Gagnrýndi starfsmenn fyrir að slappa af og leika sér um helgar Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 16:33 Ma Huateng, stofnandi kínverska fyrirtækisins Tencent, virðist ekki ánægður með starfsfólk sitt. EPA/JEROME FAVRE Stofnandi kínverska samfélagsmiðla- og leikjarisans Tencent, sagði starfsmönnum nýverið að spilling, leti og lélegir stjórnarhættir hefði komið niður á rekstri fyrirtækisins og grafið undan því. Þetta kom fram á árlegum fundi Ma Huateng með starfsmönnum Tencent þann 15. desember. Samkvæmt heimildum Reuters var Ma reiður á fundinum og sagði að ítarleg rannsókn hefði leitt mikla spillingu innan veggja fyrirtækisins í ljós. Hann fór þó ekki nánar út í hvers konar spillingu um væri að ræða. Hann gagnrýndi stjórnendur fyrirtækisins einnig harðlega á fundinum en en undanfarin tvö ár hafa reynst fyrirtækinu erfið. Hert regluverk yfirvalda í Kína hefur meðal annars komið verulega niður á tekjum Tencent sem Pony stofnaði árið 1998. Auk þess að takmarka þann tíma sem kínversk börn mega spila verja í að spila tölvuleiki verulega, hafa yfirvöld í Kína einnig neitað að leyfa Tencent að gefa út nýjan tölvuleik í meira en fimmtán mánuði. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Ma gagnrýndi starfsmenn Tencent fyrir að slappa af um helgar og leika sér, þrátt fyrir erfiða stöðu fyrirtækisins. Samkvæmt Fortune, sem vitnar í áskriftarmiðilinn Bloomberg og kínverska miðla, gagnrýnd Ma nánast allar deildir fyrirtækisins. Hann gagnrýndi leikjadeild fyrirtækisins fyrir að einblína á magn umfram gæði og sagði að samfélagsmiðladeild Tencent, sem rekur meðal annars WeChat, væri að tapa fyrir samkeppnisaðilum eins og Douyin, sem er miðill á vegum Bytedance. Ma sagði of mikla áherslu hafa verið lagða á útvíkkun rekstursins í stað þess að vanda til verka í grunnrekstri Tencent. Það hefði kostað fyrirtækið. Kína Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þetta kom fram á árlegum fundi Ma Huateng með starfsmönnum Tencent þann 15. desember. Samkvæmt heimildum Reuters var Ma reiður á fundinum og sagði að ítarleg rannsókn hefði leitt mikla spillingu innan veggja fyrirtækisins í ljós. Hann fór þó ekki nánar út í hvers konar spillingu um væri að ræða. Hann gagnrýndi stjórnendur fyrirtækisins einnig harðlega á fundinum en en undanfarin tvö ár hafa reynst fyrirtækinu erfið. Hert regluverk yfirvalda í Kína hefur meðal annars komið verulega niður á tekjum Tencent sem Pony stofnaði árið 1998. Auk þess að takmarka þann tíma sem kínversk börn mega spila verja í að spila tölvuleiki verulega, hafa yfirvöld í Kína einnig neitað að leyfa Tencent að gefa út nýjan tölvuleik í meira en fimmtán mánuði. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Ma gagnrýndi starfsmenn Tencent fyrir að slappa af um helgar og leika sér, þrátt fyrir erfiða stöðu fyrirtækisins. Samkvæmt Fortune, sem vitnar í áskriftarmiðilinn Bloomberg og kínverska miðla, gagnrýnd Ma nánast allar deildir fyrirtækisins. Hann gagnrýndi leikjadeild fyrirtækisins fyrir að einblína á magn umfram gæði og sagði að samfélagsmiðladeild Tencent, sem rekur meðal annars WeChat, væri að tapa fyrir samkeppnisaðilum eins og Douyin, sem er miðill á vegum Bytedance. Ma sagði of mikla áherslu hafa verið lagða á útvíkkun rekstursins í stað þess að vanda til verka í grunnrekstri Tencent. Það hefði kostað fyrirtækið.
Kína Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira