Víða ófært og vegir lokaðir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2022 14:45 Ökumenn eru beðnir um að fylgjast vel með færðinni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. Á Suðurlandi er víða ófært, þungfært eða þæfingsfærð. Vegagerðin vinnur að mokstri en vegna skafrennings reynist verkið torvelt. Ófært er á Fljótshlíðarvegi og fleiri vegum. Erfið akstursskilyrði eru víða á Suðurlandi.Vegagerðin Vegurinn á milli Kirkjubæjarklausturs og Markarfljóts er lokaður og verður ekki opnaður í dag. Austan við Kirkjubæjarklaustur er að mestu greiðfært en farið er að hvessa verulega. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði en hálka og léleg færð á öðrum leiðum í nágrenni. Sömu sögu er að segja af Norður- og Norðausturlandi en búið er að loka Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Færð er mjög tekin að spillast á Vatnsskarði eystra og þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Lokað er í Víkurskarði og við Þverárfjall. Vegfarendur eru beðnir um að sýna varúð.Vegagerðin Eins og fyrr segir er gul viðvörun í gildi á Austurlandi að Glettingi frá klukkan 13 til 21 í dag. Spáð er 13 til 18 metrum á sekúndu með snjókomu eða éljum og skafrenningi. Á Austfjörðum er gert ráð fyrir hríð, norðaustan 15 til 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi til klukkan 23 í kvöld. Á Suðausturlandi er stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og snarpari vindhviður við fjöll, en gula viðvörunin gildir til klukkan 10 í fyrramálið. Veður Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Myndaveisla: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25. desember 2022 14:02 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Á Suðurlandi er víða ófært, þungfært eða þæfingsfærð. Vegagerðin vinnur að mokstri en vegna skafrennings reynist verkið torvelt. Ófært er á Fljótshlíðarvegi og fleiri vegum. Erfið akstursskilyrði eru víða á Suðurlandi.Vegagerðin Vegurinn á milli Kirkjubæjarklausturs og Markarfljóts er lokaður og verður ekki opnaður í dag. Austan við Kirkjubæjarklaustur er að mestu greiðfært en farið er að hvessa verulega. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði en hálka og léleg færð á öðrum leiðum í nágrenni. Sömu sögu er að segja af Norður- og Norðausturlandi en búið er að loka Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Færð er mjög tekin að spillast á Vatnsskarði eystra og þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Lokað er í Víkurskarði og við Þverárfjall. Vegfarendur eru beðnir um að sýna varúð.Vegagerðin Eins og fyrr segir er gul viðvörun í gildi á Austurlandi að Glettingi frá klukkan 13 til 21 í dag. Spáð er 13 til 18 metrum á sekúndu með snjókomu eða éljum og skafrenningi. Á Austfjörðum er gert ráð fyrir hríð, norðaustan 15 til 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi til klukkan 23 í kvöld. Á Suðausturlandi er stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og snarpari vindhviður við fjöll, en gula viðvörunin gildir til klukkan 10 í fyrramálið.
Veður Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Myndaveisla: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25. desember 2022 14:02 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Myndaveisla: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25. desember 2022 14:02
Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45