Viðstöðulausar verðhækkanir dynji á landsmönnum Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 23. desember 2022 22:54 Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur hjá ASÍ segir að setja þurfi ítrekaðar verðhækkanir í samhengi við stöðuna í þjóðfélaginu. ASÍ/Rut Sigurðardóttir Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum fyrir þessi jólin, sérstaklega þegar kemur að matnum. Verðbólgan er farin að bíta hressilega og hagfræðingur ASÍ segir viðstöðulausar hækkanir dynja á landsmönnum á sama tíma og arðsemi fyrirtækja eykst. Verðbólgan jókst um 0,3 prósentustig í desember og mælist nú 9,6 prósent. Hún hefur ekki verið meiri síðan í ágúst en í janúar mældist ársverðbólga 5,7 prósent. Aukninguna núna má einna helst rekja til verðhækkana á flugfargjöldum. Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur ASÍ segir að ekki sé mikið meira svigrúm fyrir verðhækkunum til að mynda á nauðsynjavörum, sem bitni helst á þeim sem verst standa. Það sé nú í höndum fyrirtækja að gera það sem þau geta til að ná verðbólgunni niður. „Þannig að þegar við erum að sjá verð á vöru og þjónustu hækka viðstöðulaust á sama tíma og afkoma fyrirtækja er þetta góð, þá auðvitað liggur það fyrir að fyrirtæki eru að ná fram þessari auknu arðsemi með óþarfa verðhækkunum. Og það er auðvitað eitthvað sem við munum ekki láta óátalið og eitthvað sem þarf að fara að vinna gegn,“ segir Auður Alfa. Hún bætir við að það eigi ekki síst við nú, þegar jólin eru á næsta leiti. Verð á mat og drykkjarvöru átti hlut í því að verðbólgan jókst milli mánaða. Jólamaturinn hækkar mikið milli ára og er það þá einna helst kjötið. Átti von á tuttugu þúsund kalli Fréttastofa ræddi við landsmenn sem voru að klára jólainnkaupin og voru allir á sama máli. Verðbólgan biti hressilega. „Þetta var þrjátíu þúsund kall, ég átti von á kannski tuttugu þúsund kalli. Ég held að það hafi verið karfan í fyrra,“ sagði Ársæll Sigurlaugar Níelsson, sem var að klára jólainnkaupin í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir tekur í sama streng. „Já, og í rauninni allt saman [hefur hækkað]. Maður fer að kaupa eitthvað smá og þetta er bara rándýrt. En það er náttúrulega mismunandi hverjir eru í góðri stöðu til að geta greitt fyrir matinn og hverjir ekki.“ Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Verðbólgan jókst um 0,3 prósentustig í desember og mælist nú 9,6 prósent. Hún hefur ekki verið meiri síðan í ágúst en í janúar mældist ársverðbólga 5,7 prósent. Aukninguna núna má einna helst rekja til verðhækkana á flugfargjöldum. Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur ASÍ segir að ekki sé mikið meira svigrúm fyrir verðhækkunum til að mynda á nauðsynjavörum, sem bitni helst á þeim sem verst standa. Það sé nú í höndum fyrirtækja að gera það sem þau geta til að ná verðbólgunni niður. „Þannig að þegar við erum að sjá verð á vöru og þjónustu hækka viðstöðulaust á sama tíma og afkoma fyrirtækja er þetta góð, þá auðvitað liggur það fyrir að fyrirtæki eru að ná fram þessari auknu arðsemi með óþarfa verðhækkunum. Og það er auðvitað eitthvað sem við munum ekki láta óátalið og eitthvað sem þarf að fara að vinna gegn,“ segir Auður Alfa. Hún bætir við að það eigi ekki síst við nú, þegar jólin eru á næsta leiti. Verð á mat og drykkjarvöru átti hlut í því að verðbólgan jókst milli mánaða. Jólamaturinn hækkar mikið milli ára og er það þá einna helst kjötið. Átti von á tuttugu þúsund kalli Fréttastofa ræddi við landsmenn sem voru að klára jólainnkaupin og voru allir á sama máli. Verðbólgan biti hressilega. „Þetta var þrjátíu þúsund kall, ég átti von á kannski tuttugu þúsund kalli. Ég held að það hafi verið karfan í fyrra,“ sagði Ársæll Sigurlaugar Níelsson, sem var að klára jólainnkaupin í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir tekur í sama streng. „Já, og í rauninni allt saman [hefur hækkað]. Maður fer að kaupa eitthvað smá og þetta er bara rándýrt. En það er náttúrulega mismunandi hverjir eru í góðri stöðu til að geta greitt fyrir matinn og hverjir ekki.“
Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira