Skál fyrir þér Bjarni Natan Kolbeinsson skrifar 28. desember 2022 07:01 Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu. Það er hárrétt hjá Bjarna að áfengi sé of dýrt á Íslandi. Ef við berum okkar saman við EES-ríkin þá er Finnland eina ríkið þar sem áfengisverð er hærra. Áfengisverðið á Íslandi,samkvæmt Eurostat frá 2021, er meira en helmingi dýrara en meðalverðið í ESB ríkjunum. Áfengisverð ræðst að mestu leyti að sköttum og gjöldum hins opinbera. Því hefur Bjarni verið í fullkominni stöðu til að bregðast við þessu háa áfengisverði, sem hann er svo ósáttur við, enda hefur hann verið höfundur hvers einasta fjárlagafrumvarps sem samþykkt hefur verið á Alþingi síðan 2013. Bjarni hefur því haft nægan tíma til að leiðrétta þetta háa áfengisverð sem hann er svo ósáttur við og gert verðin samkeppnishæf fyrir ferðaþjónustuna. Þegar Bjarni settist í stól fjármálaráðherra árið 2013 var áfengisgjaldið 95,53.kr á hvern sentilítra af vínanda. Núna, 9 árum síðar, mun það eftir áramót hækka í 142,15 kr. Það er hækkun uppá 48,8% frá því Bjarni varð fjármálaráðherra. Gjörðir Bjarna í þessum málum fara ekki alveg saman við þann pirring sem hann fann fyrir árið 2019 á Nordica, þegar hann keypti dýra bjórinn sem rataði í Fréttablaðið. Vissulega eru mörg rök notuð til að verja þetta háa áfengisverð sem við búum við og eru það þá fyrst og fremst lýðheilsusjónarmið sem þarna ráða för. Þessi lýðheilsusjónarmið eiga samt almennt ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum miða við landsfundarályktanir þeirra og því furðulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur það stjórna ákvörðunartöku sinni. Gæti það verið að Bjarna finnist auðvelt að hækka áfengisgjaldið þar sem alltaf er hægt að bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og því ekki erfitt fyrir Bjarna að láta gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Síðustu ár hafa verið veitingahúsum og börum erfið. Lokanir vegna Covid hafa sett strik í reikningin hjá þessum fyrirtækjum. Það væri því í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins sem vill vera flokkur fyrirtækjareksturs að sleppa því að hækka gjaldið á meðan fyrirtækin eru enn að ná sér eftir tvö erfið ár. Bjarni sér það ekki sem forgangsmál og því lifum við með að sjá en eina hækkuninna á áfengisgjaldinu núna eftir áramót. Svo Bjarni skál fyrir þér og þínu háa áfengisgjaldi. Áramótaóskin mín er að einn daginn látir þú gjörðir fylgja orðum en kvartar ekki bara yfir hlutum sem að þú sjálfur ert í kjöraðstæðum til að breyta. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Áfengi og tóbak Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu. Það er hárrétt hjá Bjarna að áfengi sé of dýrt á Íslandi. Ef við berum okkar saman við EES-ríkin þá er Finnland eina ríkið þar sem áfengisverð er hærra. Áfengisverðið á Íslandi,samkvæmt Eurostat frá 2021, er meira en helmingi dýrara en meðalverðið í ESB ríkjunum. Áfengisverð ræðst að mestu leyti að sköttum og gjöldum hins opinbera. Því hefur Bjarni verið í fullkominni stöðu til að bregðast við þessu háa áfengisverði, sem hann er svo ósáttur við, enda hefur hann verið höfundur hvers einasta fjárlagafrumvarps sem samþykkt hefur verið á Alþingi síðan 2013. Bjarni hefur því haft nægan tíma til að leiðrétta þetta háa áfengisverð sem hann er svo ósáttur við og gert verðin samkeppnishæf fyrir ferðaþjónustuna. Þegar Bjarni settist í stól fjármálaráðherra árið 2013 var áfengisgjaldið 95,53.kr á hvern sentilítra af vínanda. Núna, 9 árum síðar, mun það eftir áramót hækka í 142,15 kr. Það er hækkun uppá 48,8% frá því Bjarni varð fjármálaráðherra. Gjörðir Bjarna í þessum málum fara ekki alveg saman við þann pirring sem hann fann fyrir árið 2019 á Nordica, þegar hann keypti dýra bjórinn sem rataði í Fréttablaðið. Vissulega eru mörg rök notuð til að verja þetta háa áfengisverð sem við búum við og eru það þá fyrst og fremst lýðheilsusjónarmið sem þarna ráða för. Þessi lýðheilsusjónarmið eiga samt almennt ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum miða við landsfundarályktanir þeirra og því furðulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur það stjórna ákvörðunartöku sinni. Gæti það verið að Bjarna finnist auðvelt að hækka áfengisgjaldið þar sem alltaf er hægt að bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og því ekki erfitt fyrir Bjarna að láta gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Síðustu ár hafa verið veitingahúsum og börum erfið. Lokanir vegna Covid hafa sett strik í reikningin hjá þessum fyrirtækjum. Það væri því í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins sem vill vera flokkur fyrirtækjareksturs að sleppa því að hækka gjaldið á meðan fyrirtækin eru enn að ná sér eftir tvö erfið ár. Bjarni sér það ekki sem forgangsmál og því lifum við með að sjá en eina hækkuninna á áfengisgjaldinu núna eftir áramót. Svo Bjarni skál fyrir þér og þínu háa áfengisgjaldi. Áramótaóskin mín er að einn daginn látir þú gjörðir fylgja orðum en kvartar ekki bara yfir hlutum sem að þú sjálfur ert í kjöraðstæðum til að breyta. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar