verjast sjálfsprengidrónum sem Rússar fengu frá Íran. Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út að til stendur að verja rúmum tuttugu milljörðum evra í skotfæri, þar á meðal sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið, á næstu árum. Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og víðar hafa slegið á svipaða strengi. Sérfræðingar sem ræddu við WSJ segja ríki Evrópu þurfa mun meiri framleiðslugetu. Langvarandi friður og breyttar áherslu vegna stríðsins gegn hryðjuverkum hafi leitt til þess að framleiðslugeta hafi dregist verulega saman. Ef hefðbundið stríð skylli á í Evrópu myndi ekkert ríki álfunnar hafa næga framleiðslugetu til að eiga í slíkum hernaði. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Afmá úkraínska menningu í Maríupól Undanfarnar vikur hafa rússneskir verktakar rifið fjölda rústa og bygginga í maríupól. Með brakinu eru lík sem liggja enn í rústunum flutt á brott. Verið er að afmá úkraínska menningu borgarinnar og hafa götur Maríupól til að mynda fengið nöfn frá tímum Sovétríkjanna. 23. desember 2022 10:31 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Fyrrverandi yfirmaður Roscosmos særðist í Donetsk Dmitry Rogozin, fyrrverandi yfirmaður Geimvísindastofnunar Rússlands, Roscosmos, og núverandi hernaðarráðgjafi í Donbas, er sagður hafa særst í loftárás Úkraínumanna í Doentsk-borg. 22. desember 2022 16:17 Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins Vlaldimír Putín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Varnarmálaráðuneytisins um að stækka rússneska herinn um um það bil helming. Þá sagði forsetinn að herinn þyrfti að ganga í gegnum ýmsar endurbætur og að engu væri sparað til. 22. desember 2022 11:19 Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði „Fjárstuðningur ykkar er ekki ölmusa. Hann er fjárfesting í öryggi heimsins og lýðræði, sem við förum með á sem ábyrgastan hátt,“ sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gærkvöldi. 22. desember 2022 06:26 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Vopnasendingar til Úkraínu hafa gengið nokkuð á skotfærageymslur Evrópu. Dræm framleiðslugeta, skortur á sérhæfðu starfsfólki, vandamál með birgðakeðjur, hár fjármagnskostnaður og regluverk Evrópusambandsins er sagt hafa komið niður á getu Evrópu til að halda í við skotaflæðið til Úkraínu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Stórskotaliðsvopn hafa skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu en skotfæraframleiðsla hefur ekki haldið í við notkun Rússa og Úkraínumanna í stríðinu. Bakhjarlar Úkraínu hafa þó líklegast meiri framleiðslugetu en Rússar, sem sagðir eru hafa leitað til Írans og Norður-Kóreu eftir skotfærum. Frásagnir úkraínskra hermanna af því að stórskotaliðsárásum Rússa hafi fækkað renna stoðum undir fregnir af skotfæraskorti hjá Rússum. Ráðmenn á Vesturlöndum segja Rússa byrjaða að nota mjög gamlar sprengikúlur og Bandaríkjamenn tilkynntu nýverið að miklu púðri yrði varið í það að auka framleiðslugetu þar í landi. Til að mynda stæði til að auka framleiðslugetu á 155 mm sprengikúlum, sem er hefðbundin hlaupvídd stórskotaliðs NATO, úr um fjórtán þúsund skotum á mánuði í um fjörutíu þúsund árið 2025. Til samanburðar er áætlað að Úkraínumenn noti minnst níutíu þúsund sprengikúlur og eldflaugar í hverjum mánuði. Rússar hafa líklega verið að nota enn meira en það. Þá segir WSJ að Úkraínumenn noti um fjörutíu þúsund 155 mm sprengikúlur í mánuði en samanlagt geti ríki Evrópu ekki framleitt nema um þrjú hundruð þúsund skot á ári. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að á ráðamenn á Vesturlöndum hefðu biðlað til vopnaframleiðenda um að auka framleiðslu á vopnum og skotfærum. Sjá einnig: Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Úkraínumenn hafa einnig fengið mikið af loftvarnarkerfum frá Evópu og Bandaríkjunum vegna umfangsmikilla stýriflauga- og drónaárása Rússa á innviði ríkisins og hafa þær sendingar einnig gengið á forða Evrópu. Ef Þýskaland færi í stríð í dag myndu birgðir ríkisins á skotfærum fyrir stórskotalið einungis duga í tvær vikur. Viðmið NATO segja til um að aðildarríki eigi að sitja á um mánaðarbirgðum. Víða verið að bretta um ermar Í Þýskalandi hafa forsvarsmenn Rheinmetall brugðist við með því að byggja nýja skotfæraverksmiðju. Þessi verksmiðja á eingöngu að framleiða skotfæri í stórar vélbyssur og loftvarnabyssur eins og eru á Gepard-bryndrekunum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Þýskalandi til að verjast sjálfsprengidrónum sem Rússar fengu frá Íran. Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út að til stendur að verja rúmum tuttugu milljörðum evra í skotfæri, þar á meðal sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið, á næstu árum. Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og víðar hafa slegið á svipaða strengi. Sérfræðingar sem ræddu við WSJ segja ríki Evrópu þurfa mun meiri framleiðslugetu. Langvarandi friður og breyttar áherslu vegna stríðsins gegn hryðjuverkum hafi leitt til þess að framleiðslugeta hafi dregist verulega saman. Ef hefðbundið stríð skylli á í Evrópu myndi ekkert ríki álfunnar hafa næga framleiðslugetu til að eiga í slíkum hernaði.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Afmá úkraínska menningu í Maríupól Undanfarnar vikur hafa rússneskir verktakar rifið fjölda rústa og bygginga í maríupól. Með brakinu eru lík sem liggja enn í rústunum flutt á brott. Verið er að afmá úkraínska menningu borgarinnar og hafa götur Maríupól til að mynda fengið nöfn frá tímum Sovétríkjanna. 23. desember 2022 10:31 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Fyrrverandi yfirmaður Roscosmos særðist í Donetsk Dmitry Rogozin, fyrrverandi yfirmaður Geimvísindastofnunar Rússlands, Roscosmos, og núverandi hernaðarráðgjafi í Donbas, er sagður hafa særst í loftárás Úkraínumanna í Doentsk-borg. 22. desember 2022 16:17 Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins Vlaldimír Putín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Varnarmálaráðuneytisins um að stækka rússneska herinn um um það bil helming. Þá sagði forsetinn að herinn þyrfti að ganga í gegnum ýmsar endurbætur og að engu væri sparað til. 22. desember 2022 11:19 Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði „Fjárstuðningur ykkar er ekki ölmusa. Hann er fjárfesting í öryggi heimsins og lýðræði, sem við förum með á sem ábyrgastan hátt,“ sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gærkvöldi. 22. desember 2022 06:26 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Afmá úkraínska menningu í Maríupól Undanfarnar vikur hafa rússneskir verktakar rifið fjölda rústa og bygginga í maríupól. Með brakinu eru lík sem liggja enn í rústunum flutt á brott. Verið er að afmá úkraínska menningu borgarinnar og hafa götur Maríupól til að mynda fengið nöfn frá tímum Sovétríkjanna. 23. desember 2022 10:31
Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54
Fyrrverandi yfirmaður Roscosmos særðist í Donetsk Dmitry Rogozin, fyrrverandi yfirmaður Geimvísindastofnunar Rússlands, Roscosmos, og núverandi hernaðarráðgjafi í Donbas, er sagður hafa særst í loftárás Úkraínumanna í Doentsk-borg. 22. desember 2022 16:17
Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins Vlaldimír Putín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Varnarmálaráðuneytisins um að stækka rússneska herinn um um það bil helming. Þá sagði forsetinn að herinn þyrfti að ganga í gegnum ýmsar endurbætur og að engu væri sparað til. 22. desember 2022 11:19
Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði „Fjárstuðningur ykkar er ekki ölmusa. Hann er fjárfesting í öryggi heimsins og lýðræði, sem við förum með á sem ábyrgastan hátt,“ sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gærkvöldi. 22. desember 2022 06:26