Það er félagsskiptasérfærðingurinn sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni, en fréttir bárust af því í gær að PSV og Liverpool hefðu komist að samkomulagi um kaupin á leikmanninum. Talið er að Liverpool greiði á bilinu 40 til 50 milljónir evra fyrr leikmanninn.
Confirmed, Cody Gakpo will sign until June 2028. Six year deal as Liverpool player. Contracts are being prepared. 🔴📑 #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 27, 2022
Þessi 23 ára gamli framherji hefur heillað knattspyrnuáhugafólk með frammistöðu sinni undanfarin tvö ár. Hann skoraði í öllum leikjum Hollands í riðlakeppninni á HM og í 41 leik í hollensku úrvalsdeildinni hefur hann skorað 21 mark og lagt upp önnur 25 fyrir liðsfélaga sína.
Hann er þar með eini leikmaðurinn í tíu sterkustu deildum Evrópu til að bæði skora og leggja upp fleiri en 20 mörk í deildarkeppni frá því að seinasta tímabil hófst.
Cody Gakpo has scored 21 goals and provided 25 assists in 41 Dutch Eredivisie games since the start of last season.
— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) December 27, 2022
He is the only player in Europe's top 10 leagues with both 20+ goals and 20+ assists since the beginning of 2021-22. [@OptaJoe] pic.twitter.com/gens76dIti