Viðstöðulausar verðhækkanir dynji á landsmönnum Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 23. desember 2022 22:54 Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur hjá ASÍ segir að setja þurfi ítrekaðar verðhækkanir í samhengi við stöðuna í þjóðfélaginu. ASÍ/Rut Sigurðardóttir Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum fyrir þessi jólin, sérstaklega þegar kemur að matnum. Verðbólgan er farin að bíta hressilega og hagfræðingur ASÍ segir viðstöðulausar hækkanir dynja á landsmönnum á sama tíma og arðsemi fyrirtækja eykst. Verðbólgan jókst um 0,3 prósentustig í desember og mælist nú 9,6 prósent. Hún hefur ekki verið meiri síðan í ágúst en í janúar mældist ársverðbólga 5,7 prósent. Aukninguna núna má einna helst rekja til verðhækkana á flugfargjöldum. Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur ASÍ segir að ekki sé mikið meira svigrúm fyrir verðhækkunum til að mynda á nauðsynjavörum, sem bitni helst á þeim sem verst standa. Það sé nú í höndum fyrirtækja að gera það sem þau geta til að ná verðbólgunni niður. „Þannig að þegar við erum að sjá verð á vöru og þjónustu hækka viðstöðulaust á sama tíma og afkoma fyrirtækja er þetta góð, þá auðvitað liggur það fyrir að fyrirtæki eru að ná fram þessari auknu arðsemi með óþarfa verðhækkunum. Og það er auðvitað eitthvað sem við munum ekki láta óátalið og eitthvað sem þarf að fara að vinna gegn,“ segir Auður Alfa. Hún bætir við að það eigi ekki síst við nú, þegar jólin eru á næsta leiti. Verð á mat og drykkjarvöru átti hlut í því að verðbólgan jókst milli mánaða. Jólamaturinn hækkar mikið milli ára og er það þá einna helst kjötið. Átti von á tuttugu þúsund kalli Fréttastofa ræddi við landsmenn sem voru að klára jólainnkaupin og voru allir á sama máli. Verðbólgan biti hressilega. „Þetta var þrjátíu þúsund kall, ég átti von á kannski tuttugu þúsund kalli. Ég held að það hafi verið karfan í fyrra,“ sagði Ársæll Sigurlaugar Níelsson, sem var að klára jólainnkaupin í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir tekur í sama streng. „Já, og í rauninni allt saman [hefur hækkað]. Maður fer að kaupa eitthvað smá og þetta er bara rándýrt. En það er náttúrulega mismunandi hverjir eru í góðri stöðu til að geta greitt fyrir matinn og hverjir ekki.“ Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Verðbólgan jókst um 0,3 prósentustig í desember og mælist nú 9,6 prósent. Hún hefur ekki verið meiri síðan í ágúst en í janúar mældist ársverðbólga 5,7 prósent. Aukninguna núna má einna helst rekja til verðhækkana á flugfargjöldum. Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur ASÍ segir að ekki sé mikið meira svigrúm fyrir verðhækkunum til að mynda á nauðsynjavörum, sem bitni helst á þeim sem verst standa. Það sé nú í höndum fyrirtækja að gera það sem þau geta til að ná verðbólgunni niður. „Þannig að þegar við erum að sjá verð á vöru og þjónustu hækka viðstöðulaust á sama tíma og afkoma fyrirtækja er þetta góð, þá auðvitað liggur það fyrir að fyrirtæki eru að ná fram þessari auknu arðsemi með óþarfa verðhækkunum. Og það er auðvitað eitthvað sem við munum ekki láta óátalið og eitthvað sem þarf að fara að vinna gegn,“ segir Auður Alfa. Hún bætir við að það eigi ekki síst við nú, þegar jólin eru á næsta leiti. Verð á mat og drykkjarvöru átti hlut í því að verðbólgan jókst milli mánaða. Jólamaturinn hækkar mikið milli ára og er það þá einna helst kjötið. Átti von á tuttugu þúsund kalli Fréttastofa ræddi við landsmenn sem voru að klára jólainnkaupin og voru allir á sama máli. Verðbólgan biti hressilega. „Þetta var þrjátíu þúsund kall, ég átti von á kannski tuttugu þúsund kalli. Ég held að það hafi verið karfan í fyrra,“ sagði Ársæll Sigurlaugar Níelsson, sem var að klára jólainnkaupin í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir tekur í sama streng. „Já, og í rauninni allt saman [hefur hækkað]. Maður fer að kaupa eitthvað smá og þetta er bara rándýrt. En það er náttúrulega mismunandi hverjir eru í góðri stöðu til að geta greitt fyrir matinn og hverjir ekki.“
Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira