Stálu þremur hoppukastölum og flutningabíl um jólin Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2022 14:40 Ökutækið sem um ræðir. Skátar hafa ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Skátaland Flutningabíll með þremur hoppukastölum innanborðs var stolið af athafnasvæði Skátalands á dögunum. Búnaðinn átti að nota á fyrirtækjaskemmtun síðar í dag og óskar forsvarsfólk fyrirtækisins eftir aðstoð almennings við að finna flutningabílinn. Þetta er annað ökutækið sem stolið er af skátahreyfingunni á stuttu tímabili. Skátaland er rekið af Skátasambandi Reykjavíkur og leigir út hoppukastala og veislutjöld í fjáröflunarskyni. Að sögn framkvæmdastjóra Skátalands brutust óprúttnir aðilar inn í húsnæði systurfyrirtækisins Grænna skáta í sumar sem starfrækir umfangsmikla flösku- og dósasöfnun. Þjófarnir hafi meðal annars haft á brott með sér lykla og í kjölfarið hafi sendiferðabíl í eigu Grænna skáta horfið. Nú sé kassabíls Skátalands sömuleiðis sárt saknað. Hvimleiður jólaglaðningur Ekki liggur fyrir hvenær látið var til skarar skríða yfir helgina en þjófnaðurinn uppgötvaðist í dag þegar starfsfólk mætti aftur til vinnu eftir jólin. Bíllinn var fyrir utan húsnæði Skátalands og Grænna skáta í Hraunbæ 123 í Reykjavík. Hann er áberandi merktur og því ljóst að erfitt gæti reynst fyrir þjófana að fara huldu höfði ef þeir hyggjast nota nota ökutækið. Það er ekki hoppandi fjör í húsakynnum Skátalands þessa dagana.Skátaland „Það er rosalega mikill faraldur í því að brjótast inn í dósagáma og hirða dósirnar þaðan. Þetta er líklega sama liðið sem hefur tekið okkar bíl og hyggst nota það í þann business. Við erum bjartsýn á að hann finnist, þetta er áberandi bíll og við erum líklega komin með grunaða einstaklinga sem sáust á myndavélum fyrr í mánuðinum,“ segir Jón Andri Helgason, framkvæmdastjóri Skátalands í samtali við Vísi. Þann 8. desember hafi einstaklingarnir keyrt ökutæki Skátalands og síðan skilið þau eftir fyrir utan húsakynni fyrirtækisins. Væri fínt að fá hann aftur fyrir föstudag Jón Andri segir að aðrir hoppukastalar verði leigðir út í dag í stað þeirra sem var stolið en einnig hafi staðið til að nota einn þeirra þann 30. desember næstkomandi. „Við erum bara að vonast til að þetta finnist svo við getum leigt þeim viðskiptavinum sem óskuðu eftir þessum búnaði,“ bætir hann við en málið er nú komið á borð lögreglu. Jón Andri óskar eftir upplýsingum um ferðir bílsins í síma 577-4500. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Skátaland er rekið af Skátasambandi Reykjavíkur og leigir út hoppukastala og veislutjöld í fjáröflunarskyni. Að sögn framkvæmdastjóra Skátalands brutust óprúttnir aðilar inn í húsnæði systurfyrirtækisins Grænna skáta í sumar sem starfrækir umfangsmikla flösku- og dósasöfnun. Þjófarnir hafi meðal annars haft á brott með sér lykla og í kjölfarið hafi sendiferðabíl í eigu Grænna skáta horfið. Nú sé kassabíls Skátalands sömuleiðis sárt saknað. Hvimleiður jólaglaðningur Ekki liggur fyrir hvenær látið var til skarar skríða yfir helgina en þjófnaðurinn uppgötvaðist í dag þegar starfsfólk mætti aftur til vinnu eftir jólin. Bíllinn var fyrir utan húsnæði Skátalands og Grænna skáta í Hraunbæ 123 í Reykjavík. Hann er áberandi merktur og því ljóst að erfitt gæti reynst fyrir þjófana að fara huldu höfði ef þeir hyggjast nota nota ökutækið. Það er ekki hoppandi fjör í húsakynnum Skátalands þessa dagana.Skátaland „Það er rosalega mikill faraldur í því að brjótast inn í dósagáma og hirða dósirnar þaðan. Þetta er líklega sama liðið sem hefur tekið okkar bíl og hyggst nota það í þann business. Við erum bjartsýn á að hann finnist, þetta er áberandi bíll og við erum líklega komin með grunaða einstaklinga sem sáust á myndavélum fyrr í mánuðinum,“ segir Jón Andri Helgason, framkvæmdastjóri Skátalands í samtali við Vísi. Þann 8. desember hafi einstaklingarnir keyrt ökutæki Skátalands og síðan skilið þau eftir fyrir utan húsakynni fyrirtækisins. Væri fínt að fá hann aftur fyrir föstudag Jón Andri segir að aðrir hoppukastalar verði leigðir út í dag í stað þeirra sem var stolið en einnig hafi staðið til að nota einn þeirra þann 30. desember næstkomandi. „Við erum bara að vonast til að þetta finnist svo við getum leigt þeim viðskiptavinum sem óskuðu eftir þessum búnaði,“ bætir hann við en málið er nú komið á borð lögreglu. Jón Andri óskar eftir upplýsingum um ferðir bílsins í síma 577-4500.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira